Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 9

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 9 Viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna 1970-2004 Mynd 1 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2004 0 1 2 -1 -2 -3 -4 -5 -6 % af VLF Heimild: EcoWin. Gengi Bandaríkjadals 1980-2005 Mynd 2 1980 1985 1990 1995 2000 2004 80 90 100 110 120 130 2000=100 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 Bandaríkjadalur/evra Meðalgengi Bandaríkjadals (vinstri ás) Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal (hægri ás) Heimildir: EcoWin, OECD. leyti fjármagnaður með kaupum erlendra aðila, meðal annars seðla- banka, á bandarískum skuldabréfum. Erlendir fjárfestar hafa aukið til muna stöðu sína í bandarískum eignum og eiga nú um 45% af útistandandi bandarískum ríkisskuldabréfum og yfir 10% af hlutafé bandarískra fyrirtækja. Það er rúmlega tvöfalt meira en fyrir áratug. Hingað til hefur gengið greiðlega að fjármagna viðskiptahallann. Seðlabankar í Asíu hafa verið stórir kaupendur bandarískra ríkis- skuldabréfa. Að vissu leyti má segja að sparnaður Asíuríkja endur- spegli vilja þeirra til að byggja upp varasjóði eftir þann skell sem þau urðu fyrir árin 1996 til 1998. En einnig hafa seðlabankar Asíuríkja gripið inn í gjaldeyrismarkaði til þess að halda gengi gjaldmiðla sinna föstu gagnvart Bandaríkjadal. Ljóst er að þessi fjármögnun getur ekki haldið áfram endalaust en erfitt er að segja hvenær um- skipti verða, hve hratt eða með hvaða hætti aðlögun á sér stað. Hugsanlegt er að hún verði meðal annars með frekari lækkun Bandaríkjadals en orðin er en aukinn hagvöxtur í Evrópu og hægari vöxtur í Bandaríkjunum gætu einnig stuðlað að betri jöfnuði. Lækkun Bandaríkjadals hefur haft lítil áhrif á viðskiptahallann til þessa Lækkun Bandaríkjadals hefur til þessa haft lítil sem engin áhrif á við- skiptahallann. Þar með er ekki sagt að hún muni ekki draga úr hon- um til lengri tíma litið. Þekkt er að milliríkjaviðskipti bregðast við breytingum á gengi gjaldmiðla með töluverðri töf.1 Með tímanum ætti þó að draga úr innflutningi og útflutningur að aukast af völd- um lækkunar sem nú þegar hefur orðið á gengi Bandaríkjadals. Vegna þess að útflutningur er ekki nema 2/3 hlutar innflutnings mun það taka viðskiptahallann langan tíma að minnka verulega. OECD gerir ráð fyrir að viðskiptahalli Bandaríkjanna muni ná há- marki árið 2006. Verði hagvöxtur í Bandaríkjunum áfram meiri en í flestum helstu viðskiptalöndum þeirra aukast líkur á að gengi Bandaríkjadals þurfi að lækka enn frekar til þess að knýja fram sjálfbæran ytri jöfn- uð. Ekki eru horfur á að aukinn hagvöxtur á meginlandi Evrópu muni leiða til minni viðskiptahalla í Bandaríkjunum í bráð því hag- vaxtarspár fyrir evrusvæðið sýna minni hagvöxt en áður var búist við. Hins vegar kunna að vera meiri líkur á að dalurinn lækki gagn- vart gjaldmiðlum í Asíu en Evrópu enda eru það seðlabankar í Asíu sem fjármagna hallann að miklu leyti og til þessa hefur gengi dalsins einkum lækkað gagnvart evru. Á móti kemur að vaxtamunur á milli Bandaríkjadals og evru hefur aukist, sem styrkir dalinn. 1. Samkvæmt útreikningum OECD er hlutfallsleg verðteygni bandarísks útflutnings 0,1 milli ársfjórðunga, 0,4 á einu ári og 0,6 til lengri tíma litið. Samkvæmt J-kúrfu-kenningunni gæti viðskiptahallinn jafnvel aukist í upphafi. Samkvæmt kenningunni veldur verðlækkun tafarlausri lækkun útflutningsverðlags og hækkun innflutningsverðlags en vegna þess að það tekur tíma að ganga frá nýjum pöntunum og gera viðskiptasamninga kemur aukið magn útflutnings og samdráttur innflutnings fram með töluverðri töf. Því getur vöru- skiptahallinn versnað áður en hann tekur að batna. Í Bandaríkjunum hefur þó verið mikil tregða í aðlögun innflutningsverðlags þar sem framleiðendur hafa haft tilhneigingu til að halda verði stöðugu í Bandaríkjadölum til þess að verja markaðshlutdeild sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.