Peningamál - 01.06.2005, Page 12

Peningamál - 01.06.2005, Page 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 12 maí mun raungengi, skilgreint sem hlutfallslegt neysluverðlag, hækka að meðaltali um u.þ.b. 8% á þessu ári, en verða nánast óbreytt á því næsta. Miðað við hlutfallslegan launakostnað á framleidda einingu verður hækkunin heldur meiri, eða um 10% á þessu ári og 2% á því næsta. Horfur á nokkrum vexti útflutnings í ár þrátt fyrir samdrátt vöruútflutnings á fyrsta fjórðungi ársins Reiknað er með að útflutningur vaxi heldur minna í ár og á næsta ári en gert var ráð fyrir í mars. Það má rekja til þess að útflutningur sjáv- arafurða eykst minna bæði árin en reiknað var með í marsspánni og að á næsta ári er spáð heldur minni vexti þjónustuútflutnings og ann- ars útflutnings en áls. Í heild er áætlað að útflutningur vöru og þjón- ustu aukist um 4% á þessu ári og um 7½% á næsta ári. Horfur eru á að vöruútflutningur á þessu ári muni aukast nokk- uð, þótt hann hafi einungis vaxið um 2% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Útflutningur sjávarafurða jókst einungis um 0,5% og iðnaðar- vöru um 1,5%. Útflutningur lyfja og lækningatækja dróst saman á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en útflutningur bæði áls og kísiljárns jókst. Samdráttur lyfjaútflutnings á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs er þó væntanlega tímabundinn og gert er ráð fyrir að lyfjaútflutningur muni aukast nokkuð í ár. Óveruleg aukning í útflutningi sjávarafurða verður ekki skýrð með minni afla eða minna aflaverðmæti, þar sem bæði magn og verðmæti aflans var meira í ár en á sama tíma fyrir ári. Líklegt er að breytingar birgðastöðu eða t.d. tímasetningar sölu og afskipana skýri samdráttinn og hann sé því tímabundinn. Breyting frá síðustu Núverandi spá1 spá (prósentur)2 2004 2005 2006 2004 2005 2006 Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 8,1 3,0 2,0 - -1,0 -2,5 Verð sjávarafurða í erlendri mynt -0,9 6,0 3,0 - 0,0 1,0 Verð áls í erlendri mynt 9,6 2,9 -3,4 - -1,3 4,8 Verð útfluttrar vöru og þjónustu í erlendri mynt -3,5 7,7 0,6 - -2,0 0,3 Verð innfluttrar neysluvöru í erlendri mynt 2,5 2,5 2,3 - 0,2 0,1 þar af eldsneytisverð í erlendri mynt 35,9 27,9 9,7 - -6,1 12,9 Viðskiptakjör vöru og þjónustu -2,6 3,4 -2,1 - 1,5 -1,1 Erlendir skammtímavextir 2,3 2,6 3,0 - 0,0 0,0 1. Breyting frá fyrra ári í % nema fyrir vexti. 2. Breyting frá Peningamálum 2005/1. Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla II-1 Helstu forsendur um þróun ytri skilyrða Raunvöxtur vöruútflutnings 1997-20061 Mynd II-8 1. Spá 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 0 30 60 90 120 150 180 210 240 Ma.kr. 0 3 6 9 12 15 -3 -6 -9 Breyting frá fyrra ári (%) Vöruútflutningur á föstu gengi (vinstri ás) Raunvöxtur vöruútflutnings (hægri ás)

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.