Peningamál - 01.06.2005, Síða 22

Peningamál - 01.06.2005, Síða 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 22 Innflutningur Spáð er heldur minni vexti innflutnings á þessu og næsta ári en í mars. Áhrif lægra gengis vega þar þyngra en áhrif ívið meiri vaxtar inn- lendrar eftirspurnar. Spáð er 18½% vexti innflutnings á þessu ári, sem er u.þ.b. prósentu minni vöxtur en spáð var í mars. Stóriðjufram- kvæmdir kalla á mikinn innflutning og spáð er áframhaldandi vexti einkaneyslu. Á næsta ári er reiknað með að innflutningur dragist saman um rúma prósentu, en þá mun innflutningur tengdur stóriðju- framkvæmdum verða minni en í ár, auk þess sem hægja mun á vexti einkaneyslu. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2005 jókst vöruinnflutningur af miklum krafti, eða um 21% frá sama tíma í fyrra á föstu gengi. Inn- flutningur flutningatækja, bæði fólksbíla og flutningatækja til atvinnu- rekstrar, jókst sérlega mikið. Einnig jókst innflutningur eldsneytis, var- anlegrar neysluvöru og annarrar fjárfestingarvöru töluvert. Hátt raun- gengi og væntanlega hraður vöxtur einkaneyslu hafa ýtt undir inn- flutning það sem af er ári. Gengi krónunnar hefur þó lækkað nokkuð að undanförnu. Í spánni er engu að síður gert ráð fyrir að gengi krón- unnar á þessu ári verði tæplega 6% hærra en á síðasta ári. Hagvöxtur og framleiðsluspenna Vöxtur landsframleiðslunnar í fyrra var ríflega 5% samkvæmt áætlun Hagstofunnar. Miðað við óbreytta stýrivexti og gengi eru horfur á að hagvöxtur verði einnig kröftugur í ár og á næsta ári. Spáð er að lands- framleiðslan aukist um rúmlega 6½% í ár, og rúmlega 6% á næsta ári. Þetta er svipuð spá og birt var í mars. Munurinn liggur einkum í meiri vexti fjármunamyndunar í ár, einkum fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Á næsta ári er reiknað með ívið meiri vexti einkaneyslu en áður, auk þess sem fjárfesting hins opinbera er talin verða meiri en áður var gert ráð fyrir. Lægra gengi dregur úr innflutningi, en á móti kemur að spáð er að útflutningur vaxi hægar bæði árin en reiknað var með í mars. Ofangreint endurmat á hagvaxtarhorfum leiðir til heldur meiri fram- leiðsluspennu næstu tvö árin en spáð var í mars. Mynd IV-10 Vöxtur innflutnings 1997-2006 1 1. Spá Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 0 5 10 15 20 25 -5 -10 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-11 Vöruinnflutningur fyrstu fjóra mánuði ársins 1997-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 5 10 15 20 25 30 35 -5 -10 -15 Breyting frá fyrra ári á föstu gengi (%) Mynd IV-12 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 0 1 2 3 4 5 6 -1 -2 -3 -4 -5 % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki 1992-20061 1. Spá Seðlabanka Íslands fyrir árin 2005-2006. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.