Peningamál - 01.06.2005, Side 24

Peningamál - 01.06.2005, Side 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 24 Draga ætti úr halla á rekstri sveitarfélaga á næsta ári, en sveitarstjórnarkosningar gætu leitt til meiri útgjalda en áætlað er Samkvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins hækka tekjur sveitarfélaga um rúm 8% á þessu ári og útgjöld álíka mikið. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir meiri hækkun launatekna og þ.a.l. útsvarstekna en í spá fjármálaráðuneytisins. Að auki hækkuðu sum sveitarfélög útsvarshlut- fall. Fasteignagjöld hækka vegna verðhækkana, þótt nokkur sveitar- félög hafi gefið hækkanir eftir að hluta. Tekjuhækkun ársins gæti orðið allt að 12%, sem myndi bæta afkomu sveitarfélaganna um 2-3 ma.kr. að óbreyttum útgjaldaáætlunum. Á næsta ári má gera ráð fyrir að tekjur sveitarfélaganna aukist enn í takt við fasteignaverðshækkun á þessu ári og hækkun launa- tekna árið 2006. Líkur eru á 1% tekjuauka til viðbótar ef farið verður að nýlegum tillögum nefndar á vegum ríkis og sveitarfélaga um tekju- stofna hinna síðarnefndu. Í síðustu áætlunum er gert ráð fyrir að út- gjöld vaxi um rúmlega 4% umfram verðmæti landsframleiðslu, sem er heldur minna en meðalvöxtur frá árinu 1998, þ.e. frá því að rekstur grunnskóla fluttist til sveitarfélaganna. Miðað við spá Seðlabankans má ætla að tekjur hækki um tæp 10% eða um 5% umfram verð landsframleiðslu. Ef áfram er reiknað með um 4% raunvexti útgjalda gæti halli á rekstri sveitarfélaga samkvæmt þessu lækkað í u.þ.b. 1 ma.kr. á næsta ári. Samkvæmt reynslu kunna sveitarstjórnarkosningar vorið 2006 hins vegar að hafa áhrif á útkomuna í ár og á næsta ári. Aukinn afgangur á rekstri hins opinbera árin 2005 og 2006 stafar einkum af auknum skatttekjum Samkvæmt ofangreindu má ætla að tekjur hins opinbera6 vaxi um rúmlega 3% umfram verðmæti landsframleiðslu á þessu ári og rúm 4% árið 2006, en að útgjöld vaxi um tæplega 1% umfram verðlag á þessu ári og u.þ.b. 3% á því næsta. Miðað við spá Seðlabankans lækka því tekjur hins opinbera hlutfallslega úr 48% af landsfram- leiðslu árið 2004 í 46½% á þessu ári og 45½% á árinu 2006 en hlut- fall útgjalda lækkar úr 47½% árið 2004 í 45% í ár og 43½% á næsta ári. Afgangur á rekstri hins opinbera gæti orðið ríflega 1½% af lands- framleiðslu í ár og allt að 2½% á árinu 2006. Að hluta skýrist batinn af því að ríkið eykur útgjöld sín hægar en nemur hagvexti, en að mestu leyti stafar hann af áhrifum aukinna skatttekna. Á mynd V-3 má sjá að afkoma hins opinbera leiðrétt fyrir áhrifum hagsveiflunnar er töluvert lakari en óleiðrétt afkoma gefur til kynna og er afgangurinn minni en hann var í síðustu uppsveiflu. 6. Til búskapar hins opinbera teljast ríki, sveitarfélög og almannatryggingar. Almannatrygg- ingar eru fjármagnaðar af ríkinu og í reynd undirdeild í rekstri þess. Mynd V-3 Hagsveiflan og afkoma ríkissjóðs 1990-20061 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 0 2 4 6 -2 -4 -6 % af VLF eða framleiðslugetu Tekjuafgangur (% af VLF) Tekjuafgangur, leiðréttur vegna hagsveiflu (% af VLF) Framleiðsluspenna (% af framleiðslugetu) 1. Áætlun Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.