Peningamál - 01.06.2005, Page 26

Peningamál - 01.06.2005, Page 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 26 Enn bólar ekki á launaskriði Laun höfðu hækkað um 8,1% á almennum vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra en einungis um 4,5% hjá hinu opinbera. Mismunandi tímasetningar kjarasamninga skýra hvers vegna laun á almennum vinnumarkaði undanfarið ár hafa hækkað töluvert meira en hjá hinu opinbera. Áhrif nýsamþykktra kjarasamn- inga stærsta hluta ríkisstarfsmanna munu koma fram af fullum þunga í launavísitölu Hagstofunnar á næstu mánuðum. Í sögulegu ljósi hefur launaskrið verið lítið innan greina þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið hvað mest. Vísbendingar sem komið hafa fram síðan Seðlabankinn lagði mat á launaþróun í mars benda ekki til að launaskrið hafi verið meira en þá var gert ráð fyrir. Er því reiknað með svipaðri launaþróun og í mars. Útlitið er hins vegar tvísýnt í ljósi hugsanlegrar endurskoðunar launaliðar kjarasamn- inga á almennum markaði í haust. Einnig gæti kostnaður við breyt- ingar á launatöflum hjá ríkinu á næsta ári orðið meiri en nú er gert ráð fyrir. Mynd VI-4 Laun á almennum markaði, hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum 1995 1997 1999 2001 2003 2005 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Breyting frá sama tímabili á fyrra ári (%) Almennur vinnumarkaður Opinberir starfsmenn og bankamenn Heimild: Hagstofa Íslands. Ársfjórðungslegar tölur 1. ársfj. 1995 - 1. ársfj. 2005

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.