Peningamál - 01.06.2005, Page 27
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
2
27
VII Ytri jöfnuður
Ytri jöfnuður þjóðarbúsins versnaði verulega á síðasta ári, eins og
greint var frá í Peningamálum 2005/1, og hefur versnað enn frekar
það sem af er þessu ári. Því eru áfram horfur á metviðskiptahalla í ár,
en á heildina litið eru horfur um ytri jöfnuð svipaðar og í marsspánni.
Mesti vöruskiptahalli frá árinu 1998 á fyrsta fjórðungi ársins
Þrátt fyrir að vöruskiptajöfnuður á fyrstu mánuðum ársins sé ekki alltaf
góð vísbending um framhaldið, gefur þróunin það sem af er ári ekki
tilefni til að ætla annað en að spáin um viðskiptajöfnuð þessa árs geti
gengið eftir. Hraður vöxtur innflutnings og samdráttur útflutnings leiddi
til 11,6 ma.kr. halla á vöruviðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi
ársins. Halli marsmánaðar var 5,9 ma.kr. og hefur aðeins þrisvar verið
jafn mikill í einum mánuði á undanförnum tíu árum, reiknaður á föstu
verðlagi. Miðað við lauslega áætlaða landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi
ársins 2005, hefur vöruskiptahalli sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
ekki verið meiri á þessum árstíma frá árinu 1998 (sjá mynd VII-1) og er
t.d. meiri en metárið 2000. Innflutningur fyrstu þrjá mánuði ársins var
22,4% meiri á föstu gengi en á sama tímabili árið áður.
Áfram stefnir í metviðskiptahalla á árinu
Viðskiptahalli ársins 2004 var tæplega 70 ma.kr., eða sem nam u.þ.b.
8% af vergri landsframleiðslu. Ríflega helmingur hallans var tilkominn
vegna halla á vöruviðskiptum, en þjónustujöfnuður versnaði einnig,
einkum af völdum aukinna útgjalda vegna ferðaþjónustu og sam-
gangna. Halli á þáttatekjum nam 17,7 ma.kr., en mikil vaxtagjöld voru
greidd undir lok ársins. Erlendar skuldir hækkuðu um 40% á árinu.
Skýrir það að miklum hluta auknar vaxtagreiðslur, en hækkun er-
lendra skammtímavaxta hefur einnig haft nokkur áhrif á vaxtabyrð-
ina. Undirstrikar þróunin hversu næmur viðskiptajöfnuðurinn er fyrir
breytingum erlendra vaxta.
Á þessu ári er spáð að viðskiptahallinn slái nýtt met og muni
nema um 12% af landsframleiðslu, sem er svipað og spáð var í mars.
Reiknað er með minni vexti innflutnings en í síðustu spá, enda er
gengi krónunnar lægra en þá. Engu að síður er gert ráð fyrir að hlutfall
innflutnings af vergri landsframleiðslu muni ná hámarki á þessu ári, en
spáð er mikilli aukningu innflutnings í tengslum við stóriðjufram-
kvæmdir (sjá mynd VII-3). Minni vöxtur innflutnings dregur þó ekki
úr viðskiptahallanum, því að einnig er gert ráð fyrir minni vexti út-
flutnings en í marsspánni. Það skýrist af því að spá um vöxt útflutn-
ings sjávarafurða hefur verið lækkuð eins og áður hefur komið fram.
Einnig aukast vaxtagreiðslur til útlanda vegna lægra gengis en í síð-
ustu spá. Viðskiptahalli ársins er því svipaður og í síðustu spá.
Á næsta ári er reiknað með ívið meiri viðskiptahalla en spáð var
í mars sl., eða sem nemur 10% af vergri landsframleiðslu. Munar þar
mestu að reiknað er með minni vexti útflutnings en áður, sem má m.a.
rekja til minni sjávarafla en spáð var í mars. Spáð er meiri vexti þjóð-
arútgjalda, einkum einkaneyslu. Þótt lægra gengi dragi úr innflutningi
og viðskiptahalla hafa vöxtur þjóðarútgjalda og hærri vaxtagreiðslur
gagnstæð áhrif.
Mynd VII-1
Vöruskiptajöfnuður sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu janúar-mars 1997-20051
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
0
2
4
6
-2
-4
-6
-8
-10
% af VLF
1. Fyrir árið 2005 er miðað við áætlun Seðlabanka Íslands um verga
landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VII-2
Vöruskiptajöfnuður sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu 1995-2004
1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
0
2
4
-2
-4
-6
-8
% af VLF
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VII-3
Viðskiptahalli, innflutningur og áætlaður
innflutningur í tengslum við stóriðju 1997-20061
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006
0
10
20
30
40
50
-10
-20
% af VLF
Viðskiptahalli
Innflutningur
Áætlaður innflutningur í tengslum við stóriðju
1. Spá Seðlabankans fyrir 2005-2006.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.