Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 33

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 33 Verðbólguspá Seðlabankans Eins og áður hefur komið fram birtir Seðlabankinn einungis uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá að þessu sinni. Heildstæð spá verður næst birt í september. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað um ¼ úr prósentu frá því að síðasta verðbólguspá bankans var gerð í mars og voru þeir 9% á spádegi nú. Á sama tíma hefur gengi krónunnar lækkað um 6%. Í spánni er miðað við óbreytta stýrivexti og gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla nálægt 116 stigum út spátímabilið. Verðbólguhorfur hafa heldur versnað Frá því að Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá í mars sl. hafa verð- bólguhorfur til næstu tveggja ára heldur versnað. Gengi krónunnar sem miðað er við í spánni er 6% lægra en í marsspánni og horfur eru á meiri vexti eftirspurnar. Aðrar forsendur, t.d. um miðlun gengis- breytinga út í verðlag, hafa lítið breyst. Verðbólguhorfur til næsta árs eru nokkuð áþekkar og í síðustu spá. Spáð er heldur minni verðbólgu á næsta ársfjórðungi, sem skýrist af breyttri aðferð Hagstofunnar við mat á vaxtakostnaði húsnæðis- lána í vísitölu neysluverðs sem greint er frá í rammagrein 3. Eftir ár er spáð að verðbólgan verði 2,7%, sem er svipað og í síðustu spá, hvort sem miðað er við sama ársfjórðung eða sömu lengd spátímabils. Þegar líður á spátímabilið er spáð heldur meiri verðbólgu en gert var í mars. Það á sérstaklega við um annan ársfjórðung næsta árs þegar ofangreind kerfisbreyting hættir að hafa áhrif á mælingu verð- bólgunnar. Þá er spáð tæplega 1 prósentu meiri verðbólgu en í mars- spánni. Eftir tvö ár er munurinn hins vegar minni. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,7%, samanborið við rúmlega 3% verðbólgu í síðustu spá. Sem fyrr segir byggist spáin á óbreyttum stýrivöxtum og gengi krónunnar frá spádegi. Spá með breytilegum vöxtum og gengi er ekki birt að þessu sinni, en gefur svipaða sýn á verðbólguhorfur til næstu tveggja ára og sambærileg spá sem birt var í mars. Gengi krónunnar fellur tiltölulega hratt á næstu misserum samkvæmt slíkri spá og verð- bólguhorfur til tveggja ára því lakari en í meginspánni, þrátt fyrir heldur hærri stýrivexti framan af spátímabilinu. Munurinn á spám með föstum vöxtum annars vegar og breytilegum vöxtum hins vegar er þó minni nú en í mars, enda er hluti af gengislækkuninni í fráviks- spánni í mars fólginn í meginspánni nú. Munurinn á gengisferlum spánna er því minni en í mars. Áhættumat verðbólguspárinnar nánast óbreytt frá síðustu spá Óvissa ríkir um verðbólguhorfur nú sem endranær. Meginspá bank- ans lýsir þeirri framvindu sem talin er líklegust miðað við að stýrivextir og gengi krónunnar haldist óbreytt út spátímabilið, en mikilvægt er að horfa til allrar líkindadreifingar spárinnar við ákvarðanir í peningamál- um. Helstu óvissuþættir verðbólguspárinnar hafa lítið breyst frá því að Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá í mars sl., nema hvað líkur á skarpri gengislækkun hafa eitthvað minnkað, enda er gengi krónunnar veikara en í síðustu spá. Óvissa spárinnar er því áfram talin Mynd VIII-7 Síðasta verðbólguspá Seðlabankans (í Peningamálum 2005/1) Spátímabil: 1. ársfj. 2005 - 1. ársfj. 2007 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2003 2004 2005 2006 2007 0 1 2 3 4 5 6 7 % Ný verðbólguspá Seðlabankans Spátímabil: 2. ársfj. 2005 - 2. ársfj. 2007 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 2003 2004 2005 2006 2007 0 1 2 3 4 5 6 7 % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Efri þolmörk Neðri þolmörk Verðbólgumarkmið Vísitala neysluverðs Myndirnar sýna óvissubil verðbólguspárinnar. 90% líkur eru taldar á því að verðbólga verði innan alls skyggða svæðisins, 75% líkur á að verð- bólga verði innan tveggja dekkstu svæðanna og 50% líkur á að verðbólga verði innan dekksta svæðisins. Óvissan verður því meiri sem spáð er lengra fram í tímann og endurspeglast það í víðara óvissubili. Óvissan í spánum er talin heldur minni en endurspeglast í sögulegum spáskekkjum sem eru nokkuð litaðar af þróuninni á árunum 2001- 2002.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.