Peningamál - 01.06.2005, Side 35

Peningamál - 01.06.2005, Side 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 35 IX Stefnan í peningamálum Fjármálaleg skilyrði svipuð og í mars Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur í tengslum við útgáfu Peningamála í mars. Í inngangi ritsins var ákvörðun bank- ans rökstudd og þess meðal annars getið að eðlilegt væri að taka tillit til verulegrar hækkunar á gengi krónunnar við ákvarðanir í peninga- málum, enda fæli gengishækkunin í sér aukið aðhald. Frá því að spáin var gerð hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð á ný. Gengið sem miðað er við í verðbólguspánni sem kynnt er hér að framan er 6% lægra en í marsspánni. Gengislækkunin hefur í för með sér að verð- bólguhorfur verða lakari en ella auk þess sem hún felur í sér nokkra slökun á peningalegu aðhaldi. Að gengislækkuninni frátalinni hafa ekki orðið miklar breytingar á fjármálalegum skilyrðum frá því í mars. Raunstýrivextir hafa heldur þokast upp á við á flesta tiltæka mælikvarða, en eru þó ekki mjög háir í sögulegu samhengi. Á hinn bóginn hafa erlendir langtímavextir lækkað, þrátt fyrir hækkun stýrivaxta bandaríska seðlabankans í mars og í maí. Hækkandi áhættuálag á vexti gæti þó vegið nokkuð á móti. Þörf fyrir aukið peningalegt aðhald þrátt fyrir tímabundna hjöðnun verðbólgu Viðfangsefni peningastefnunnar um þessar mundir er að beita því aðhaldi sem þarf til þess að tryggja stöðugleika verðlags á næstu árum við aðstæður sem einkennast af vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Ójafnvægið kemur einkum fram í gríðarlegri hækkun fasteigna- verðs og vaxandi halla á viðskiptum við útlönd. Verðbólga hefur einn- ig verið meiri en 2,5% verðbólgumarkmiðið, þótt dregið hafi úr henni frá því í mars. Að hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs frátalinni mælist verðbólgan hins vegar engin. Þar sem hækkun húsnæðisliðarins end- urspeglar hækkun eignaverðs, sem kemur flestum heimilum til góða og er auk þess líkleg til að ganga að hluta til baka síðar, er eðlilegt að spurt sé hvort nauðsynlegt sé að herða aðhald peningastefnunnar meira en þegar hefur verið gert. Til þess að peningastefna skili árangri þarf hún að horfa fram á veg fremur en um öxl. Þótt dregið hafi úr verðbólgu sl. tvo mánuði og hún birtist fyrst og fremst í hækkun fasteignaverðs, benda flestir hag- vísar og spár bankans, sem greint er frá hér að framan, til þess að enn sé veruleg hætta á of mikilli verðbólgu á næstu tveimur árum. Ekki má láta það villa sér sýn að dregið hefur úr verðbólgu sl. tvo mánuði enda gerðist það fyrst og fremst sökum hækkunar á gengi krónunnar og breyttra aðferða við útreikning á húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Áhrif verðstríðs á dagvörumarkaði kunna einnig að vera tímabundin. Hvert sem litið er blasa við merki um umtalsvert ójafnvægi. Má þar nefna öran vöxt veltu, innflutnings, útlána innlánsstofnana og tekna ríkissjóðs, vaxandi viðskiptahalla og hraða hækkun fasteignaverðs. Mikill vöxtur þessara hagstærða er ávísun á verðbólgu síðar, verði ekkert gert til að draga úr honum, jafnvel þótt hátt gengi krónunnar mildi verðlagsáhrifin um þessar mundir. Hátt gengi krónunnar er raunar ein af mörgum birtingarmyndum ójafnvægis í þjóðarbúskapn- Mynd IX-1 Gengisskráningarvísitala krónunnar 27. maí 2004 - 27. maí 2005 J J Á S O N D | J F M A M 106 108 110 112 114 116 118 120 122 124 31. des. 1991 = 100 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd IX-2 Stýrivextir og raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu og verðbólguvæntingar1 mars 1999 - maí 2005 A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 % Stýrivextir Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu Raunstýrivextir miðað við 2 ára verðbólguvæntingar Raunstýrivextir miðað við 3 ára verðbólguvæntingar 1. Ríkisbréfaflokkurinn RIKB 05 var á gjalddaga 1. apríl sl. og eftir það skortir því upplýsingar um verðbólguvæntingar byggðar á reiknuðu verðbólguálagi. Heimild: Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.