Peningamál - 01.06.2005, Page 36

Peningamál - 01.06.2005, Page 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 36 um. Þegar tekið er tillit til þess að afar líklegt er að gengið lækki til lengri tíma litið eru rökin fyrir ströngu aðhaldi í peningamálum ljós. Breytt aðferð við mat á vaxtakostnaði hefur engin áhrif á peningastefnuna Breytt aðferð við mat á vaxtakostnaði í húsnæðislið vísitölu neyslu- verðs leiddi til þess að verðbólga í maí mældist u.þ.b. ½ prósentu minni en ella (sjá rammagrein 3). Sumir hafa dregið þá ályktun af þessari minnkun mældrar verðbólgu að hún kunni að verða Seðla- bankanum tilefni til að draga úr aðhaldi peningastefnunnar. Þetta er misskilningur. Í fyrsta lagi var vitað að vaxtakostnaður í vísitölunni væri nokkuð ofmetinn að því gefnu að lækkun vaxta á fasteignaveð- lánum frá því sl. sumar væri varanleg. Aðgerðir í peningamálum hafa verið teknar með þá vitneskju í farteskinu. Í því sambandi er rétt að minna á að þótt tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs sé hinn formlegi mælikvarði á framgang verðbólgumarkmiðsins er hún ekki vélrænt markmið Seðlabankans, heldur ber honum einnig að horfa til annarra mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu þegar ákvarðanir í peningamálum eru teknar. Í öðru lagi er mikilvægt að peningastefnan sé framsýn eftir því sem frekast er kostur. Þess vegna gegna verð- bólguspár til tveggja ára mikilvægu hlutverki við ákvarðanir í peninga- málum. Nýleg breyting á aðferð Hagstofunnar við mat á vaxtakostn- aði hefur fyrst og fremst áhrif á mat á liðinni verðbólgu mældri sem tólf mánaða breyting á vísitölu neysluverðs. Eftir rúmlega eitt ár verða áhrif breytingarinnar að mestu gengin um garð. Breytt aðferð hefur því engin áhrif á verðbólguhorfur til tveggja ára. Jafnvel er ekki loku fyrir það skotið að breytingin verði til þess að verðbólgan mælist meiri en ella eftir tvö ár, þ.e.a.s. ef raunvextir á fasteignaveðlánum hækka. Ef horft er til langs tíma á þessi kerfisbreyting ekki að hafa nein áhrif á mælda verðbólgu. Styttra viðmiðunartímabil gæti skapað vanda við framkvæmd peningastefnunnar Það leiðir hugann að því hvort hin nýja aðferð Hagstofunnar, þ.e.a.s. að miða við tólf mánaða meðaltal raunvaxta við mat á vaxtakostnaði vegna eigin húsnæðis í stað fimm ára meðaltals, sé að öllu leyti heppi- leg frá sjónarhóli peningastefnunnar. Styttra viðmiðunartímabil gæti leitt til þess að breyting á stýrivöxtum hefði áhrif á vísitöluna í gegn- um vaxtakostnað eigin húsnæðis, t.d. þannig að hækkun stýrivaxta leiði til þess að mæld verðbólga aukist. Þetta er óheppilegt að því leyti að aukið aðhald getur þannig orðið tilefni enn meira aðhalds og svo koll af kolli, eða hið gagnstæða. Þessi vandi leiddi t.d. til þess að þegar Bretar tóku upp verðbólgumarkmið snemma á tíunda áratugnum var ákveðið að nota sérstaka vísitölu án vaxtakostnaðar sem viðmið. Að- stæður hér eru þó ekki að öllu leyti sambærilegar og í Bretlandi. Í fyrsta lagi eru vextir húsnæðislána hér á landi almennt fastir en ekki breytilegir eins og í Bretlandi. Miðlun breytinga á stýrivöxtum til vaxta á húsnæðislánum er því með mun óbeinni hætti hér en þar og áhrifin reyndar stundum minni en engin, eins og nýleg dæmi sanna. Að auki eru lánin almennt verðtryggð. Undir eðlilegum kringumstæðum má þó ætla að stýrivaxtabreytingar hafi einhver tímabundin áhrif á vexti Mynd IX-3 Hækkun húsnæðisliðar og markaðsverðs húsnæðis mars 2001 - maí 2005 MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 -5 12 mánaða breyting (%) Húsnæðisliður Fjölbýli á höfuðborgarsvæði Einbýli á höfuðborgarsvæði Húsnæði á landsbyggðinni Húsnæði á landinu öllu Heimild: Hagstofa Íslands.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.