Peningamál - 01.06.2005, Síða 42

Peningamál - 01.06.2005, Síða 42
Gengisflökt krónu, evru og jens gagnvart Bandaríkjadal1 Mynd 2 1. Eins mánaðar meðaltal. Heimild: Reuters. Daglegar tölur 1. janúar 2004 - 17. maí 2005 J F M A M J J Á S O N D | J F M A M 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 % Íslensk króna Evra Japanskt jen F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 42 þessari aðferð er hægt að bera saman gengisflökt ólíkra gjaldmiðla og þróun yfir tímabil. Mynd 2 sýnir hvernig 1 mánaðar gengisflökt krón- unnar gagnvart Bandaríkjadal hefur aukist upp á síðkastið. Einnig er sýnt gengisflökt evru og jens gagnvart Bandaríkjadal á sama tíma. Ljóst er að markaðurinn er viðkvæmari nú en áður og styggð getur auðveldlega komist að fjárfestum. Tilhneigingin til yfirskota er ávallt til staðar á gjaldeyrismörkuðum en ljóst er af gengisflöktinu að viðbrögð fjárfesta eru kvikari nú en oft áður. Hræringar á skuldabréfamarkaði Skuldabréfamarkaðurinn hefur ekki farið varhluta af óróa síðustu vikur og hefur hann að hluta tengst hræringum á gjaldeyrismarkaði en einnig hafa aðrir atburðir, svo sem tilkynning Hagstofu Íslands um breytta að- ferð við mat á húsnæðiskostnaði í vísitölu neysluverðs, haft áhrif. Eru spariskírteini að líða undir lok? Í apríl var innlausn á einum af síðustu flokkum spariskírteina ríkissjóðs. Alls voru innleystir um 18 ma.kr. og eftir standa einungis þrír flokkar sem eru skráðir í Kauphöll Íslands. Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út upplýsingar um hvort til standi að halda þessu formi við en ljóst er að áhugi er til staðar en á móti kemur að fjárþörf ríkissjóðs er afar lítil um þessar mundir. Af þeim þremur flokkum spariskírteina sem nú eru skráðir í Kauphöll Íslands eru tveir innan við 500 milljónir króna að nafnvirði en þriðji flokkurinn er rúmlega 25 ma.kr. og er á gjalddaga 2015. Ekki liggur fyrir hvort ríkissjóður hyggst halda verðtryggðum hluta lánasafns síns við. Staða ríkissjóðs hefur verið góð og lántöku- þörf hverfandi en ekki er víst að svo verði alltaf. Ávöxtun íbúðabréfa hefur þokast upp Íbúðabréf eru burðarvirki verðtryggða hluta skuldabréfamarkaðarins og hefur ávöxtun þriggja lengri flokkanna verið á bilinu frá 3,42% til 3,69% frá áramótum. Töluverðar dagsveiflur hafa stundum orðið og hafa þær oft farið saman við breytingar á gjaldeyrismarkaði. Ávöxtun stysta flokksins, þ.e. íbúðabréfa með lokagjalddaga 2014, var lengi vel lægri en hinna flokkanna sem réðst af smæð hans og mikilli ásókn í hann. Ásóknin hefur minnkað og nú er ávöxtun hans hærri en hinna flokkanna eins og sést á mynd 3. Um skeið var vaxtaróf íbúðabréfa óvenjulegt þar sem ávöxtun stysta flokksins, sem er langminnstur, var lægri en hinna, þrátt fyrir að ekki væri viðskiptavakt með þennan eina flokk. Þetta breyttist þó í maí og er nú meira samræmi í vaxtarófinu. Frá marsbyrjun hafa vextir íbúðabréfa heldur þokast upp á við. Tvö útboð hafa farið fram á árinu, hið fyrra 14. mars þegar tekið var 11 ma.kr. og hið síðara 19. maí. Þá var tekið tilboðum að fjárhæð 10 ma.kr. Síðara útboðið var lokað. Íbúðalánasjóður hefur haft úr nokkru lausafé að spila vegna mikilla uppgreiðslna eldri lána á síðasta ári og að hluta á þessu ári. Sjóðurinn hefur m.a. brugðist við með aukaút- drætti húsbréfa, forgreiðslu lána og fleiri aðgerðum. Frá ágúst 2004 til aprílloka 2005 höfðu innlánsstofnanir lánað 200 ma.kr. í nýjum lánum með veði í fasteignum og er ljóst að þó nokkur hluti þeirra hefur farið í uppgreiðslur á eldri og óhagstæðari lánum, fyrst og fremst eldri lánum Íbúðalánasjóðs og forvera hans. Janúar Febrúar Mars Apríl Maí 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 3,7 3,8 % HFF 1509 14 HFF 1502 24 HFF 1504 34 HFF 1506 44 Ávöxtun íbúðabréfa Mynd 3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 4. janúar - 17. maí 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.