Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 47

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 47
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005 P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 47 liði, en útgáfa nýrra atvinnuleyfa jókst um nálega helming á árinu 2004. Nýjum atvinnuleyfum hefur þó ekki fjölgað síðustu 3 mánuði frá sama tíma í fyrra. Aukinn innflutningur vinnuafls skýrist að hluta af starfsmannaþörf til stóriðjuframkvæmda, en hann jókst einnig í öðrum greinum. Mikilvægt að dragi úr verðbólgu svo kjarasamningar haldi Kjarasamningar sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði á fyrri hluta síðasta árs voru í aðalatriðum samhljóða, og samræmast kostn- aðaráhrif þeirra í megindráttum verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Samningarnir eru til fjögurra ára, en reynt getur á uppsagnarákvæði þeirra tvisvar á samningstímabilinu, í lok áranna 2005 og 2006, stand- ist ekki forsendur þeirra um að verðlagsþróun verði í takt við verð- bólgumarkmið Seðlabanka Íslands og kostnaðarhækkanir sem í þeim felast verði almennt stefnumarkandi á vinnumarkaði. Af þessu sést m.a. hversu mikilvægt það er að verðbólga verði sem næst verð- bólgumarkmiðinu þegar líða tekur á árið. Óraunhæft að Seðlabankinn geti stillt af gengið Þegar verðbólgumarkmið var tekið upp var jafnframt horfið frá fast- gengisstefnu og gengi látið fljóta og ráðast á markaði. Reynslan hefur sýnt að með frjálsu flæði fjármagns milli landa er ógerlegt að seðla- banki stýri genginu. Ákvarðanir Seðlabanka Íslands í vaxtamálum hafa vissulega áhrif á nafngengið, en margir aðrir þættir hafa þar einnig áhrif. Það er því með öllu óraunhæft að gera þær kröfur til Seðlabank- ans að hann stilli gengið af með einhverjum hætti og finni rétta blöndu af vöxtum og gengi, hver sem hún er. Til þess þyrfti bankinn að hverfa frá verðbólgumarkmiði eða taka þyrfti upp gjaldeyrishöft sem er auðvitað óraunhæft. Eftir veikingu krónunnar í upphafi síðasta árs var gengi hennar fremur stöðugt uns það styrktist töluvert undir árslok. Eftir áramót hélt það áfram að styrkjast og hefur ekki í mörg ár verið sterkara en það er nú. Seðlabankinn varaði við raungengishækkunum í kjölfar stóriðjuframkvæmda ... Gengi krónunnar hefur mikil áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. Það hefur bein áhrif á verðlag innfluttrar og útfluttrar vöru og þjónustu. Saman- lagt verðmæti út- og innflutnings hefur undanfarin ár numið um 75- 80% af landsframleiðslu. Raungengi má skilgreina sem hlutfallslega þróun verðlags eða launakostnaðar á einingu í heimalandi annars vegar og viðskiptalöndunum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli. Hækkun raungengis krónunnar felur í sér að verðlag eða launakostnaður hér á landi hefur hækkað meira en í viðskipta- löndunum að teknu tilliti til gengisbreytinga. Samkeppnisstaða inn- lendra aðila hefur með öðrum orðum versnað. Þegar ákvörðun var tekin um þær umfangsmiklu stóriðjuframkvæmdir sem nú standa yfir var alveg ljóst að raungengi krónunnar myndi hækka verulega, og hefur Seðlabankinn margoft gert grein fyrir því í ræðu og riti. Raun- gengið myndi einkum hækka vegna hækkunar nafngengis sökum mikils innstreymis fjár frá útlöndum. Tækist ekki að hafa hemil á verð- bólgu myndi raungengi einnig hækka af völdum hennar. Nafngengi1 og raungengi krónunnar 1. ársfj. 1998 - 1. ársfj. 2005 Mynd 3 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 70 80 90 100 110 120 1. ársfj. 1998 = 100 Nafngengi Raungengi miðað við hlutfallslegt neysluverð Raungengi miðað við hlutfallsleg laun 1. Styrking nafngengis krónu (lækkun gengisskráningarvísitölu) er sýnd með hækkandi ferli. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.