Peningamál - 01.06.2005, Síða 50

Peningamál - 01.06.2005, Síða 50
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005 P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 50 atriðum, en hún felur það í sér að mikill vöxtur einkaneyslu og fjár- festingar verði viðvarandi í ár, einkum í atvinnuvegum, m.a. vegna meiri þunga í stóriðjuframkvæmdum á þessu ári en áður var gert ráð fyrir eins og hér hefur verið nefnt. Hins vegar er gert ráð fyrir hóflegri aukningu samneyslu. Hagvöxtur verður 6,4% í ár. Hann verður ívið minni á næsta ári, en einnig dregur úr vexti einkaneyslu og fjárfest- ingar. Framleiðsluspenna eykst talsvert í ár og á næsta ári. Við- skiptahalli nær hámarki í ár, 12% af vergri landsframleiðslu, en minnkar á næsta ári gagnstætt því sem áður hafði verið spáð. Af framansögðu er ljóst að mikil þensla einkennir efnahagslífið í ár og fram á næsta ár. Frekara aðhalds er þörf Samkvæmt þeirri verðbólguspá sem birtist nú í Peningamálum hafa horfur batnað frá síðustu spá, en verðbólgan verður þó áfram yfir settu marki ef litið er tvö ár fram í tímann. Hækkun stýrivaxta og tölu- verð hækkun á gengi krónunnar dregur hvort tveggja úr innlendri eftirspurn og verðhækkun innfluttrar vöru, sérstaklega til skemmri tíma. Verðbólgan verður því nokkru minni á spátímabilinu en búist var við í desember. Eftir eitt ár gerir Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga verði við 2½% markið. Þetta eru betri horfur en blöstu við í desember. Spáð er rúmlega 3% verðbólgu eftir tvö ár, en það er einnig nokkru minna en gert var ráð fyrir í síðustu spá, enda þótt þetta sé áfram yfir markmiðinu. Mikilvægt er að hafa í huga að í spánni er tekið mið af stýri- vöxtum Seðlabankans eins og þeir voru þegar hún var gerð, og jafn- framt er miðað við að gengi krónunnar haldist út spátímabilið álíka sterkt og það er nú. Spáin sýnir hver framvindan gæti orðið ef bank- inn aðhefst ekkert umfram það sem hann hafði gert þegar spáð var. Ljóst er að því lengra sem líður á spátímabilið eykst óvissan um spána. Einkum leikur vafi á um gengið, en raungengið er nálægt sögulegu hámarki eins og ég hef áður getið um. Því eru líkur meiri en ella á því að það gefi eftir og verðbólga aukist. Með hliðsjón af þessari spá ákvað Seðlabankinn þegar Peningamál voru kynnt að hækka vexti um 0,25 prósentur, nokkru minna en markaðsaðilar áttu von á og minna en við síðustu vaxtabreytingar bankans. Stýrivextir bankans eru því nú 9%. Ákvörðun um tiltölulega hóflegt skref nú er m.a. byggð á því að nýlegar vaxtahækkanir bankans og umtalsverð hækk- un á gengi krónunnar hafa aukið aðhald sem á eftir að skila fullum árangri. Frekara aðhalds kann þó að verða þörf á næstu mánuðum. Umræðan um peningastefnuna ber vott um aukinn skilning á lögmálum efnahagslífsins en hún snýst of mikið um skammtímaáhrif hennar Samanburður við síðustu spár og ýmsar líkur benda til þess að síðan í desember hafi vaxtahækkanir Seðlabankans að mestu skilað sér í auknu aðhaldi. Peningastefna Seðlabankans er mjög til umræðu á almennum vettvangi, og er það eðlilegt svo miklir hagsmunir sem eru í húfi. Eðli málsins samkvæmt hef ég fylgst rækilega með umræðum um stjórn peningamála um alllangt skeið og hlýt að viðurkenna að mér finnst umræðan að undanförnu hafa verið mun þroskaðri en áður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.