Peningamál - 01.06.2005, Síða 51

Peningamál - 01.06.2005, Síða 51
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005 P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 51 og bera vott um mjög aukinn skilning á ýmsum lögmálum efnahags- lífsins. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu á aðgerðum Seðla- bankans á aðhaldstímum eins og nú. Bankinn fagnar opinberri um- ræðu og er reiðubúinn til þátttöku í henni. Ég vil nota þennan vett- vang til að gera að umtalsefni örfá atriði sem uppi hafa verið í umræð- unni að undanförnu. Ákvarðarnir í vaxtamálum koma ekki að fullu fram fyrr en eftir 1-2 ár Stundum er því haldið fram að peningastefnan skili ekki árangri vegna mikils innstreymis erlends lánsfjár. Því heyrist og fleygt að peninga- stefna Seðlabankans hafi aðeins áhrif í gegnum gengi krónunnar, en ekki á langtímavexti og síst á verðtryggða vexti. Víst er að aðhalds- söm stefna í peningamálum hefur veruleg áhrif á gengið til hækkunar. Það dregur úr verðbólgu í bráð. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa einnig skjót áhrif á peningamarkaðinn, og aðrir vextir til fárra mánaða eða ára verða fljótlega fyrir áhrifum. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einnig áhrif á langtímavexti, bæði verðtryggða og óverðtryggða. Allar rannsóknir hér á landi sem annars staðar staðfesta það, en þetta tekur langan tíma, og þess vegna verður peningastefnan að vera framsýn. Ákvarðanir í vaxtamálum sem teknar eru nú koma ekki að fullu fram í langtímavöxtum fyrr en eftir 1-2 ár. Umræðan snýst einatt of mikið um skammtímaáhrif stefnunnar í peningamálum. Hér þarf að líta fram á veg og hafa í huga þau áhrif sem koma ekki fram fyrr en eftir nokkur misseri. Það er eindregin skoðun Seðlabankans að vaxta- breytingar á Íslandi hafi sömu áhrif að lokum og vaxtabreytingar í öðrum löndum, með öðrum orðum að hin almennu efnahagslögmál gildi jafnt hér sem annars staðar. Breyting á bindiskyldu ógagnsæ aðgerð og getur komið misjafnlega niður á lánastofnunum Þegar aðhaldssöm peningastefna er farin að segja til sín og koma niður á tilteknum atvinnugreinum er eðlilegt að spurt sé hvort ekki megi finna aðrar leiðir og mildari sem komi helst ekki við neinn. Í leit að slíkum leiðum hefur t.d. verið nefnt að æskilegra væri að beita bindiskyldu en vöxtum eða breyta grunni neysluverðsvísitölu, t.d. með því að taka þar húsnæðiskostnað út, enda væri þá verðbólga um þessar mundir innan verðbólgumarkmiðs. Seðlabankinn hefur gert grein fyrir afstöðu sinni til þessa hvors tveggja. Að því er bindiskyld- una snertir hefur bankinn bent á að öflugar innlendar fjármálastofn- anir hafi ýmsar leiðir til að komast hjá áhrifum aukinnar bindiskyldu. Hún muni því koma mjög misjafnt niður á einstökum lánastofnunum og myndi vafalaust koma mjög hart niður á sparisjóðum sem hafa ekki sömu tök á að víkja sér undan áhrifum bindiskyldunnar og við- skiptabankarnir. Alþjóðleg reynsla sýnir einnig að afar erfitt er að sjá fyrir áhrif breyttrar bindiskyldu. Afleiðingarnar geta orðið afdrifaríkar fyrir einstakar stofnanir. Þetta er meginástæða þess að helstu seðla- bankar heims nota ekki lengur breytta bindiskyldu sem stjórntæki. Hins vegar er ljóst að áhrif á vexti og gengi yrðu í stórum dráttum hin sömu og af hækkun stýrivaxta þótt miðlunarferlið kunni að verða með öðrum hætti og koma misjafnlega niður á einstökum greinum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.