Peningamál - 01.06.2005, Side 55

Peningamál - 01.06.2005, Side 55
Íbúðalánasjóður hefur veitt mest lán til íbúðakaupa og tók við af Hús- næðisstofnun ríkisins. Aðrir helstu lánveitendur á þessum vettvangi voru lífeyrissjóðir og innlánsstofnanir. Hámark lána Íbúðalánasjóðs hefur lengst af verið 60-70% af fasteignamatsverði íbúðar og einnig voru efri mörk á lánsfjárhæð. Lífeyrissjóðir hafa álíka strangar reglur um veðhæfni þannig að ekki hefur verið hægt að fá það sem vantaði upp á að lán Húsnæðisstofnunar dygði fyrir húsverði að láni hjá þeim nema með öðru veði. Mikil breyting varð á húsnæðislánamarkaði síðari hluta ársins 2004. Bankarnir tóku að bjóða húsnæðislán til langs tíma og lána nú allt upp í 100% af kaupverði. Íbúðalánasjóður hækkaði lánshlutfall upp í 90% af kaupverði. Flest íslensku húsnæðislánin eru jafngreiðslu- lán, verðtryggð með vísitölu neysluverðs. Hver greiðsla skiptist í vexti frá næsta gjalddaga á undan og afborgun. Hlutfall vaxta af greiðsl- unni er því hæst framan af lánstímanum en lækkar síðan eftir því sem eftirstöðvarnar lækka. Lítils háttar munur er á skilyrðum lánastofn- ana.2 Allar bjóða lán til allt að 40 ára með 4,15% vöxtum og verð- tryggingu. Þær sem gefa möguleika á að fara með lánin alveg upp í 100% af kaupverði hafa ýmis strangari skilyrði fyrir hæstu lánum og verður hér látið duga að miða við lánshlutfallið 90% af kaupverði. Með 4,15% raunvöxtum og 40 ára lánstíma verður samanlagt raun- gildi vaxta og afborgana rúmlega tvöfalt hærra en upphaflegt lán. Húsnæðislán erlendis Húsnæðislánamarkaður hérlendis er talsvert frábrugðinn því sem tíðk- ast í flestum löndum þar sem fólk býr við svipaðan efnahag. Vextir á Íslandi eru hærri, lánstími lengri og lánin eru verðtryggð. Vegna óvissu um verðlagsþróun áratugi fram í tímann er varla hægt að semja um viðunandi lánstíma til húsnæðiskaupa fyrir launafólk þannig að lán- takandi og lánveitandi geti gert sér sæmilega grein fyrir raunvirði end- urgreiðslunnar nema með verðtryggingu, eða breytilegum vöxtum í einhverju formi og er það venjan í OECD-löndum. Algengur lánstími er þar 15-30 ár.3 Í evrulöndum voru meðalvextir húsnæðislána með fasta vexti fyrstu 5-10 árin tæplega 5% á ári árið 2004 (European Guðmundur Guðmundsson1 Áhætta við hærri veðsetningu íbúðarhúsnæðis Talsverðar breytingar hafa orðið á húsnæðislánum upp á síðkastið. Lánin hafa hækkað, vextir lækkað og bank- arnir veita svipuð lán og Íbúðalánasjóður. Hér verður fjallað um afleiðingar breytinganna fyrir hag lántakenda og innlánsstofnana og áhrif á fjármálastöðugleika. 1. Guðmundur er tölfræðingur og starfar við Hafrannsóknastofnun og hagfræðisvið Seðla- bankans. 2. Sbr. viðauka 4 í greininni Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum í Peningamálum, 1. hefti 2005. 3. Catte o.fl. (2004) sýna algengan lánstíma í 20 OECD-löndum í töflu 3. Ísland er ekki með í þessu yfirliti.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.