Peningamál - 01.06.2005, Page 58

Peningamál - 01.06.2005, Page 58
P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 58 hlutfallið milli eftirstöðva láns og verðmætis húsnæðis hraðar en hér vegna þess að lánstíminn er styttri og verðbólga rýrir verðmæti lánsins þar sem það er óverðtryggt. Skuldabyrði lántakenda Enda þótt eiginleg húsnæðislán að verðmæti 90% af kaupverði séu nýmæli er ekki nýtt að sumir húskaupendur skuldi svo hátt hlutfall af verðmæti húsnæðisins. Það hefur sjálfsagt verið nokkuð algengt að þeir sem voru að kaupa sitt fyrsta húsnæði hafi ekki átt eignir til að greiða það sem vantaði á að húsnæðislán Íbúðalánasjóðs dygðu fyrir kaupunum. (Með hliðsjón af ferlunum á mynd 2 má reyndar ætla að svipað geti hafa átt við um suma sem skipta um húsnæði eftir 5-10 ár.) Bilið hefur verið brúað með lánum með veði í öðrum eignum eða ábyrgðum vina og vandamanna. Að jafnaði hafa vextir á þessum lánum verið hærri og lánstími styttri en á lánum Íbúðalánasjóðs. Með því að flytja þau að mestu yfir í sama form og opinberu húsnæðislánin lækkar greiðslubyrðin. Möguleikinn að taka lán fyrir 90-100% af kaupverði húsnæðis leiðir þó væntanlega til þess að meira verður um húsnæði þar sem áhvílandi lán eru svipuð, og stundum hærri, en söluverðmæti. Greiðari aðgangur að lánsfé mun stuðla að því að fólk ráðist fyrr í húsakaup og kaupi dýrara húsnæði. Þarna vegast þættir sem ættu að draga úr greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðislána á við aðra sem stuðla að þeim. Um stærð þeirra áhrifa sem hér hafa verið rakin er lítið vitað og ekki tiltæk gögn sem dygðu til að meta þau. Þó að verðmæti íbúðar lækki niður fyrir áhvílandi skuldir um nokkurt skeið verður engin kollsteypa á högum eiganda sem ætlar sér að eiga húsnæðið áfram og hefur efni á að standa í skilum með af- borganirnar. Hann getur þó ekki tekið lán með veði í húseigninni. Hins vegar munar talsverðu á stöðu lántakanda sem lendir í greiðsluvand- ræðum og skuldar meira en andvirði húseignarinnar, hvort veð skuld- arinnar séu öll á húseigninni eða hluti þeirra með öðrum tryggingum. Ef veð sem hvíla á húseign eru lægri en söluverð hennar getur eig- andinn selt hana og flutt í leiguhúsnæði eða keypt ódýrara húsnæði og losað þannig fé til að leysa úr sínum greiðsluerfiðleikum. Sam- kvæmt reynslunni sem mynd 1 lýsir hefðu svona ráðstafanir oft dugað til að brúa bilið yfir í næsta uppgangstímabil. Sá sem lendir í greiðslu- erfiðleikum og ræður ekki yfir húsnæði sem er verðmeira en áhvílandi skuldir á ekki kost á þessum úrræðum. Það torveldar líka búferla- flutninga, og þar með atvinnuleit launþega, ef húsnæði er óseljanlegt vegna veðsetningar. Áhætta lánveitenda Rannsóknir Hagfræðistofnunar Háskólans (2003) og Seðlabanka Íslands (2004) sýna að sterkt samband ríkir milli almennrar launaþró- unar og húsnæðisverðs. Það er því líklegt að hlutfallslega margir lendi í erfiðleikum með að greiða af sínum skuldum á sama tíma og raun- virði húsnæðis fer lækkandi. Það er áhugavert að gera sér grein fyrir hvaða áhrif 90% veðsetning húseigna hafi á hag bankanna við slíkar kringumstæður. Hér eru miklar breytingar að verða á lánamarkaði aðrar en hækkun veðsetningarhlutfalls húsnæðis. Skuldir heimila voru mjög ÁHÆTTA V IÐ HÆRR I VEÐSETN INGU ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.