Peningamál - 01.06.2005, Side 62

Peningamál - 01.06.2005, Side 62
• Innstæðubréf eru veitt til 90 daga, að ósk lánastofnana. Þau eru ekki skráð en þó hæf í endurhverfum viðskiptum. Hlutverk þeirra er að setja gólf undir ávöxtun þriggja mánaða vaxta á peninga- markaði. • Bindiskylda er lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar fjárlögum í rekstri sínum. Hún miðast við bindigrunn sem er innstæður, útgefin skuldabréf og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir þann hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja ára eða skemur. Bindi- tímabil telst frá 21. degi hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar og skal innstæða á bindireikningi ná tilskildu hlutfalli af meðaltali tveggja síðustu binditímabila. Markaðsaðgerðir: • Endurhverf viðskipti eru helsta stjórntæki Seðlabankans. Vikulega eru haldin uppboð á 7 daga samningum. Lánastofnanir þurfa að leggja fram hæf verðbréf, þ.e.a.s. ríkistryggð bréf með virkri við- skiptavakt í Kauphöll Íslands. Uppboðin geta verið ýmist fastverðs- uppboð eða uppboð þar sem heildarfjárhæð framboðinna samn- inga er tilkynnt. Fastverðsuppboð hafa verið reglan til þessa. • Innstæðubréf til 7 daga eru boðin upp vikulega. Hlutverk þeirra er að mynda mótvægi við tímabundna lausafjárgnótt. Uppboðsað- ferð er svokölluð „hollensk aðferð“ (sbr. reglur um viðskipti við bindiskyldar lánastofnanir). • Viðskipti á verðbréfamarkaði takmarkast við ríkistryggð verðbréf. • Inngripum á gjaldeyrismarkaði er einungis beitt telji Seðlabankinn það nauðsynlegt til þess að stuðla að verðbólgumarkmiði sínu eða ef hann telur að gengissveiflur geti ógnað stöðugleika fjármála- kerfisins. P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 62 PENINGASTEFNAN OG ST JORNTÆKI HENNAR

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.