Peningamál - 01.11.2007, Side 3

Peningamál - 01.11.2007, Side 3
Stefnuyfirlýsing bankastjórnar Seðlabanka Íslands Frekara aðhalds er þörf Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,45 prósentur í 13,75%. Verðbólga hefur aukist á ný að undanförnu og horfur á að hún verði meiri á þessu ári og því næsta en fólst í fyrri spám. Stýrivextirnir sem byggt var á við spágerð bankans í júlí sl. duga ekki til að vinna nógu hratt bug á verðbólgu og draga úr verðbólguvæntingum. Í verðbólguspá sem kynnt er nú í Peninga málum næst verðbólgumarkmiðið innan ásættanlegs tíma, þ.e. á þriðja árs- fjórðungi 2009. Grunnspáin felur í sér hækkun á vöxtum nú um 0,2 prósentur og í desember n.k. um 0,25 prósentur en þeir verði síðan óbreyttir fram yfi r mitt næsta ár. Eftir það lækka þeir fremur hratt og verða komnir niður undir 4% árið 2009. Um stýrivaxtaferilinn gildir sem fyrr að hann felur ekki í sér yfi rlýsingu eða fyrirheit banka stjórnar. Ákvörðun bankastjórnar um að hækka vexti nú þegar um 0,45 prósentur sýnir einbeittan vilja um aðhald. Hún breytir ekki vaxtaferli grunnspárinnar að öðru leyti en því að vaxtahækkunin kemur til fram- kvæmda í einum áfanga í stað tveggja. Vísbendingar sem birst hafa frá útgáfu síðustu Peningamála og einkum eftir vaxtaákvörðun bankastjórnar 6. september sl. sýna að eftirspurn hefur vaxið hraðar en búist var við í júlí. Einnig er fram komið að hagvöxtur var meiri á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einkaneysla jókst á öðrum fjórðungi þessa árs og vísbendingar eru um enn hraðari vöxt hennar á hinum þriðja. Fjármunamyndun hefur verið meiri í fyrra og í ár en áður var talið. Fjárfesting hins opinbera hefur vaxið stórlega, þvert á fyrirheit og væntingar. Langvarandi umframeftir- spurn hefur valdið viðvarandi vinnuafl sskorti og launaskriði auk þess sem launakostnaður á framleidda einingu virðist hafa hækkað meira í fyrra en áður var talið. Á þessu ári og hinu síðasta hafa ráðstöfunar- tekjur vaxið óvenju hratt, með launahækkunum og skattalækkunum. Fasteignaverð hækkar ört sem skýrir að töluverðu leyti vaxandi verð- bólgu að undanförnu. Vextir Íbúðalánasjóðs fylgja ekki að fullu vaxta- breytingum á markaði og stuðlar það að meiri hækkun fasteignaverðs en ella. Gengi krónunnar veldur sem fyrr óvissu um verðbólguhorfur til næstu ára. Hátt raungengi og horfur á áframhaldandi skuldasöfnun þjóðarbúsins veikja undirstöður krónunnar. Gengi hennar gæti lækk- að verulega ef aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum versna að ráði. Mikil óvissa ríkir um framvindu kjaramála. Vinnumarkaður er enn mjög spenntur og verðbólga er meiri en spáð var í júlí sem fyrr segir. Hvort tveggja ýtir undir að laun hækki meira en samrýmist stöðugu verðlagi. Þessir og aðrir óvissuþættir auka líkur á að verðbólga verði meiri en grunnspáin sýnir. Meiri hækkun launa og lækkun gengis en felst í henni myndi leiða til meiri samdráttar eftirspurnar og atvinnu en ella, þótt síðar yrði.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.