Peningamál - 01.11.2007, Page 4

Peningamál - 01.11.2007, Page 4
INNGANGUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 4 Þegar líður á spátímabilið gætu þættir sem unnið hafa gegn hjöðn- un verðbólgu breyst. Skilyrði hafa versnað á erlendum fjármálamörkuð- um og hærri vextir fasteignaveðlána gætu kælt fasteignamarkaðinn eins og þegar hefur gerst víða erlendis. Gert er ráð fyrir slíkri þróun í grunnspánni, en samdrátturinn gæti orðið meiri en þar er byggt á þótt merki þess séu enn ekki fram komin. Mikil verðbólga og viðskiptahalli sýna að eftirspurn þarf að drag- ast saman eigi jafnvægi að nást í þjóðarbúskapnum. Frestun á slíkri að- lögun mildar ekki áhrifi n til lengdar. Ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú endurspeglar þá afstöðu bankastjórnar að langtímahagsmunum þjóðarinnar sé best borgið með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð innan viðunandi tíma. Að öðru óbreyttu næst það ekki nema með því aukna aðhaldi sem hækkun vaxta nú felur í sér. Án þess stranga peningalega aðhalds sem veitt hefur verið væri verðbólga mun meiri en þó er, með alkunnum afl eiðingum fyrir af- komu og efnahag fyrirtækja og heimila. Því verður að brjótast út úr þeim verðbólguviðjum sem þjóðarbúskapurinn hefur verið fl æktur í. Það gerist ekki átakalaust. Slakara aðhald nú myndi aðeins leiða til þrálátari verðbólgu og sársaukafyllri aðlögunar síðar. Öllum má vera ljóst að því minna sem aðhaldið er á öðrum sviðum efnahagslífsins, í fjármálum ríkis og sveitarfélaga, á vinnumarkaði og í útlánum fjármála- fyrirtækja, því meira er lagt á stefnuna í peningamálum. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um vexti verður tilkynnt fi mmtudaginn 20. desember 2007.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.