Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 5
I Verðbólguhorfur og stefnan í peningamálum Verðbólga á ný meira en 1½ prósentu yfir verðbólgumarkmiði Hjöðnun verðbólgunnar hefur verið hægari en Seðlabankinn spáði í júlíbyrjun. Í Peningamálum sem þá komu út var spáð hjaðnandi verðbólgu á komandi ársfjórðungum; 3,7% á þriðja fjórðungi árs- ins og 3,6% á hinum fjórða. Verðbólga hjaðnaði jafnt og þétt frá febrúarmánuði til ágústbyrjunar og í júlí var hún undir 4%. Hún fór yfir 4% á ný í september, þ.e. 1½ prósentu yfir verðbólgumarkmiðið, og í byrjun októbermánaðar mældist hún 4,5%. Þegar verðbólga víkur meira en 1½ prósentu frá markmiði ber Seðlabankanum, í samræmi við yfirlýsingu hans og ríkisstjórnar Íslands frá árinu 2001, að senda ríkisstjórninni greinargerð og birta hana opinberlega (sjá rammagrein I-1). Í frétt bankans frá 18. september sl. sagði að með birtingu stýri- vaxtaspár, sem hófst í mars 2007, svari bankinn í reynd í hverju hefti Peningamála þeim spurningum sem kveðið er á um í yfirlýsingunni. Það er einnig gert í þessu hefti. Verðbólga hefur verið yfir verðbólgumarkmiðinu samfellt frá maí- mánuði árið 2004 og meira en 1½ prósentu yfir því samfleytt frá sept- embermánuði árið 2005 þar til í júlí í ár. Án lækkunar óbeinna skatta í mars sl. hefði verðbólgan ekki farið niður fyrir 4% í júlí og ágúst. Frá því að Seðlabankanum var sett verðbólgumarkmið árið 2001 hefur verðbólgan að meðaltali verið 4,7%. Það er að mati bankans ekki 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 30. október 2007, en spár byggjast á upp lýsingum til 15. október. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Eftirspurn vex hraðar en áður var talið en fjármála skilyrði hafa versnað Vöxtur eftirspurnar jókst á ný um miðbik þessa árs og verðbólga í kjölfarið. Þá jókst eftirspurn meira í fyrra en talið var í fyrri áætlunum. Það sama á við um hækkun launakostnaðar. Þótt drægi úr fjárfestingu í ál- og orkuverum hefur önnur fjárfesting að miklu leyti fyllt í skarðið. Einkaneysla hefur einnig sótt í sig veðrið á ný í kjölfar gríðarlegs vaxtar ráðstöfunartekna í fyrra og fram á þetta ár. Spenna á vinnumarkaði hefur aukist enn frekar í aðdraganda kjarasamninga og fyrirtæki virðast áforma að velta auknum launakostnaði og hækkun aðfangaverðs út í verðlag. Verðbólguþróunin á næstu misserum mun því verða óhagstæðari en Seðlabankinn spáði í byrjun júlí og verðbólguhorfur hafa versnað að óbreyttum stýrivöxtum. Á móti kemur að vaxtaálag á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur hækkað. Ásamt aðhaldssamri peningastefnu hefur það stuðlað að hækkun innlendra vaxta. Alþjóðleg húsnæðisverðbólga er í rénun og verðlag húsnæðis tekið að lækka í Bandaríkjunum og víðar. Líklega er aðeins spurning um hvenær slík þróun hefst hér á landi. Til þessa hafa ört vaxandi ráðstöfunartekjur ásamt tregbreytanlegum vöxtum Íbúðalánasjóðs og auknu lánsfjárframboði haldið eftirspurn og þar með húsnæðisverðbólgu uppi. Ráðstöfunartekjur eru nú orðnar meiri en framleiðslugeta leyfir. Kaupmáttur þeirra getur því vart haldið áfram að aukast og mun að öllum líkindum þurfa að dragast saman um sinn. Hvenær það gerist eða með hvaða hætti er hins vegar háð mikilli óvissu. Traustar vísbendingar hafa ekki komið fram um að slík aðlögun sé hafin. Samkvæmt grunnspánni er hægt að ná verðbólgumarkmiðinu upp úr miðju ári 2009 að því gefnu að stýrivextir verði nokkru hærri á tímabilinu en áður var gert ráð fyrir. Það gerist ekki án nokkurs samdráttar kaupmáttar ráðstöfunartekna og innlendrar eftirspurnar. Vísitala neysluverðs Mynd I-1 Verðbólga á ýmsa mælikvarða janúar 2004 - október 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting (%) Vísitala án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta Kjarnavísitala 2 án skattaáhrifa 0 2 4 6 8 10 2007200620052004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.