Peningamál - 01.11.2007, Síða 6

Peningamál - 01.11.2007, Síða 6
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 6 viðunandi árangur. Því er ærið tilefni til þess að skoða gaumgæfilega ástæður þess hve erfiðlega hefur gengið að ná verðbólgumarkmið- inu. Það verður ekki gert svo að vel sé í stuttu máli, en vert er að halda til haga nokkrum þáttum sem gagnrýnendur peningastefnu Seðlabankans hafa ekki tekið nægilegt tillit til í mati sínu á áhrifamætti hennar. Í fyrsta lagi hafa gríðarlegir eftirspurnarhnykkir skollið á þjóðar- búinu á undanförnum árum: stórframkvæmdir sem varla eiga sér hliðstæðu í efnahagssögunni, umbylting fjármálakerfisins og verulegar skatta lækkanir. Í öðru lagi hafa alþjóðlegir vextir verið óvenju lágir og torveldað pen ingalegt aðhald. Í þriðja lagi hafa verið hnökrar á fram- kvæmd og miðlun peningastefnunnar sem hafa tafið fyrir viðbrögðum og miðlun stýrivaxtabreytinga. Fyrstu tvö atriðin eru utan áhrifasviðs Seðlabankans þótt honum beri með peningastefnunni að koma í veg fyrir verðbólguáhrif þeirra, en hið þriðja varðar að nokkru leyti ákvarð- anir bankans sjálfs. Sumu hefur þegar verið brugðist við, svo sem með úrbótum á sviði spágerðar og með meira gagnsæi í framsetningu pen- ingastefnunnar, t.d. með birtingu eigin stýrivaxta ferils. Ástæða er til Í yfi rlýsingu ríkisstjórnar Íslands og Seðlabanka Íslands frá 27. mars árið 2001 segir: „Seðlabankinn mun stefna að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%. Víki verðbólga meira en ±1½% frá settu marki ber bankanum að ná verðbólgu svo fl jótt sem auðið er inn fyrir þau mörk að nýju. Jafnframt ber bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar þar sem fram kemur hver ástæða frávikanna er, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur það taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju. Greinargerð bankans verður birt opin berlega.“ Þau mörk sem kveðið er á um í yfi rlýsingunni hafa stundum verið kölluð „þolmörk“. Það er að því leyti óheppileg nafngift að hún getur ýtt undir þann misskilning að verðbólga allt að 4% teljist ásættanleg verðbólga. Það er ekki rétt. Verðbólgumarkmiðið er 2½%, hvorki meira né minna. Megintilgangur ákvæðisins um 1½ prósentu frávik er að stuðla að gagnsæi við framkvæmd peningastefn unnar. Árið 2001 var Seðlabanka Íslands, eins og seðlabönkum margra landa heims sl. tvo áratugi, falið vald til þess að beita stýrivöxtum sínum til þess að ná opinberlega skilgreindu markmiði um stöðugt verðlag. Eðlilegt er að slíku framsali valds fylgi krafa um reikningsskil gerða sjálfstæðs seðlabanka. Seðlabanki Íslands mætir þeirri kröfu fyrst og fremst með útgáfu ritsins Peningamál, sem kemur út þrisvar á ári. Þegar verðbólgumarkmiðið var ákveðið var talið að unnt yrði að halda verðbólgu að jafnaði innan 1½ prósentu fráviks frá verðbólgu- markmiðinu. Meira frávik mætti að jafnaði rekja til tímabundinna ytri þátta eða mistaka við framkvæmd peningastefnunnar. Eðlilegt er að Seðlabankinn geri grein fyrir slíkum frávikum sérstaklega. Frá birtingu yfi rlýsingarinnar árið 2001 hefur orðið grundvallarbreyting á því með hvaða hætti Seðlabankinn gerir grein fyrir mati sínu á verðbólguhorfum. Í stað þess að birta spár til tveggja ára þar sem gengið er út frá óbreyttum stýrivöxtum eða væntingum markaðarins um þá er í Peningamálum birtur stýrivaxtaferill sem að mati sérfræð- inga bankans er best fallinn til að ná verðbólgumarkmiðinu á þriggja ára spátímabili. Stýrivaxtaferillinn og yfi rlýsing bankastjórnar til sam- ans fela í sér lýsingu á því hvernig Seðlabankinn hyggst ná verðbólgu- markmiðinu á næstu þremur árum, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja. Því má segja að í hverju hefti Peningamála séu þær kröfur um gagnsæi sem gerðar eru í yfi rlýsingunni uppfylltar. Rammagrein I-1 Verðbólga umfram þolmörk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.