Peningamál - 01.11.2007, Side 9

Peningamál - 01.11.2007, Side 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 9 Með aðhaldssamari peningastefnu má ná verðbólgumarkmiðinu árið 2009 Til að ná verðbólgumarkmiðinu innan ásættanlegs tíma lítur út fyrir að aðhald í peningamálum þurfi að vera meira en fólst í júlíspánni. Í grunnspánni sem hér fer á eftir (sjá mynd I-7a) er sýndur stýrivaxtafer- ill sem að mati sérfræðinga Seðlabankans nægir til þess að verðbólgu- markmiðinu verði náð á þriðja ársfjórðungi 2009 og að verðbólga haldist í grennd við það til loka spátímabilsins (sjá mynd I-7d), miðað við upplýsingar sem nú liggja fyrir. Samkvæmt spánni verða stýrivextir ávallt innan þess bils sem taldar voru helmingslíkur á að þeir yrðu í júlí sl. Til þess að ná markmiðinu upp úr miðju ári 2009 þarf að hækka stýrivexti nokkuð enn og lækkunarferlið tefst til þriðja fjórðungs næsta árs. Hámarki samkvæmt spánni næðu stýrivextirnir í 13,75% á fyrri hluta næsta árs. Hærri stýrivextir munu ekki hafa mikil áhrif á þessu ári og samdráttur þjóðarútgjalda á næsta ári verður minni en gert var ráð fyrir í júlíspánni. Hins vegar er búist við að bæði þjóðarútgjöld og landsframleiðsla dragist meira saman árið 2009 en áður var búist við. Atvinnuleysi á því ári verður þó svipað. Árið 2010 tekur hagvöxtur hins vegar við sér á ný, studdur lágum stýrivöxtum og með verðbólgu við markmið. Mynd I-7 Grunnspá í Peningamálum 2007/3 Spátímabil 4. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2010 Mynd I-7a Stýrivextir Mynd I-7b Gengisvísitala 31/12 1991 = 100 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Mynd I-7c Framleiðsluspenna Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd I-7d Verðbólga 12 mánaða hækkun VNV (%) VerðbólgumarkmiðFramleiðsluspenna Stýrivextir Gengisvísitala Verðbólga % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 2006 2007 2008 2009 2010 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2006 2007 2008 2009 2010 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 2010

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.