Peningamál - 01.11.2007, Side 11

Peningamál - 01.11.2007, Side 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 11 tímann liggja mun nær skilaboðum Seðlabankans sjálfs en áður. Ekki er þó hægt að útiloka að þróunin endurspegli að nokkru leyti hækkun áhættuálags á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Alþjóðleg „smitun“ vaxtabreytinga er umtalsverð (sjá ramma- grein III-1). Þetta, ásamt því að illa hefur gengið að ráða niðurlögum verðbólgunnar á Íslandi, hefur orðið sumum tilefni til að álykta að peningastefnan sé með öllu áhrifalaus. Þróunin að undanförnu styður ekki þessa skoðun. Hins vegar er augljóst að mikil vaxtabreyting kann að vera nauðsynleg til þess að ná fram tilætluðum áhrifum þegar aðstæður í þjóðarbúskapnum eru á skjön við það sem gengur og gerist í öðrum löndum. Því fylgja margvíslegar aukaverkanir, meðal annars sveiflur í gengi krónunnar. Engin einföld lausn er á þessum vanda. En mikilvægt er að forð- ast að skapa aðstæður sem krefjast mjög mikils peningalegs aðhalds. Með því að efna ekki til margra eftir spurnarörvandi aðgerða í einu má draga verulega úr hættu á því að óhóflegt álag á peningastefn- una leiði til óstöðugleika og óhjákvæmilegrar aðlögunar með sam- drætti síðar. Æskilegt er að hið opinbera sýni sveigjanleika þegar kemur að því að tímasetja opinberar framkvæmdir og komi ekki í veg fyrir nauðsynlega kólnun í þjóðarbúskapnum þegar þess gerist þörf. Mótvægisaðgerðir sem áður voru taldar heppilegar á þessu ári vegna minni stórfjárfestinga reyndust ónauðsynlegar og ekki fyrirsjáanlegt að þörf skapist fyrir þær á næstu misserum. Aðgerðir til þess að liðka fyrir miðlun peningastefnunnar væru einnig mjög æskilegar, t.d. með markvissari skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs í því skyni að skapa virkan skuldabréfamarkað og greiðari farveg fyrir miðlun peningastefnunnar en nú er fyrir hendi. Standa þarf vörð um sjálfstæði Seðlabankans Að undanförnu hafa komið fram kröfur um að sjálfstæði Seðlabanka Íslands verði takmarkað að einhverju leyti. Efni þessarar gagnrýni og þær aðstæður sem hún kemur fram við undirstrika hins vegar þörfina fyrir hið gagnstæða. Alþjóðleg reynsla verðbólguáranna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar leiddi til þeirrar niðurstöðu að stjórn pen- ingamála væri best komið í höndum sjálfstæðs seðlabanka er hefði stöðugt verðlag að leiðarljósi. Að auka áhrif hagsmunaafla á peninga- stefnuna væri afturhvarf til þess tíma þegar verðbólga lék lausum hala. Fótunum yrði kippt undan margvíslegum framförum við framkvæmd peningastefnunnar á undanförnum árum áður en árangur umbóta skilar sér að fullu. Ótímabær slökun peningalegs aðhalds dregur ekki úr erfiðleikum sem óhjákvæmilegt er að fylgi í kjölfar ofþensluskeiðs. Í mesta lagi frestar slík stefna aðlögun um stund, en gerir hana líklega um leið kostnaðarsamari og sársaukafyllri þegar upp er staðið. Einmitt vegna þeirrar freistingar að taka skammtímahagsmuni fram yfir lang- tímaávinning er mikilvægt að Seðlabankinn haldi sjálfstæði sínu og sé vel varinn fyrir ágangi hagsmunaafla. Stýrivextir (v. ás) Mynd I-11 Stýrivextir, vextir íbúðabréfa og meðalvextir verðtryggðra útlána Vikulegar tölur 5. janúar 2001- 26. október 2007 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Verðtryggð útlán banka og sparisjóða (v. ás) HFF150644 (h. ás) HFF150914 (h. ás) 4 6 8 10 12 14 3 4 5 6 7 8 2007200620052004200320022001 % Tafla I-1 Útgáfudagar Peningamála og vaxtaákvörðunardagar 2007-2008 Vikur frá Dagsetning síðasta vaxta- vaxtaákvörðunar Greinargerð ákvörðunardegi 20. desember 2007 Fréttatilkynning 7 14. febrúar 2008 Fréttatilkynning 8 10. apríl 2008 PM 2008/1 7 22. maí 2008 Fréttatilkynning 6 3. júlí 2008 PM 2008/2 6 11. september 2008 Fréttatilkynning 10 6. nóvember 2008 PM 2008/3 8

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.