Peningamál - 01.11.2007, Page 14

Peningamál - 01.11.2007, Page 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 14 II Ytri skilyrði og útflutningur Óvissa um framvindu ytri skilyrða íslenska þjóðarbúsins hefur aukist frá útgáfu Peningamála í byrjun júlí. Ýmislegt bendir til þess að áhrif undirmálslána (e. subprime loans) og samdráttar á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum verði töluvert meiri en áður var talið. Fyrstu áhrifin hafa verið að draga úr hagvexti í Bandaríkjunum, en það hefur að öðru jöfnu samdráttaráhrif á hagvöxt í heiminum. Óvissan sem und- irmálslánin hafa valdið mun einnig hafa bein áhrif í Evrópu m.a. vegna þess að fjármálafyrirtæki í Evrópu og víðar hafa keypt töluvert af þess- um kröfum. Þessi þróun hefur leitt til þess að áhættuálag hefur hækk- að og lausafjárskorts gætt á millibankamarkaði. Fjármálaleg skilyrði hafa því versnað á heimsvísu. Endurmat á áhættu skapar óvissu um framhald vaxtamunarviðskipta sem gæti haft áhrif á gengi hávaxta- gjaldmiðla, eins og íslensku krónunnar. Hún hefur þó verið afar sterk að undanförnu. Mikil óvissa um hagvöxt í heiminum á næsta ári Síðustu ár hafa ytri skilyrði íslenska þjóðarbúsins verið að mestu leyti hagstæð og skapað ákjósanleg skilyrði fyrir öflugan hagvöxt hér á landi. Hagvöxtur í heiminum hefur um langt skeið verið meiri en sem nemur langtímameðalvexti heimsframleiðslunnar. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var vöxtur heimsframleiðslunnar á árunum 2004-2007 að meðaltali um 5,2%. Á sama tíma var verðbólga í helstu iðnríkjum heimsins lág og stöðug. Viðlíka hagvaxtarskeið ásamt lágri og stöðugri verðbólgu er einstakt í hagsögu undanfarinna áratuga (sjá mynd II-1). Bandaríkin drógu vagninn framan af núverandi hagvaxtarskeiði. Á síðustu misserum hefur hagvöxtur í heiminum hins vegar verið drif- inn áfram í auknum mæli af nýmarkaðsríkjum Asíu. Erlendar hagspár benda til þess að framlag Kína eins og sér til hagvaxtar í heiminum vegi þyngra í ár en framlag Bandaríkjanna. Eftir slakan hagvöxt í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi jókst hagvöxtur á öðrum fjórð- ungi ársins þrátt fyrir að dregið hafi úr vexti einkaneyslu og íbúða- fjárfesting dróst umtalsvert saman. Vöxturinn var einkum drifinn af aukningu útflutnings, samdrætti innflutnings, aukningu samneyslu, breytingum á birgðastöðu og annarri fasteignafjárfestingu en íbúða- fjárfestingu. Líklegt má telja að samdráttur á fasteignamarkaði hafi neikvæð áhrif á vöxt einkaneyslu á komandi mánuðum. Þrengingar á fjármálamörkuðum ásamt áframhaldandi sam drætti í íbúðafjárfestingu leiða að öllum líkindum til minni hagvaxtar á seinni hluta ársins. Öfugt við þróun mála í Bandaríkjunum dró úr hagvexti á evru- svæðinu á öðrum ársfjórðungi eftir mikinn vöxt á fyrsta fjórðungi ársins. Reiknað er með að hagvöxtur verði nokkru hægari vegna óróans á fjármálamörkuðum og minni hagvaxtar í Bandaríkjunum. Hagvöxtur í Bretlandi var stöðugur á fyrri helmingi ársins og ríflega ½ prósentu meiri en á fyrri helmingi ársins 2006. Í Noregi (án olíugeira) og í Svíþjóð jókst hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi en dróst hins vegar saman í Danmörku og Finnlandi. Eftir sem áður var hagvöxtur þar einna mestur meðal evrulandanna. 1. Hagvaxtartölur fyrir 2007 - 2008 eru spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá júlí 2007. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Reuters EcoWin. Mynd II-1 Alþjóðleg hagþróun 1970-20081 Heimsframleiðsla og verðbólga í OECD-ríkjunum Br. frá fyrra ári (%) Br. frá fyrra ári (%) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 0 2 4 6 8 10 12 14 16 20052000199519901985198019751970 Heimsframleiðsla (v. ás) Verðbólga í OECD löndum (h. ás) Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-2 Alþjóðlegur hagvöxtur Magnbreyting vergrar landsframleiðslu 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2007 Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Bandaríkin Japan Bretland Evrusvæðið 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 20072003 2004 2005 2006

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.