Peningamál - 01.11.2007, Síða 33

Peningamál - 01.11.2007, Síða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 33 Atvinnuvegafjárfesting utan stóriðju hefur tekið við sér ... Samdráttur stóriðjufjárfestingar setur svip sinn á þróun atvinnuvega- fjárfestingar og þjóðarútgjalda í heild sinni. Minni innflutningur fjár- festingarvöru í tengslum við byggingu ál- og orkuvera leiðir til þess að innflutningur í heild dregst saman á þessu ári. Atvinnuvegafjárfesting hefur hins vegar dregist hægar saman en spáð var. Önnur fjárfesting en stóriðjufjárfesting virðist hafa sótt í sig veðrið. Bygging stórverslana og skrifstofuhús næðis virðist t.d. hafa færst í aukana í ár og horfur á að þess muni gæta fram á næsta ár. Niðurstöður viðhorfskannana segja sömu sögu. Capacent Gallup kannaði stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrir- tækja á Íslandi á tímabilinu 24. ágúst til 16. september sl. Stjórnendur fyrirtækja voru nokkru svartsýnni en áður, en þess ber að geta að könnunin var framkvæmd þegar umfjöllunin um óróann á fjármála- mörkuðum stóð sem hæst í fjölmiðlum. Nokkur munur er á afstöðu fyrirtækja eftir atvinnugreinum. Meira en helmingur forsvarsmanna í byggingarstarfsemi telur t.d. að aðstæður verði verri að ári liðnu en þriðjungur forsvarsmanna fjármálafyrirtækja er á sömu skoðun. Þrátt fyrir að dregið hafi úr væntingum um almennar aðstæður í efnahags- lífinu búast einungis 11% forráðamanna fyrirtækja við því að innlend eftirspurn eftir vöru eða þjónustu eigin fyrirtækis muni minnka á næstu sex mánuðum og helmingur þeirra býst við því að hún muni aukast. Um 35% forsvarsmanna fyrirtækja telja að fjárfesting í ár verði meiri en í fyrra. ... vöxtur íbúðafjárfestingar hefur reynst meiri en áætlað var ... Eins og kemur fram í rammagrein IV-3 er gert ráð fyrir mun örari vexti íbúðafjárfestingar í ár en áður eða um 10%. Spáð er áframhaldandi vexti íbúðafjárfestingar á næsta ári en að samdráttur taki við á árunum 2009 og 2010. Hann er þó mun minni en spáð var í síðustu heftum Peningamála, enda þróun húsnæðisverðs hagstæðari og aðlögun inn- lendrar eftirspurnar seinna á ferðinni. ... og stjórnvöld boða stóraukna fjárfestingu næstu árin eftir 22% vöxt í fyrra Í fyrra greip ríkisvaldið til frestunar framkvæmda og fjárfestingar- útgjalda til að sporna gegn þenslu í efnahagslífinu og vildi með því leggja lóð sín á vogarskálarnar í baráttunni við verðbólgu. Fyrsta áætlun Hagstofunnar frá því í mars í ár benti til þess að þó nokkurs aðhalds hefði verið gætt í fjárfestingu hins opinbera á síðasta ári því að samkvæmt henni jókst hún aðeins um tæplega 1%. Endurskoðaðar bráðabirgðatölur benda hins vegar til þess að opinber fjárfesting hafi aukist um fimmtung í fyrra, þegar sérstaks aðhalds átti að gæta. Vöxtinn má einkum rekja til sveitarfélaga, en kosningar voru á árinu. Vöxtur samneyslu var sömuleiðis endurskoðaður upp á við um eina prósentu vegna mun meiri samneyslu sveitarfélaga. Stóraukin fjár- festing hins opinbera hefur verið boðuð næstu tvö árin, m.a. vegna mótvægisaðgerða vegna skerðingar þorskkvóta og til að veita sam- drætti í annarri fjármunamyndun mótvægi. 0 10 20 30 40 2010200520001995199019851980 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-7 Fjármunamyndun sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1980-20101 Mynd IV-8 Þróun íbúðafjárfestingar og húsnæðisverðs 2000-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Íbúðafjárfesting (v. ás) Ársbreyting húsnæðisverðs (h. ás) % -10 -5 0 5 10 15 20 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-9 Þróun innflutnings 2000-20101 -12 -6 0 6 12 18 24 30 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.