Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 38

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 38 V Opinber fjármál Horfur eru á metafgangi á rekstri hins opinbera þriðja árið í röð vegna mikils afgangs á ríkissjóði. Afkomubatinn byggist nær eingöngu á inn- byggðum hagsveifluáhrifum á tekjur og útgjöld hins opinbera. Út gjöld hafa eigi að síður vaxið hratt í uppsveiflunni og enn hraðar en mark- mið stóðu til. Mikill útgjaldavöxtur en hagsveiflan jók tekjur meira Þrátt fyrir skattalækkanir sem áætlað er að kosti ríkissjóð 30-40 ma.kr. á þessu ári hefur megnið af tekjuafgangi hins opinbera orðið til hjá ríkis sjóði. Hlutfall skatttekna ríkissjóðs af landsframleiðslu hefur hækkað verulega frá því að uppsveiflan hófst árið 2004, einkum vegna aukinna tekna af virðisaukaskatti, tekjuskatti lögaðila og fjár- magnstekjuskatti (sjá töflu V-1). Hlutfall útgjalda hefur hins vegar lækkað. Samt hafa önnur ríkisútgjöld en vaxtagjöld hækkað nokkuð að raunvirði. Samneysla ríkis og almannatrygginga hefur sömuleiðis hækkað nokkuð umfram langtímamarkmið ríkisstjórnarinnar, en til- færslur staðið í stað eftir mikla hækkun árin 2002 og 2003. Mikill útgjaldavöxtur í frumvörpum til fjáraukalaga ... Samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 aukast tekjur ríkissjóðs um fimmtung frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum og batnar afkoman samsvarandi. Veruleg hækkun verður frá fjárlögum á tekjum af tekjuskatti einstaklinga, fjármagnstekju- og virðisaukaskatti. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heldur meiri afgangi en í Peningamálum 2007/2. Viðbætur á gjaldahlið eru mun minni, mestar í rekstrargjöld- um og tilfærslum. Alls hækka gjöld án óreglulegra liða um 3% frá fjárlögum. Gangi þessi áætlun eftir hækka almenn ríkisútgjöld um 8% að raunvirði milli áranna 2006 og 2007. ... og fjárlaga Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2008 minnkar reglulegur afgangur ríkissjóðs úr tæpum 5% í rúm 2% af landsframleiðslu. Almennar tekjur ríkissjóðs lækka lítillega að raunvirði en almenn gjöld hækka um 8% að raungildi. Meira en helmingur aukningarinnar er vegna samgangna. Sveitarfélög hafa notið góðærisins og stóraukið útgjöld Áætlanir fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir að tekjur sveitarfélaga hafi náð hámarki á síðasta ári og numið rúmum 14% af landsframleiðslu. Á árunum 2003-2006 hækkuðu tekjur þeirra um sem nemur tveimur prósentum af landsframleiðslu (sjá töflu V-1). Hækkanir umfram vöxt landsframleiðslu má rekja til tekna af sölu byggingar lóða og annarrar eignatengdrar starfsemi, sem gæti skroppið saman þegar dregur úr íbúðafjárfestingu. Útgjöld sveitarfélaga, án vaxta, hafa hækkað að meðaltali um 8% á ári umfram verðlag frá árinu 2003, að mestu vegna aukinna útgjalda til gatnagerðar, mennta- og íþróttamála. Útgjaldaaukning sveitarfélaga skýrir að mestu raunútgjaldavöxt hins opinbera árið 2006. Vöxtur tekna umfram útgjöld hefur lyft afkomu sveitarfélaga úr 6 ma.kr. halla 2003 í 11 ma.kr. afgang 2006. Ríkissjóður og tryggingar (v. ás) Sveitarfélög (h.ás) Mynd V-1 Þróun opinberra útgjalda 2000-20101 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 29 30 31 32 33 34 35 9 10 11 12 13 14 15 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Afkoma (h. ás) Mynd V-2 Tekjur, gjöld og afkoma hins opinbera 2000-20101 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 36 38 40 42 44 46 48 50 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.