Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 47

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 47 VIII Verðlagsþróun Mikill verðbólguþrýstingur er enn til staðar. Tólf mánaða verðbólga hefur aukist frá síðustu útgáfu Peningamála, en undirliggjandi verð bólga er svipuð og hún var í ársbyrjun. Einn megindrifkraftur verðbólgunnar hefur verið uppsveifla á íbúðamarkaði, sem á sér rætur í miklum vexti ráðstöfunartekna undanfarið 1½ ár. Hækkun vaxta á fast eignaveðlánum hefur verið minni en þarf til þess að veita verulegt viðnám. Uppsveiflan hefur leitt til hraðrar hækkunar húsnæðisverðs, sem endurspeglast í húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Vöruverð hefur einnig hækkað nokkuð á undanförnum mánuðum þrátt fyrir hátt gengi krónunnar. Gengislækkunin í ágúst gekk til baka og áhrifin gætu því hafa verið aðeins tímabundin. Hækkun hrávöruverðs á heims- markaði og aukinn innlendur kostnaður vó á móti áhrifum sterks gengis. Verðlag innfluttrar vöru hefur sveiflast innan tiltölulega þröngs bils í rúmlega ár. Verðbólguvæntingar hafa þróast á misjafnan hátt að undanförnu en flestir mælikvarðar eru töluvert yfir verðbólgu markmiði Seðlabankans. Verðbólga eykst á ný Verðbólga hjaðnaði fram eftir sumri u.þ.b. í samræmi við verðbólgu- spá Seðlabankans sem birt var í byrjun júlí. Verðbólga var komin niður í 3,9% á þriðja ársfjórðungi eða 0,2 prósentum meira en spáð var í júlí sl. Eftir skamman tíma undir efri „þolmörkum“ verðbólgu markmiðs Seðlabankans í júlí og ágúst, þegar verðbólgan varð hin minnsta í tvö ár, jókst hún á ný í september og október. Horfur eru á 4,8% verð- bólgu á síðasta fjórðungi þessa árs, sem er nokkru meira en reiknað var með í síðustu spá. Til að fá skýrari mynd af undirliggjandi verðbólguþrýstingi er gagnlegt að horfa fram hjá tímabundnum sveiflukenndum þáttum.1 Ef áhrif sveiflukenndra þátta, verðlags opinberrar þjónustu, vaxta- breytinga og óbeinna skatta eru undanskilin var tólf mánaða verð- bólga 6,4% í október. Verðbólgan er því töluvert þrálátari en virðist við fyrstu sýn, sérstaklega ef haft er í huga að gengisþróun krónunnar hefur verið tiltölulega hagstæð. Hröð hækkun húsnæðisverðs síðastliðið sumar Ein meginskýringin á meiri verðbólgu á seinni helmingi ársins en spáð var í síðasta hefti Peningamála er hraðari hækkun húsnæðisverðs en reiknað var með. Dregið hefur í sundur með vísitölu neysluverðs með og án húsnæðis á undangengnum mánuðum. Tólf mánaða verð bólga án húsnæðis var í októberbyrjun 1,3% (ef skattaáhrif eru einnig undanskilin var hún 3,7%). Árstíðarleiðrétt íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu hefur hækkað um 11% síðastliðna tólf mánuði en íbúðaverð á landsbyggðinni mun meira. Meginskýring uppsveiflu á íbúðamarkaði er að vöxtur ráðstöf- unartekna hefur verið afar ör undanfarið 1½ ár, eins og rakið er í kafla IV. Laun hækkuðu mikið á liðnu ári, bæði vegna umsaminnar 1. Sjá nánari umfjöllun í rammagrein VIII-1 á bls. 32-33 í Peningamálum 2007/2. Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - október 20071 0 2 4 6 8 10 12 2007200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarna- vísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Vísitala án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta Verðbólgumarkmið Seðlabankans Mynd VIII-2 Verðbólga á ýmsa mælikvarða janúar 2001 - október 2007 12 mánaða breyting (%) Kjarnavísitala 2 án skattaáhrifa Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis -2 0 2 4 6 8 10 12 2007200620052004200320022001 Heimild: Hagstofa Íslands. 0 5 10 15 20 200720062005200420032002 12 mánaða breyting vísitölu (%) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-3 Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - október 2007 Húsnæði Almenn þjónusta Opinber þjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.