Peningamál - 01.11.2007, Page 49

Peningamál - 01.11.2007, Page 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 49 tæp 2% á síðustu tveimur mánuðum. Hluti verðhækkunarinnar átti sér þó rætur í hækkun hrávöruverðs. Gengislækkunin í sumar gekk fljótlega til baka og undanfarnar vikur hefur gengi krónunnar verið hátt í sögulegu samhengi. Það mun að öðru óbreyttu halda aftur af verðbólgu af erlendum toga. Verðlag innlendrar vöru hefur hækkað nokkuð á undanförnum mánuðum en það endurspeglar hækkun innlendra kostnaðarþátta og hrávöruverðs. Innlend framleiðsla er í mörgum tilvikum háð innfluttu hráefni sem hefur hækkað í verði. Verð innlendrar vöru hefur lækk- að um rúm 3% síðastliðna tólf mánuði en að undanskilinni lækkun neysluskatta hefur það hækkað um u.þ.b. 3%. Væntingar um verðbólguhorfur til skamms tíma hafa ýmist hækkað eða staðið í stað Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hækkaði töluvert síðastliðið haust í kjölfar gengislækkunar krónunnar og óróa á fjármálamörk- uðum en lækkaði hins vegar á ný þegar gengislækkunin hafði gengið til baka og óróinn minnkaði. Verðbólguálagið er nú aðeins lægra en það var í júlí. Á tímabilinu 3. júlí til 30. október nam verðbólguálagið að meðal tali 2,8%. Hins vegar þarf að hafa í huga að álagið sam- anstendur af bæði verðbólguvæntingum og áhættuþóknun tengdri verðbólgu. Því er líklegt að t.d. hækkunin í haust sé ekki að öllu leyti hækkun verðbólguvæntinga heldur einnig vaxandi áhættuálag á óverðtryggð skuldabréf. Í könnun meðal stærstu fyrirtækja landsins í september sl. reiknuðu stjórnendur þeirra að meðaltali með 3,8% verðbólgu á næstu tólf mánuðum sem er eilítil aukning frá síðustu könnun í maí. Verðbólguvæntingar almennings námu að meðaltali 4,8% í könnun sem gerð var í október sl. og voru þær óbreyttar frá síðustu mælingu í ágúst. Almenningur býst enn við meiri verðbólgu en forsvarsmenn fyrirtækja. Samkvæmt könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerð var í október sl. (sjá viðauka 2) væntu þeir meiri verðbólgu á þessu og næsta ári en í sambærilegri könnun í júní. Að meðaltali spá sérfræðingarnir að verðbólga verði tæp 5% milli ársmeðaltala 2006 og 2007 eða ½ prósentu meiri en í síðustu könnun. Meðalspá þeirra fyrir verðbólgu milli ársmeðaltala 2007 og 2008 hljóðar upp á 4,2% saman- borið við 3,6% síðast. Spá fyrir árið 2009 er lítið breytt. Fyrir árið 2010 spá þeir að meðaltali að verðbólga verði tæplega 3%. Mynd VIII-7 Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs júní 2004 - október 2007 Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði % -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2007200620052004 Húsnæði Opinber þjónusta Almenn þjónusta Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd VIII-8 Verðbólguvæntingar Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 30. október 2007 1. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. Verðbólguvæntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Verðbólguálag ríkisskuldabréfa1 Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði Verðbólguvæntingar almennings . 1 2 3 4 5 6 7 8 20072006200520042003 Verðbólguálag ríkisskuldabréfa2 % Mynd VIII-9 Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði um verðbólgu milli ársmeðaltala1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 200720062005200420032002 * * * * 2002 2003 2004 1. Punktar sýna raunverulega verðbólgu hvers árs. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2005 2006 2007 2008 2009 *

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.