Peningamál - 01.11.2007, Side 50

Peningamál - 01.11.2007, Side 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 50 IX Verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans sem birt var í Peningamálum í júlíbyrjun. Þá taldi bankinn líklegt að verðbólgu- markmiðið næðist á fyrri hluta árs 2009, að því gefnu að stýrivextir héldust óbreyttir fram á fyrri hluta næsta árs. Nú er útlit fyrir að stýrivaxtaferillinn sem reiknað var með í júlí nægi ekki til þess að ná verðbólgumarkmiðinu fyrr en um mitt ár 2010. Til þess að ná mark- miðinu á þriðja ársfjórðungi 2009 þurfa stýrivextir að hækka og byrja að lækka seinna en spáð var í júlí. Í þessum kafla er gerð grein fyrir verðbólguspá Seðlabankans en fráviksdæmum er lýst í rammagrein IX-2. Verðbólguhorfur versna enn á ný Eins og kemur fram í kafla VIII reyndist verðbólga á þriðja ársfjórð- ungi nánast hin sama og spáð var í síðustu Peningamálum í júlí sl. Hins vegar eru horfur á að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði um 4,8% eða rúmlega prósentu meiri en spáð var í júlí. Einnig er útlit fyrir að verðbólga á fyrsta fjórðungi næsta árs verði um 5% og á bilinu 4-4½% fram á seinni hluta ársins (sjá nánar í töflu 2 í viðauka 1 á bls. 59). Verðbólguhorfur fram á þriðja fjórðung næsta árs hafa því versn- að töluvert og er upphafsstaða verðbólguspárinnar því mun verri en fólst í júlíspánni. Frá seinni hluta næsta árs eru horfur á að verðbólga hjaðni nokkuð hratt og verði við markmið frá þriðja ársfjórðungi 2009 (sjá mynd IX-1). Séu bein áhrif lækkunar neysluskatta á verðlag undanskilin er verðbólguþróunin jafnvel enn óhagstæðari. Á þriðja ársfjórðungi mældist verðbólga án beinna áhrifa neysluskatta tæplega 6% og útlit er fyrir að hún verði tæplega 7% á þeim fjórða. Á fyrsta fjórðungi næsta árs er spáð að hún verði aftur tæplega 6% en eftir það hverfa áhrifin úr mælingum verðlags (sjá mynd IX-2). Meiri framleiðsluspenna og undirliggjandi kostnaðarþrýstingur en áður var talið Eins og fjallað er um í fyrri köflum og rakið er í rammagrein IX-1 var framleiðsluspenna á síðasta ári vanmetin, enda hagvöxtur mun meiri en kom fram í fyrstu áætlunum. Meiri hagvöxtur í fyrra, horfur á meiri vexti eftirspurnar í ár og meiri launakostnaður fyrirtækja undan- farin tvö ár en áður var reiknað með eru ásamt lakari upphafsstöðu helstu skýringar þess að verðbólguhorfur fram undir lok næsta árs hafa versnað umtalsvert frá síðustu spá. Vöxtur eftirspurnar hefur komið hratt fram á húsnæðismarkaði og leitt til þess að húsnæðisverð hefur hækkað mun meira en spáð var. Hækkun húsnæðiskostnaðar er meginástæða þess að verðbólga hefur verið meiri en spáð var í júlí. Auk beinna áhrifa á mælda verðbólgu í gegnum húsnæðislið vísitölu neysluverðs hefur hækkun húsnæðisverðs stuðlað að meiri vexti einkaneyslu en ella og þar með haft óbein áhrif á verðbólgu. Horfur eru á að framleiðsluspenna verði meiri en spáð var í júlí allt fram undir lok næsta árs og að slaki myndist ekki fyrr en um mitt næsta ár. Launakostnaður á framleidda einingu eykst umfram verðbólgumarkmið allt fram á mitt ár 2009. Reiknað er með að hús- Mynd IX-1 Verðbólga - samanburður við PM 2007/2 % Heimild: Seðlabanki Íslands. PM 2007/3 PM 2007/2 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20102009200820072006 Mynd IX-2 Verðbólga með og án áhrifa óbeinna skatta % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Verðbólguspá án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta Verðbólgumarkmið 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20102009200820072006

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.