Peningamál - 01.11.2007, Page 51
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
3
51
næðis verð haldi áfram að hækka fram á mitt næsta ár. Þá tekur tímabil
lækkunar við, en lækkunin hefst seinna og verður hægari en búist var
við í júlí, enda vöxtur ráðstöfunartekna og hagvöxtur meiri framan af
en spáð var í júlí.
Gengi krónunnar helst sterkt fram undir lok næsta árs
en tekur þá að lækka
Gengisþróunin hefur í meginatriðum verið svipuð og Seðlabankinn
bjóst við í byrjun júlí þótt sveiflur hafi orðið umtalsverðar. Gengisspáin
breytist því lítið. Eins og í júlí er gert ráð fyrir að gengi krónunnar hald-
ist sterkt fram undir lok næsta árs og gengisvísitalan verði þá rúmlega
120 stig. Með lækkandi vöxtum og minnkandi innlendum efnahags-
umsvifum fer gengi krónunnar hins vegar að lækka með vaxandi
hraða og er gengisvísitalan rúmlega 130 stig í lok árs 2008 og um 136
stig í lok spátímans. Gengi krónunnar lækkar samkvæmt þessu um
15% yfir spátímann.
Hækkun launa og lækkun gengis hægja á verðbólguhjöðnun
Eins og áður hefur komið fram verður framleiðsluspennan nánast
horfin þegar kemur fram á mitt næsta ár. Eftir það myndast fram-
leiðsluslaki sem eykst þegar líður á spátímann. Þrátt fyrir það dregur
hægt úr verðbólgunni. Skýringin er fyrst og fremst hækkun launa-
kostnaðar og nokkuð skörp lækkun gengis krónunnar þegar líða tekur
á spátímabilið. Að auki lagast verðbólguvæntingar tiltölulega hægt að
verðbólgumarkmiðinu, en það endurspeglar hve erfitt hefur reynst að
skapa þeim varanlega kjölfestu.
Mikil óvissa ríkir um efnahagsframvinduna
Efnahagshorfur til næstu þriggja ára eru metnar með aðstoð haglíkana
sem og mati sérfræðinga Seðlabankans á ýmsum þáttum sem gætu
haft áhrif á efnahagsframvinduna. Hvort tveggja er háð verulegri
óvissu. Haglíkön eru ófullkomin lýsing á raunveruleikanum auk þess
sem í mörgum tilvikum þarf að gefa sér forsendur um þróun mikil-
vægra efnahagsstærða sem hafa veruleg áhrif á efnahagsþróunina.
Frávik frá spám eru því stundum veruleg, einkum þegar ójafnvægi er
mikið og fátt um sögulegar hliðstæður eða sambærilegar aðstæður í
öðrum löndum til að miða við.
Eins og fram kemur í töflu IX-1 eru helstu óvissuþættir spárinnar
í meginatriðum hinir sömu og áður. Vægi einstakra þátta hefur þó
breyst nokkuð. Tveir óvissuþættir eru taldir mikilvægari en aðrir og
þess vegna er gerð sérstök grein fyrir þeim í rammagrein IX-2. Báðir
gætu orðið til þess að auka verðbólgu og tefja hjöðnun hennar enn
frekar en orðið hefur. Annars vegar er talin hætta á því að gengi krón-
unnar lækki meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Þessi hætta er
talin svipuð og í júlí. Ástæður þess eru m.a. hátt raungengi og líkur á
hækkun áhættuálags á erlenda vexti sem gæti gert fjármögnun mikils
viðskiptahalla erfiðari. Hins vegar er í fráviksdæmi lýst afleiðingum
þess að launahækkanir í kjölfar komandi kjarasamninga verði meiri en
gert er ráð fyrir í grunnspánni. Í báðum tilvikum verður verðbólgan
þrálátari og stýrivextir þurfa að hækka meira en í grunnspánni til þess
að hægt sé að ná verðbólgumarkmiðinu innan spátímabilsins. Þessir
50% óvissubil
75% óvissubil
90% óvissubil
Gengisvísitala
Mynd IX-3
Gengisvísitala
Spátímabil 4. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2010
Heimild: Seðlabanki Íslands.
90
100
110
120
130
140
150
160
170
180
2006 2007 2008 2009 2010
.
31/12 1991 = 100