Peningamál - 01.11.2007, Side 52

Peningamál - 01.11.2007, Side 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 52 áhættuþættir eru ekki óháðir hvor öðrum og gæti samspil gengislækk- unar og verðtryggingarákvæða í kjarasamningum leitt til verulegra frávika frá verðbólguferli grunnspárinnar. Nokkrir aðrir óvissuþættir hafa einnig umtalsverð áhrif á áhættu- matið. Eins og fjallað er um hér að framan hefur vöxtur útgjalda hins opinbera að jafnaði verið nokkuð umfram markmið stjórnvalda, jafnvel þegar sérstaks aðhalds átti að gæta. Í grunnspánni er því gert ráð fyrir heldur meiri útgjaldavexti en í spám fjármálaráðuneytisins. Í ljósi þess að kjarasamningar eru framundan og töluverð hætta talin á meiri hækkun launa en reiknað er með í grunnspánni kunna útgjöld hins opinbera eigi að síður að vera vanmetin, enda eru laun stærsti útgjaldaliður hins opinbera. Dragi hægar úr framleiðsluspennu af þeim sökum gæti verðbólga orðið meiri. Hið sama á við ef fleiri ál- og orkuver verða byggð. Verðbólguáhrif þess yrðu þó ekki veruleg fyrr en undir lok spátímans (sjá rammagrein IX-2 í Peningamálum 2007/2). Þegar líða tekur á spátímabilið tekur vægi óvissuþátta sem gætu dregið úr verðbólgu að aukast. Þótt grunnspá geri ráð fyrir nokk- urri lækkun húsnæðisverðs gætu miklar hækkanir undanfarin ár og söguleg sambönd húsnæðisverðs og grunnþátta húsnæðiseftirspurnar bent til enn meiri lækkunar. Einnig er mögulegt að samdráttaráhrif lækkunar húsnæðisverðs og bein áhrif á verðbólgu séu vanmetin í grunnspá. Þá er hugsanlegt að miðlun peningastefnunnar verði hrað- ari en nú er reiknað með. Í því tilfelli gætu lægri stýrivextir náð sömu markmiðum og í grunnspánni, eða að hægt yrði að ná þeim fyrr. Meiri hækkun alþjóðlegra vaxta en reiknað er með í grunnspá myndi legg- jast á sveif með aðhaldssamri peningastefnu og vinna á móti áhrifum þeirra á gengi krónunnar undir lok spátímabilsins. Tafl a IX-1 Helstu ósamhverfi r óvissuþættir grunnspár Óvissuþáttur Skýring Gengisþróun Hátt raungengi, mikill viðskiptahalli og endurmat alþjóðlegra fjárfesta á áhættu gætu skapað þrýsting til lækk- unar á gengi krónunnar umfram það sem gert er ráð fyrir í grunnspá. Launakostnaður Launahækkanir í komandi kjarasamningum eru hugs- anlega vanmetnar. Einkaneysla Lækkun eignaverðs og vaxandi greiðslubyrði gætu valdið samdrætti einkaneyslu umfram það sem gert er ráð fyrir. Opinber fjármál Aðhald hugsanlega minna en gert er ráð fyrir, t.d. vegna komandi kjarasamninga. Áform um Ákvarðanir um stóriðjuframkvæmdir geta aukið stóriðjuframkvæmdir bjartsýni og stutt við gengi og eftirspurn sem á end- anum leiðir til aukins verðbólguþrýstings þegar upphafl eg áhrif á gengi ganga til baka. Eignaverð Eignaverð gæti lækkað meira en í grunnspá og lækkun húsnæðisverðs haft meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu. Miðlunarferli Verði miðlun peningastefnunnar skilvirkari getur peningastefnunnar verðbólga minnkað hraðar og þar með stýrivextir.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.