Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 55

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 55
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 55 tímabilið þar sem vegast á neikvæð áhrif mögulega lægra eignaverðs á einkaneyslu og möguleg eftirspurnaráhrif stóriðjuuppbyggingar í Helgu vík. Líkindadreifing framleiðsluspennunnar er hins vegar ekki eins ósamhverf og í júlí þar sem hætta á vanmati framleiðsluspennu í sögulegum gögnum og það sem af er þessu ári hefur í ríkari mæli verið tekið inn í grunnspána. Eins og áður eru taldar meiri líkur á að verðbólgan framan af spátímanum verði meiri en í grunnspánni (mynd IX-5) en að hún verði minni, sérstaklega vegna hættunnar á meiri gengislækkun en felst í grunnspánni. Við lok spátímans er lík- indadreifing verðbólguspárinnar hins vegar nokkurn veginn samhverf en slagsíða undirliggjandi áhættuþátta endurspeglast í líkindadreif- ingu stýrivaxtaferilsins. Eins og áður hefur komið fram eru horfur á að verðbólga verði við verðbólgu markmiðið á þriðja ársfjórðungi 2009 en þá eru um helmingslíkur á að verðbólga verði á bilinu 1,7-3,7% miðað við líkindadreifingu grunnspárinnar. Samkvæmt dreifingunni eru jafnframt sáralitlar líkur á að verðbólga verði við markmið fyrr en á seinni hluta næsta árs og 50% bil líkindadreifingarinnar nær ekki yfir verðbólgumarkmiðið fyrr en snemma árs 2009. ... og því líkur á að jafnvel sé þörf fyrir aðhaldssamari peningastefnu en felst í grunnspá Óvissa við mat á þjóðhags- og verðbólguhorfum endurspeglast í óvissu um hvernig stýrivaxtaferil þarf til þess að ná verðbólgumark- miðinu innan viðunandi tíma. Verði efnahagsframvindan eða miðlun peningastefnunnar með öðrum hætti en reiknað er með í grunnspánni þurfa stýrivextir að taka mið af því. Stýrivaxtaferill nýrrar grunnspár er nokkuð breyttur frá júlí spánni. Stýrivextir eru hækkaðir nú um 0,2 prósentur og aftur um 0,25 pró- sentur við næstu vaxtaákvörðun. Samkvæmt spánni verða stýrivextir að meðaltali 13,4% á síðasta fjórðungi þessa árs. Þeir verða hæstir 13,75% á næstu tveimur ársfjórðungum á eftir og taka að lækka ársfjórðungi síðar en spáð var í júlí. Aðhaldsstig peningastefnunnar er því á heildina litið meira en í júlí. Áhættumatið í töflu IX-1 bendir hins vegar enn til hættu á því að verðbólgu sé vanspáð á stærstum hluta spátímans. Óvissumat stýrivaxtaspárinnar er því áfram skekkt upp á við og því líklegra að hækka þurfi stýrivexti enn frekar en felst í grunnspánni en að hægt verði að hraða lækkunarferlinu. Fráviksdæmin í rammagrein IX-2 lýsa, sem fyrr segir, tveimur helstu áhættuþáttum spárinnar og mögulegum viðbrögðum peninga- stefnunnar við þeim. Bæði fráviksdæmin gefa til kynna að herða þurfi enn frekar á aðhaldsstiginu verði þróunin í takt við það sem þau lýsa. Þessir stýrivaxtaferlar rúmast innan 90% óvissubils grunnspárinnar. Miðað við líkindadreifingu stýrivaxtaferilsins eru töluverðar líkur á því að stýrivextir verði á bilinu 13-14% að meðaltali á fjórða ársfjórðungi þessa árs og á bilinu 13¼-15% á fyrsta fjórðungi þess næsta. Í lok spátímans eru stýrivextir um 4½% og því nokkru lægri en hlutlausir vextir, þ.e. vextir sem hvorki örva þjóðarbúskapinn né letja hann. Óvissubilið er hins vegar orðið verulega breitt á seinni hluta spátímans enda er gríðarleg óvissa um efnahagsframvinduna svo langt fram í tímann. ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Framleiðsluspenna Mynd IX-4 Framleiðsluspenna Spátímabil 4. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2006 2007 2008 2009 2010 Mynd IX-5 Verðbólga Spátímabil 4. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Verðbólgumarkmið Verðbólga 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 2010 % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Stýrivextir Mynd IX-6 Stýrivextir Spátímabil 4. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.