Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 57

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 57
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 57 samkvæmt fráviksdæminu eru um 9% en 5% í grunnspánni. Í lok spátímans eru vextir hins vegar orðnir svipaðir í báðum dæmunum. Viðbrögð peningastefnunnar við gengislækkun þurfa ekki að vera jafn harkaleg og í fráviksdæminu sem birtist í síðustu Peningamál- um. Þá þurftu stýrivextir að hækka samtals um hátt í 1½ prósentu frá grunnspá. Það skýrist annars vegar af hærri stýrivöxtum í grunn- spánni nú og hins vegar af því að gengislækkunin verður síðar en í júlídæminu þegar framleiðsluspenna er heldur minni og styttra í að slaki myndist. Hærri stýrivextir koma ekki í veg fyrir að verðbólga aukist um sinn í kjölfar gengislækkunarinnar (mynd 2). Verðbólga nær hámarki á þriðja fjórðungi næsta árs í um 6% á sama tíma og hún er tæplega 4% í grunnspánni. Síðan dregur smám saman úr henni. Hún er orðin um 3% á síðasta ársfjórðungi 2009 í stað um 2½% í grunnspá og í lok spátímans er verðbólga við markmið eins og í grunndæminu. Tilgangur þess að hækka stýrivexti í kjölfar gengislækkunar- innar er ekki að styrkja krónuna, heldur að koma í veg fyrir að raun- stýrivextir lækki óhófl ega vegna aukinnar verðbólgu og að verð- bólguvæntingar fari að hækka verulega þótt verðbólga aukist um sinn. Tímasetning lækkunar krónunnar skiptir því miklu máli. Gerðist hún meðan enn er mikil spenna í þjóðarbúskapnum er meiri hætta á því að lækkunin hafi viðvarandi áhrif á verðbólgu en ef hún yrði þeg- ar framleiðsluþættir eru ekki að fullu nýttir. Þess vegna skiptir orsök gengislækkunar einnig máli. Lækki gengi af völdum neikvæðra fram- boðsskella, t.d. versnandi viðskiptakjara, þarf mildari viðbrögð en ef gengislækkunin stafar af hreinni eignatilfærslu, t.d. vegna endurmats alþjóðlegra fjárfesta á áhættu tengdri innlendum fjáreignum eins og lýst er í þessari rammagrein. Neikvæður framboðsskellur dregur úr al mennri eftirspurn, sem vinnur á móti áhrifum gengislækkunar á verð bólgu. Þörf fyrir hækkun stýrivaxta verður því minni, einkum ef verðbólguvæntingar hafa trausta kjölfestu. Leiði komandi kjarasamningar til meiri launahækkana en í grunnspá þarf hærri stýrivexti en þar er gert ráð fyrir Spenna á innlendum vinnumarkaði, sem kemur fram í því að at- vinnuleysi hefur um árabil verið langt undir áætluðu jafnvægisat- vinnuleysi, hefur leitt til þess að launakostnaður á framleidda ein- ingu hefur árum saman aukist langt umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu. Launaþróunin er ein helsta ástæða mikillar verðbólgu undanfarin ár. Um næstu áramót er fjöldi kjarasamninga laus og því aukin óvissa um launaþróun næstu missera. Í grunnspánni er gert ráð fyrir nokkurri hækkun launa umfram það sem talið er samrýmast verð- bólgumarkmiðinu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að launakostnaður á framleidda einingu aukist um rúmlega 8%, samanborið við næstum 10% á síðasta ári. Á næsta ári er því spáð að launakostnaður á fram- leidda einingu aukist um rúmlega 4%, en að á árunum 2009 og 2010 hækki hann um u.þ.b. 2,5%, í takt við verðbólgumarkmiðið (sjá nánar í kafl a VI). Í fráviksdæminu er reiknað með að samið verði um nokkru meiri hækkun launa, sem skríður upp launastigann eins og jafnan gerist þegar aðstæður á vinnumarkaði eru svipaðar og nú. Gert er ráð fyrir að laun hækki 2-4 prósentum meira en í grunnspánni frá því snemma á næsta ári og út árið 2009. Við það aukast ráðstöf- unartekjur og því verður samdráttur einkaneyslu frá miðju næsta ári minni en í grunnspá. Vöxtur almennrar eftirspurnar verður því meiri sem og framleiðsluspenna. Verðbólguþrýstingur eykst óbeint sökum aukinnar eftirspurnar, en einnig beint vegna aukins launakostnaðar sem fyrirtæki velta að hluta út í verðlagið. Að óbreyttum stýrivöxtum eykst því verðbólga nokkuð. Til að koma í veg fyrir að verðbólga fari vaxandi eru stýrivextir hækkaðir um 0,25 prósentur snemma á ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 1 Stýrivextir - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með frekari launahækkunum 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 2 Verðbólga - fráviksdæmi Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með frekari launahækkunum 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 2010 Verðbólgumarkmið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.