Peningamál - 01.11.2007, Side 58

Peningamál - 01.11.2007, Side 58
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 58 næsta ári til viðbótar því sem lýst er í grunnspánni og er vöxtum haldið óbreyttum fram í byrjun árs 2009 þegar þeir taka smám sam- an að lækka. Vextir eru því nokkru hærri en í grunnspá þar til í lok spátímans. Hámarki nær munurinn á seinni hluta árs 2009. Þá eru stýrivextir í fráviksdæminu 9½% samanborið við 5% í grunnspánni (sjá mynd 1). Þessir stýrivextir duga til þess að dragi úr verðbólgu þannig að hún verði komin að markmiði í byrjun árs 2010, u.þ.b. hálfu ári seinna en í grunnspánni (sjá mynd 2). Þótt verðbólguþróun- in sé svipuð og í grunnspánni kemur kostnaður mikillar launahækk- unar hins vegar fram í mun hærri vöxtum meginhluta spátímans, en það leiðir að lokum til harkalegri samdráttar í þjóðarbúskapnum en í grunnspánni. Hætta á því að lækkun á gengi krónu og óhóflegar hækkanir launa fari saman Vegna þess að styrkur krónunnar hvílir á veikum stoðum og mikill skortur er á vinnuafl i er það sérstakt áhyggjuefni að ofangreind frá- vik frá grunndæminu gætu magnað hvort annað. Lækki gengi krón- unnar umtalsvert í aðdraganda kjarasamninga gæti það orðið til þess að herða á kröfum um hækkun launa til þess að ná fram auknum kaupmætti. Það gæti einnig leitt til þess að verðtryggingarákvæði verði sett í kjarasamninga. Verði það gert getur auðveldlega skapast vítahringur gengislækkana og launahækkana sambærilegur við það sem einkenndi áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Til þess að rjúfa þennan vítahring verður að beita peningastefnunni af ákveðni. Það verður einungis gert með hærri stýrivöxtum. Óhjákvæmilegt er að frestun aðlögunar sem í meiri launahækkunum felst leiði að lok- um til meiri samdráttar í þjóðarbúskapnum. Hækkun stýrivaxtaferils- ins færir samdráttinn fyrst og fremst nær í tíma en stuðlar jafnframt að því að óhjákvæmileg aðlögun verði minni en ella ásamt því að tryggja að verðbólga haldist við verðbólgumarkmiðið. Viðbrögð peningastefnunnar við frávikum ráðast af trúverðugleika hennar Fráviksdæmin hér að framan ber ekki að skoða sem spár heldur tæki til þess að varpa ljósi á áhrif helstu óvissuþátta grunnspárinnar á verðbólguhorfur og möguleg viðbrögð peningastefnunnar við frá- vikum. Hve sterk viðbrögðin þurfa að vera ræðst að nokkru leyti af trúverðugleika peningastefnunnar. Skorti traust á að Seðlabankinn hafi vilja eða getu til þess að halda verðbólgu í nánd við markmið þarf kröftugri viðbrögð. Í fráviksdæmunum er því fólgin mikil óvissa ekki síður en í grunnspánni. Mestu varðar hins vegar að brugðist sé við óvissuþáttum með kerfi sbundnum og fyrirsjáanlegum hætti. ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.