Peningamál - 01.11.2007, Síða 62

Peningamál - 01.11.2007, Síða 62
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 62 Viðauki 3 Mat á jafnvægisraungengi íslensku krónunnar Í nýlegri skýrslu leitast Robert Tchaidze frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) við að meta jafnvægisraungengi íslensku krónunnar.1 Til þess notar hann þrjár aðferðir sem þróaðar hafa verið hjá sjóðnum. Þessar aðferðir nefnast þjóðhagslegt jafnvægi (e. macroeconomic balance), jafnvægisraungengi (e. equilibrium real exchange rate) og ytri sjálf- bærni (e. external sustainability). Tvær fyrstnefndu aðferðirnar byggj- ast á aðfallsgreiningu þar sem leitað er að tölfræðilega marktækum samböndum á milli jafnvægisviðskiptahalla og jafnvægisraungengis og annarra þátta í hagkerfi nu með þverskurðargögnum fyrir mjög mörg lönd (e. cross-country analysis), þó ekki Ísland. Síðasttalda aðferðin byggist á útreikningi á þeim viðskiptahalla (afgangi) sem samrýmist tiltekinni skuldastöðu og ávöxtun eigna og skulda. Þjóðhagslegt jafnvægi Þessi aðferð gengur út á að nota tölfræðilegar aðferðir til að skýra þróun viðskiptajafnaðar ríkis. Eftirfarandi jafna er talin best: VJ*/VLF = 0,19×JOF/VLF – 0,14×F65 – 1,22×DF + 0,23×VJol/VLF + 0,02×HT + 0,02×HEE/VLF þar sem VJ* er jafnvægisviðskiptajöfnuður, VLF verg landsframleiðsla, JOF jöfnuður í fjármálum hins opinbera, F65 hlutfall fjölda íbúa yfi r 65 ára aldri á móti fjölda 30-64 ára, DF vöxtur fólksfjölda, VJol við- skiptajöfnuður fyrir olíu, HT hlutfallslegar tekjur á mann leiðréttar fyrir mismun í verðlagi og HEE hreinar erlendar eignir. Matsjafnan er notuð til að spá fyrir um jafnvægisviðskiptajöfnuð miðað við forsendur í hagspá IMF fyrir árið 2012.2 Útkoman er að viðskiptahalli upp á 1-2,2% af VLF samrýmist jafnvægi. IMF spáir því að viðskiptahallinn á Íslandi árið 2012 verði 5,6% af VLF. Til þess að hallinn minnki niður í jafnvægisgildið þarf raungengið að vera 17-23% lægra en meðalraungengi ársins 2006. Jafnvægisraungengi Þessi aðferð gengur út á að nota tölfræðilegar aðferðir til að skýra þróun raungengis. Eftirfarandi jafna er talin best: ln(RG*) = fasti + 0,04×HEE/[(X + M)/2] + 0,15[ln(PrT) – ln(PrNT)] + 0,46×ln(VKJ) + 2,64×G/VLF 1. Sjá R. Tchaidze (2007), ,,Estimating Iceland’s real equilibrium exchange rate”, IMF Working Papers, væntanleg. Ítarlega hefur verið fjallað um gengisvísitölur og raungengi á innlend- um vettvangi í greinunum: ,,Gengisvísitölur: Hvað mæla þær?”, Peningamál 2005/3, bls. 62-65; ,,Raungengi í sögulegu og alþjóðlegu ljósi”, Peningamál 2005/1, bls. 67-70; og í Arnór Sighvatsson ,,Jafnvægisraungengi krónunnar: Er það til?”, Fjármálatíðindi, 2000, 47. árgangur, bls. 5-22. 2. Þessar hagspár birtast í ritinu World Economic Outlook. Tölur í skýrslunni eru úr því hefti sem birt var í maí sl. ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.