Peningamál - 01.11.2007, Page 65

Peningamál - 01.11.2007, Page 65
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Rót á alþjóðlegum mörkuðum Miklar sviptingar hafa verið á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum undanfarna mánuði. Rót þeirra er að finna á bandarískum húsnæðislánamarkaði, svokölluðum undirmálslánamarkaði. Það hefur leitt til endur- mats á áhættu eftir langt tímabil sem einkenndist af lágum vöxtum, lágu vaxtaálagi, ofgnótt lausafjár, auk- inni áhættusækni og skuldsetningu. Seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa gripið til ráðstafana til að fyrirbyggja fjármálakreppu. Evrópski seðlabankinn jók til muna lausafjárfyrirgreiðslu sína, Englandsbanki gerði slíkt hið sama en veitti auk þess einum banka þrautavaralán. Bandaríski seðlabankinn jók einnig fyrirgreiðslu sína, lækkaði daglánavexti og greip loks til grunnvaxtalækkunar sem gekk lengra en búist var við. Ekki varð vart við lausafjárþröng á krónumarkaði og ekki kom til þess að Seðlabanki Íslands gripi til sérstakra aðgerða. Á haustmisseri urðu skipulagsbreytingar í lánamálum ríkissjóðs og þau voru flutt til Seðlabankans. Órói á alþjóðamörkuðum ... Áhyggjur af áhrifum ótryggra útlána til fasteignakaupa í Bandaríkj- unum á greiðsluhæfi fjármálastofnana urðu til þess að þær héldu að sér höndum í lánveitingum sín á milli og til fyrirtækja. Afl eiðingin varð mikil hækkun millibankavaxta og varð bilið milli þeirra og grunnvaxta meira en það hefur verið um langt árabil. Fjárfestar fl úðu með eigur sínar í ríkistryggð skammtímabréf og ávöxtun þeirra tók mikla dýfu af þeim sökum. Óróinn náði hámarki um miðjan ágúst. Evrópski seðla- bankinn, Englandsbanki og bandaríski seðlabankinn brugðust við með því að stórauka lausafjárfyrirgreiðslu til banka. Bandaríski seðlabankinn lækkaði daglánavexti sína 17. ágúst. Álag á grunnvexti fór úr einni í hálfa prósentu, eða í 5,75%. Hinn 18. september lækkaði bankinn svo grunnvexti sína úr 5,25% í 4,75%. Flestir markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir 0,25 prósenta lækkun. Í kjöl- farið varð ein mesta hækkun á gengi hlutabréfa sem orðið hefur á einum degi í Bandaríkjunum um langa hríð. Óhætt er að segja að að- gerðin hafi endurvakið bjartsýni fjárfesta. Síðar náði bandaríska hluta- bréfavísitalan Dow Jones sögulegu hámarki en lækkaði fl jótlega aftur. Útlit er fyrir að endurmat markaðarins á áhættu sé að einhverju leyti varanlegt. Aðstæður á fjármálamörkuðum undanfarin ár hafa verið óvenjulegar. Grunnvextir hafa verið lágir, vaxtaálag verið í sögulegu lágmarki, aðgangur að fjármagni greiður og áhættusækni á markaði skilað ríkulegri ávöxtun. Hins vegar er vaxtaálag nú töluvert hærra en um mitt ár og ljóst að fjárfestar eru varari um sig en þeir hafa verið í langan tíma. Flestir seðlabankar hafa heimild til að veita fjármálastofnunum í lausafjárvanda lán til þrautavara. Þeir geta rýmkað reglur um tryggingar til að auðvelda aðgang að slíkri fyrirgreiðslu. Seðlabankar geta eðli málsins samkvæmt útvegað ótakmarkaða fjárhæð í heimagjaldmiðli, fullnægi lántaki öðrum skilyrðum sem sett eru. Tilgangur þrautavara lána er að koma í veg fyrir að tímabundin lausafjárvandræði reki fjármálafyrirtæki með fullnægjandi eiginfjárstöðu í þrot. Hinn 14. september tilkynnti Englandsbanki að hann hefði, að höfðu samráði 1. Upplýsingar í greininni miðast við 24. október 2007. Mynd 1 Stýrivextir nokkurra seðlabanka og hækkun frá síðustu Peningamálum % Heimild: Reuters. 0 5 10 15 Ís la nd N or eg ur D an m ör k N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía Sv íþ jó ð Sv is s K an ad a Br et la nd Ev ró pa Ja pa n Ba nd ar ík in Stýrivextir Hækkun Lækkun OBX (Noregur) DJIA (Bandaríkin) NIKKEI 225 (Japan) Mynd 2 Þróun nokkurra hlutabréfavísitalna Daglegar tölur 1. september 2006 - 24. október 2007 1. september 2006 = 100 Heimild: Bloomberg. 80 90 100 110 120 130 140 150 160 sep. okt. des. jan. mar. maí júní ág. okt. des. DAX (Þýskaland) OMXI15 (Ísland) FTSE100 (Bretland)

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.