Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 66

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 66
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 66 við breska fjármálaeftirlitið, veitt fasteignalánabankanum Northern Rock slíka fyrirgreiðslu. Innlánseigendur bankans brugðust skjótt við þessum tíðindum og hófu að draga innstæður sínar út úr bankanum. Í fyrsta skipti frá því eftir miðja 19. öld varð áhlaup á breskan banka. Vandinn sem þrautavaralánið átti að leysa skapaði því annan vanda og hann mun meiri sem sé vantraust á getu bankans. Að lokum lýstu bresk stjórnvöld því yfi r að þau tryggðu allar innstæður í bankanum og að sú trygging gilti meðan óróinn varir. Viðbrögð viðskiptavina komu öllum að óvörum. Sá lærdómur situr eftir og ætti að vera yfi rvöldum og fjármálastofnunum í hverju landi umhugsunarefni að fyrirgreiðsla til þrautavara er tvíeggjað sverð. ... og einnig hér heima Óróinn á alþjóðamörkuðum hafði ekki veruleg áhrif á innlendan pen- ingamarkað. Engin merki voru um lausafjárskort né annað sem kallaði á aðgerðir af hálfu Seðlabanka Íslands. Innlendar fjármálastofnanir virt- ust nokkuð vel búnar undir að takast á við tímabundnar þrengingar í aðgangi að lánsfé. Reynsla síðastliðins árs kom þeim vafalítið til góða. Gengi íslensku krónunnar lækkaði töluvert á meðan óróinn stóð sem hæst. Frá því seint í júlí fram í miðjan ágúst lækkaði það um 15%. Miklar sviptingar urðu í stöðutöku með krónunni í ágúst. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn safnar um gjaldeyrisjöfnuð banka2 var eign þeirra í framvirkum samningum 769 ma.kr. í lok ágúst en meðalstaða mánaðarins var aðeins 674 ma.kr. eða 32 ma.kr. lægri en lokastaða júlí. Fjárfestar í krónunni virðast því hafa lokað stöðum sínum í fyrri hluta ágúst meðan óróinn var mestur en tekið stöður á ný í seinni hluta ágúst. Framvirk staða bankanna hækkaði því töluvert í ágúst þrátt fyrir allt, hvort sem mælt er í krónum eða erlendri mynt, en krónan veiktist um 3,5% frá upphafi til loka mánaðarins. Krónan hefur síðan haldið styrk sínum og gengisfl ökt minnkað mikið. Sterkt samband íslensku krónunnar við gengi annarra hávaxtamynta veldur því að áfram má búast við að gengissveifl ur ráðist að miklu leyti af aðstæðum á alþjóðlegum mörkuðum. Hlutabréfaverð hérlendis náði sögulegu hámarki 19. júlí er OMXI15 hlutabréfavísitalan mældist 9.080 stig. Hinn 16. ágúst hafði vísitalan lækkað um 17% frá sínu hæsta gildi og mældist 7.550 stig. Helmingur lækkunarinnar gekk til baka næstu daga á eftir. Hlutabréfaverð lækkaði aftur um miðbik september og fór vísitalan aftur niður í 7.550 stig. Þá tók það aftur að hækka og náði um 8.600 stigum um miðjan október. Síðan hefur leiðin frekar legið niður á við en ljóst er að arðsemi banka og fjárfestingarfélaga sem mynda stóran hluta OMXI15-vísitölunnar var mun lakari á þriðja ársfjórðungi en fyrstu sex mánuði ársins. Hægir á útgáfu jöklabréfa Útgáfa jöklabréfa umfram innlausn hefur numið 109 ma.kr. það sem af er þessu ári. Frá byrjun þriðja ársfjórðungs hefur útistandandi fjárhæð þeirra dregist saman um 16 ma.kr. Í lok ágúst sl. var staðan 437 ma.kr. og hafði aldrei verið hærri. Útistandandi nafnverð jöklabréfa er nú 373 ma.kr. Aðeins 12 ma.kr. falla í gjalddaga til áramóta en í janúar 2008 2. Gögn frá Glitni hf., Kaupþingi hf. og Landsbanka Íslands hf. Daglánavextir Vextir yfir nótt Stýrivextir 3 mánaða vextir á krónumarkaði Viðskiptareikningsvextir Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 3 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Daglegar tölur 22. maí 2006 - 24. október 2007 % 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 m já s n d f moj aj jj á s o Mynd 4 Veðlán, staða ríkissjóðs og álögð bindiskylda Daglegar tölur 23. maí 2006 - 24. október 2007 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2006 2007 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 Veðlán Staða ríkissjóðs Álögð bindiskylda og staða ríkissjóðs Mynd 5 Gengi gagnvart JPY Daglegar tölur 1. janúar - 24. október 2007 1. jan. 2007=100 Heimild: Seðlabanki Íslands. 90 95 100 105 110 115 120 125 OSÁJJMAMFJ AUD NZD ISK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.