Peningamál - 01.11.2007, Síða 67

Peningamál - 01.11.2007, Síða 67
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 67 falla 68,5 ma.kr. af jöklabréfum til greiðslu. Undanfarnar fjórar vikur hefur útgáfa jöklabréfa aðeins numið 4 ma.kr. svo að áhugi markaðar- ins á nýjum útgáfum virðist takmarkaður um þessar mundir. Sterk lausafjárstaða ríkissjóðs og veðlán Seðlabankans Afkoma ríkissjóðs það sem af er þessu ári hefur verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Innstæða ríkissjóðs í Seðlabankanum hefur vaxið undan- farna mánuði og var 17. október alls 133 ma.kr. Staða veðlána Seðla- bankans hefur einnig hækkað mikið. Stökk sem varð í þeim í kringum stóran gjalddaga jöklabréfa í september kann að benda til þess að fjár- festar taki nú frekar stöðu í íslensku krónunni á peningamarkaði. Áhrif gjalddagans voru vart mælanleg á gjaldeyrismarkaði en það styður þessar vangaveltur. Það kann einnig að benda til þess að fjárfestar í vaxtamunarviðskiptum vilji gera styttri samninga sem auðvelt er að loka með stuttum fyrirvara. Krónustaða bankanna virðist einnig vera rúm. Vextir á millibanka- markaði hafa legið nær grunnvöxtum Seðlabankans en oft áður. Vextir hækkuðu þó nokkuð um tíma í ágúst þegar óróinn á fjármálamarkaði stóð sem hæst. Líklegt er að bankarnir hafi haldið að sér höndum í lánveitingum tímabundið meðan óvissan var í hámarki. Vextir náðu þó aldrei að vera hærri en daglánavextir Seðlabankans en þeir mynda þak vaxtarófs skammtímavaxta við eðlilegar aðstæður. Aukið aðhald í langtímavöxtum Verðtryggðir og óverðtryggðir langtímavextir eru nú mun hærri en við útgáfu síðustu Peningamála. Óverðtryggðir vextir hafa hækkað jafnt og þétt þetta ár m.a. vegna yfi rlýsinga Seðlabankans um að nauðsynlegt sé að viðhalda ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til að ná niður verðbólgu. Verðtryggðir vextir hafa einnig hækkað en breyttu um kúrs í kjölfar óróans í júlí og ágúst er markaðsaðilar hófu að kaupa sér tryggingu gagnvart verðbólgu vegna skarprar gengislækkunar krónunnar. Peninga- legt aðhald er því greinilega að skila sér í lengri enda vaxtarófsins. Þrátt fyrir mikla hækkun á ávöxtunarkröfu íbúðabréfa hefur Íbúða- lánasjóður ekki breytt vöxtum útlána síðan 13. september. Ávöxtun lengstu íbúðabréfanna á eftirmarkaði eru nú hærri en útlánsvextir sjóðs- ins án uppgreiðsluálags. Sjóðurinn er stór á innlendum íbúðalánamarkaði og þess vegna er mikilvægt að vextir á útlánum hans endurspegli vax- taþróun á markaði. Augljóst er að vaxtastefna sjóðsins hefur torveldað viðleitni Seðlabankans til að draga úr verðbólgu. Útgáfa ríkisverðbréfa Afgangur á ríkissjóði undanfarin ár hefur leitt til verulegrar lækkunar skulda og er nú svo komið að hrein staða ríkissjóðs, þ.e. kröfur ríkis- sjóðs og handbært fé að frádregnum skuldum, er jákvæð um 63 ma.kr. Markmið ríkissjóðs með útgáfu skuldabréfa er því fyrst og fremst að tryggja að eftirmarkaður með áhættulaus ríkisskuldabréf sé til staðar. Árið 2001 hætti ríkissjóður nánast að gefa út verðtryggð spari- skírteini en einbeitti sér að útgáfu óverðtryggðra ríkisbréfa og ríkisvíxla. Markmiðið með útgáfunum var m.a. að byggja upp áhættulausan óverðtryggðan ávöxtunarferil við hliðina á verðtryggðum ávöxtunar- ferli íbúðabréfa. Útgáfur ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs eru mikilvægur grunnur undir verðlagningu skuldabréfa sem gefi n eru út af öðrum Mynd 6 Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna Staða í lok mánaðar ágúst 2006 - september 2007 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 20072006 Erlendar skuldir Gjaldeyrisforði Mynd 7 Gjaldeyrisforði og vergar erlendar skuldir ríkissjóðs 1. ársfj. 2001 - 3. ársfj. 2007 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 22 44 66 88 110 132 154 176 198 220 2007200620052004200320022001 Mynd 8 Raunávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 22. maí 2006 - 24. október 2007 % Heimild: Seðlabanki Íslands. 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 fj 2006 2007 a mm jj j á s o n d HFF150914 HFF150224 HFF150434 HFF150644 j á s o
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.