Peningamál - 01.11.2007, Page 68

Peningamál - 01.11.2007, Page 68
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 68 aðilum, t.d. sveitarfélögum og fyrirtækjum. Einnig stuðla útgáfurnar að framþróun á innlendum afl eiðumörkuðum. Óverðtryggðar útgáfur ríkis sjóðs styðja við uppbyggingu á vaxtaskiptamarkaði í krónum. Ávöxtunar ferlarnir eru einnig mikilvægur mælikvarði á verðbólguvænt- ingar markaðarins. Í ljósi lítillar lánsfjárþarfar ríkissjóðs hefur stefnan í innlendum út- gáfumálum verið að byggja upp fáa markfl okka óverðtryggðra skulda- bréfa. Nú eru útistandandi þrír fl okkar ríkisvíxla, sá lengsti með gjald- daga eftir þrjá mánuði. Þá eru útistandandi fi mm fl okkar ríkis bréfa, tveir sem eru á gjalddaga árið 2008 en hinir árin 2009, 2010 og 2013. Þörf fyrir 10 ára óverðtryggð ríkisbréf Á undanförnum árum hefur meðallíftími lánasafns ríkisins styst. Á rúmlega ári hefur meðaltími lánasafnsins styst úr 4,5 árum í 2,8 ár. Ástæðan er sú að ríkissjóður hefur undanfarið ár einbeitt sér að útgáfu ríkisbréfa til tveggja ára. Síðast var gefi nn út nýr 10 ára ríkisbréfa- fl okkur í maí árið 2002. Með hliðsjón af endurfjármögnunaráhættu og þörfum markaðarins væri æskilegt að auka meðallíftíma safnsins með útgáfu á nýjum 10 ára fl okki. Það myndi draga úr vægi verðtryggðra skuldbindinga á innlendum lánamarkaði og mynda grunn sem auð- veldaði öðrum útgefendum að gefa út óverðtryggð bréf til lengri tíma. Útgáfa 10 ára ríkisbréfafl okks myndi einnig auðvelda verðlagningu vaxtaskiptasamninga í krónum til 10 ára, en sem stendur sýna við- skiptabankarnir tvíhliða tilboð í vaxtaskiptasamninga til allt að 5 ára. Slík útgáfa gæfi einnig mikilvægar viðbótarupplýsingar við þann feril sem fyrir er og myndi bæta miðlun peningastefnunnar út vaxtarófi ð. Samanburður á ávöxtunarkröfu á milli landa miðast yfi rleitt við 10 ára markfl okka og leitast ríki við að gefa reglulega út slíka fl okka þótt eig- inleg fjárþörf sé ekki til staðar. Nauðsynlegt er að byggja nýjan 10 ára markfl okk hratt upp í byrjun svo að eðlileg verðmyndun náist sem fyrst. Á næsta ári eru tveir fl okkar ríkisbréfa á gjalddaga sem samtals nema 30 ma.kr. að nafnverði. Það ætti að greiða fyrir útgáfu á nýjum 10 ára fl okki ríkisbréfa. Lítil velta á víxlamarkaði Útgáfa ríkisvíxla hefur því miður ekki skilað þeim árangri sem von- ast var eftir en þriggja mánaða víxlar eru nú seldir í mánaðarlegum útboðum. Stærð hvers fl okks er 4-5 ma.kr. Að jafnaði eru því útistand- andi ríkisvíxlar fyrir um 12-15 ma.kr. Kaupendurnir eru aðallega pen- ingamarkaðssjóðir sem halda þeim til gjalddaga. Velta með ríkisvíxla í Kauphöllinni er sáralítil en á árunum 2003-2005 var hún 80-90 ma.kr. á ári. Síðustu tvö árin hefur veltan verið innan við 10 ma.kr. á ári. Víxlarnir skipta því óverulegu máli fyrir vaxtamyndun á stysta enda vaxta rófsins en millibankamarkaður með krónur hefur tekið við því hlutverki. Hliðstæð þróun hefur átt sér stað á öðrum mörkuðum, t.d. á Norðurlöndunum. Lántökukostnaður við útgáfu ríkisvíxla er mikill á meðan skammtímavextir eru háir. Meðalávöxtun samþykktra tilboða á yfi rstandandi ári hefur legið á bilinu 13,5%-15%. Vegna þess að ávöxtunarferillinn er niðurhallandi yrði lántökukostnaður ríkissjóðs (a.m.k. til skamms tíma) lægri. Einnig er mikilvægt fyrir markaðinn, miðlun peningastefnunnar og til að draga úr vægi verðtryggingar á Erlendar skuldir Innlendar skuldir Mynd 9 Innlendar og erlendar skuldir ríkissjóðs1 % af VLF 1. Til og með 24. október 2007. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95‘94 Mynd 10 Ávöxtun ríkisbréfa Daglegar tölur 22. maí 2006 - 24. október 2007 % Heimild: Seðlabanki Íslands. 7 8 9 10 11 12 13 14 15 RIKB 08 0613 RIKB 08 1212 RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 RIKB 09 0612 fj 2006 2007 a mm jj j á s o n d j á s o

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.