Peningamál - 01.11.2007, Side 81

Peningamál - 01.11.2007, Side 81
Júní 2007 Hinn 26. júní tilkynnti Kaupþing banki hf. um útgáfu víkjandi skulda- bréfa að fjárhæð 250 milljónir evra eða um 21 ma.kr. Skuldabréfi n teljast til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1). Júlí 2007 Hinn 5. júlí var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði ákveð- ið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hinn 5. júlí samþykkti Fjármálaeftirlitið samruna VBS fjárfestingarbanka hf. og Fjárfestingarfélags sparisjóðanna (FSP) undir nafni VBS fjárfest- ingarbanka hf. Hinn 6. júlí tilkynnti ríkisstjórnin um þriðjungs niðurskurð þorskkvóta á næsta fi skveiðiári og áform um mótvægisaðgerðir. Aðgerðirnar miða einkum að því að draga úr fyrstu áhrifum þeirrar tekjuskerðingar sem verður í kjölfar afl asamdráttarins, styrkja sjávarsamfélögin og efl a haf- rannsóknir. Með mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar verður u.þ.b. 6,5 ma.kr. varið á næstu þremur árum til nýrra verkefna sem styrkja atvinnulíf í landinu, auka menntun og bæta úrræði þeirra einstaklinga sem verða fyrir tekjutapi. Þar til viðbótar verður framkvæmdum fyrir rúmlega 4 ma.kr. fl ýtt í samgönguáætlun. Áætlað er að þær verði unnar á árunum 2008-2010. Hinn 30. júlí fór fram útboð á ríkisvíxlum RIKV 07 1101 hjá Lánasýslu ríkisins. Óskað var eftir kauptilboðum í fl okkinn og var heildarfjár- hæð áætluð á bilinu 2.500-5.000 m.kr. Alls bárust tilboð að nafnverði fyrir 8.500 m.kr. Tilboðum var tekið fyrir 5.000 m.kr. að nafnverði á meðal ávöxtun 13,82%. Hæsta ávöxtun tekinna tilboða var 13,90% og lægsta 13,58%. Hinn 31. júlí ákvað bankaráð Landsbanka Íslands hf. að nýta heimild í samþykktum félagsins frá aðalfundi 9. febrúar 2007 til að hækka hlutafé í Landsbanka Íslands hf. um 172.076.284 kr. að nafnverði. Hinir nýju hlutir verða notaðir til að greiða fyrir 90% af kaupverði breska verðbréfa- og fjárfestingarbankans Bridgewell Group plc. Nýir hlutir í Landsbankanum voru gefnir út 8. ágúst og skráðir í OMX Norrænu kauphöllina Íslandi hinn 9. ágúst. Bridgewell varð hluti af samstæðu- reikningi Landsbankans hinn 10. ágúst 2007. Starfsemi Bridgewell og Teather & Greenwood verður sameinuð undir heitinu Landsbanki Se- curities UK. Ágúst 2007 Hinn 15. ágúst tilkynnti Kaupþing banki hf. um undirritun samnings um kaup á öllu hlutafé í hollenska bankanum NIBC Holding BV fyrir u.þ.b. 3 ma. evra eða 270 ma.kr. Kaupþing greiðir seljanda hluta af kaupverðinu með útgáfu 110 milljóna nýrra hluta, samtals að verð- mæti 1.360 milljónir evra. Greiddar verða 1.625 milljónir evra í reiðufé af handbæru fé með útgáfu víkjandi skuldabréfa og afrakstri útgáfu á 40 milljónum nýrra hluta sem boðnir verða hluthöfum í forgangsréttar- útboði. Annáll efnahags- og peningamála

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.