Peningamál - 01.11.2007, Side 85

Peningamál - 01.11.2007, Side 85
Tölfræðihorn Ávöxtun erlendra verðbréfa lífeyrissjóðanna árið 2006 Seðlabanki Íslands kannar á hverju ári ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar innlendra lífeyrissjóða. Í ár var send fyrirspurn á stóra lífeyrissjóði um ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar þeirra árið 2006. Í könnuninni var spurt um markaðsvirði erlendra verðbréfa í upphafi og lok árs 2006. Einnig var spurt um kaup og sölu erlendra verðbréfa á árinu og að auki um mótteknar arð- og vaxtagreiðslur. Árið 2005 voru 18 stærstu lífeyrissjóðirnir í úrtakinu en þessir sjóðir áttu um 92% af erlendri verðbréfaeign lífeyrissjóðanna. Úrtakið náði til 11 stórra lífeyrissjóða í könnuninni árið 2006 en þeir áttu um 83% af erlendri verðbréfaeign allra lífeyrissjóða á Íslandi. Áfram há ávöxtun erlendra verðbréfa lífeyrissjóðanna Heildarávöxtun verðbréfa er mæld sem hækkun á markaðsvirði þeirra auk arð- og vaxtagreiðslna. Í greiðslujafnaðaruppgjöri við útlönd er ein- göngu litið á hreina ávöxtun sem tekjur af erlendri verðbréfaeign. Ekki er tekið tillit til breytinga á markaðsvirði verðbréfanna eða gengisbreyt- inga krónunnar. Niðurstaða könnunarinnar er nýtt til að meta ávöxt- un erlendrar verðbréfaeignar þjóðarinnar í greiðslujöfnuði við útlönd og til að greina hækkun á markaðsvirði í samanburði við alþjóðlegar hlutabréfavísitölur. Við mat á ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar er eðlilegast að skoða ávöxtun stærstu lífeyrissjóðanna enda hlutfall erlendrar verð- bréfaeignar mest í eignasafni þeirra og eru þeir oftast aðilar að stærst- um hluta viðskipta með erlend verðbréf á hverju ári. Ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar 11 stórra lífeyrissjóða árið 2006 var 30,7% sem er mun hærri ávöxtun en árið 2005 en þá nam ávöxtun erlendrar verð- bréfaeignar 18 stærstu lífeyrissjóðanna um 14,7% (sjá mynd 1). Mesta ávöxtun fengu þessir 11 lífeyrissjóðir af eign sinni í hlutdeildarskírtein- um eða um 31,3%. Þar af voru 0,16% arðgreiðslur en 31,1% var vegna hækkunar á markaðsvirði og gengisbreytinga. Hlutabréfaeignin skilaði ámóta ávöxtun eða um 30,8% og var 30,1% vegna hækkunar á markaðsvirði og gengisbreytinga. Meðalávöxtun skuldabréfa var um 20% en þar af voru 16,8% vegna hækkunar á markaðsvirði og gengis- breytinga en 2,9% vegna vaxtagreiðslna. Megintilgangur könnunar á ávöxtun erlendra verðbréfa er sá að kanna arðgreiðslur af erlendri verðbréfaeign lífeyrissjóðanna. Athygli vekur hversu lágar arðgreiðslurnar eru, en árið 2006 voru þær á bilinu 0,00-1,60% hjá lífeyrissjóðunum í úrtakinu. Skýringin á þessu er sú að algengt er að hlutafélög og verðbréfasjóðir greiði ekki arð til fjárfesta heldur felst ávinningur þeirra í mögulegri hækkun á markaðsvirði bréf- anna. Þau fyrirtæki sem greiða út arð miða arðgreiðslur við nafnverð hlutabréfanna sem er lág prósenta af markaðsvirði þeirra. Hins vegar hafa lífeyrissjóðirnir sagst hafa notið um 10-20% ávöxtunar af erlendri verðbréfaeign. Í útreikningum þeirra er stærsti hluti ávöxtunarinnar hækkun á markaðsvirði í krónum talið en ekki arðgreiðslur. Samsetning erlendrar verðbréfaeignar breyttist lítið Hlutdeild hlutabréfa, hlutdeildarskírteina og skuldabréfa breyttist lítið milli áranna 2005 og 2006 (sjá mynd 2). Þannig jókst hlutdeild hluta- Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Meðalávöxtun erlendrar verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna í könnuninni Í íslenskum krónum % -60 -40 -20 0 20 40 200620052004200320022001

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.