Peningamál - 15.05.2013, Síða 7

Peningamál - 15.05.2013, Síða 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 7 í fyrra. Eins og fjallað er um síðar í þessum kafla getur þessi forsenda tekið miklum breytingum á milli spágerða og er núverandi forsenda í hærri kantinum miðað við fyrri spár bankans. Óvissan um þessa for- sendu er því talsverð. Frekari umfjöllun um þróun á gjaldeyrismarkaði og gengisþróun er að finna í köflum II og III. Horfur um þróun viðskiptakjara hafa versnað frá því í febrúar en útflutningshorfur batnað vegna kraftmeiri þjónustuútflutnings Heldur hefur hægt á alþjóðlegum efnahagsbata frá útgáfu síðustu Peningamála. Óvissa hefur þó minnkað nokkuð vegna stuðningsað- gerða stjórnvalda helstu iðnríkja en þær hafa stuðlað að jákvæðari við- horfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum (sjá nánari umfjöllun síðar í þessum kafla). Búist er við að alþjóðlegur hagvöxtur taki að glæðast nokkuð þegar líða tekur á þetta ár, þótt áfram sé reiknað með fremur hægfara efnahagsbata. Gert er ráð fyrir tæplega 1% hagvexti meðal helstu viðskiptalanda Íslands í ár en um 2-2½% á ári næstu tvö ár. Þótt horfur séu á lægra hrávöru- og olíuverði á næstunni en gert var ráð fyrir í febrúar hafa horfur um þróun viðskiptakjara haldið áfram að versna. Verð sjávarafurða hefur lækkað nokkuð og er nú gert ráð fyrir enn frekari lækkunum á næstu tveimur árum í takt við almenna þróun alþjóðlegs hrávöru- og matvælaverðs og hægan hagvöxt á helstu markaðssvæðum. Álverð hefur að sama skapi verið töluvert óhagstæðara en spáð var í febrúar. Á móti lakari viðskiptakjarahorfum vegur að nú er spáð heldur meiri vexti útflutnings meginhluta spá- tímans. Skýrist það af auknum þjónustuútflutningi en horfur um vöruútflutning hafa versnað. Spáð er að útflutningur vöru og þjónustu vaxi um tæplega 3% í ár og ríflega 2% á ári að meðaltali á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir rýrnun viðskiptakjara vaxa útflutningstekjur allt tímabilið. Hagstæðari útflutningshorfur og hægari vöxtur innflutn- ings í takt við hægari innlend efnahagsumsvif gera það að verkum að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verður nokkru hagstæðara í ár og á næstu tveimur árum en í febrúarspánni. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál, útflutning og ytri skilyrði í kafla II. Gert ráð fyrir minni afgangi af viðskiptum við útlönd en í febrúar- spánni Talið er að afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði verði tæplega 7% af vergri landsframleiðslu í ár, sem er lítillega minni afgangur en spáð var í febrúar. Vegast þar á fyrrgreind áhrif lakari viðskiptakjara og hagstæðara framlags utanríkisviðskipta til hagvaxtar. Horfur eru á að afgangurinn minnki á næstu tveimur árum einkum sakir versnandi viðskiptakjara. Gert er ráð fyrir afgangi er nemur 4½% af landsfram- leiðslu á næsta ári og tæplega 3½% árið 2015. Samkvæmt opinberu uppgjöri er áætlað að halli á viðskiptajöfn- uði nemi 1½% af landsframleiðslu í ár. Hins vegar er talið að ríflega 4% afgangur verði á undirliggjandi viðskiptajöfnuði (þ.e. jöfnuði þar sem leiðrétt hefur verið fyrir reiknuðum tekjum og gjöldum innláns- stofnana í slitameðferð og áhrifum uppgjörs búa þeirra og fyrir lyfja- fyrirtækinu Actavis). Spáð er að undirliggjandi afgangur á viðskipta- jöfnuði minnki heldur er líður á spátímann, sem endurspeglar að aukn- ing þjóðhagslegs sparnaðar nær ekki að halda í við vöxt innlendrar Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Hagvöxtur á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum Breyting frá fyrra ári (%) Ísland Helstu viðskiptalönd -8 -6 -4 -2 0 2 4 2015201420132012201120102009 -6,6 -3,8 -4,1 2,6 2,9 1,7 1,6 0,8 1,8 0,9 3,0 1,9 3,5 2,6 1. Viðskiptakjör eru hlutfallslegt verð út- og innflutnings vöru og þjónustu. Kaupmáttur útflutningstekna er skilgreindur sem útflutningur vöru og þjónustu staðvirtur með verðlagi innflutnings vöru og þjónustu. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Viðskiptakjör og kaupmáttur útflutningstekna1 Breyting frá fyrra ári (%) Viðskiptakjör Kaupmáttur útflutningstekna -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Mynd I-6 Viðskiptajöfnuður 2000-20151 % af VLF Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Fjárfesting Undirliggjandi þjóðhagslegur sparnaður2 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. 2. Leiðrétt fyrir reiknuðum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð og áhrifum uppgjörs búa þeirra og Actavis. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘14‘12‘10‘08’06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.