Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 7

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 7 í fyrra. Eins og fjallað er um síðar í þessum kafla getur þessi forsenda tekið miklum breytingum á milli spágerða og er núverandi forsenda í hærri kantinum miðað við fyrri spár bankans. Óvissan um þessa for- sendu er því talsverð. Frekari umfjöllun um þróun á gjaldeyrismarkaði og gengisþróun er að finna í köflum II og III. Horfur um þróun viðskiptakjara hafa versnað frá því í febrúar en útflutningshorfur batnað vegna kraftmeiri þjónustuútflutnings Heldur hefur hægt á alþjóðlegum efnahagsbata frá útgáfu síðustu Peningamála. Óvissa hefur þó minnkað nokkuð vegna stuðningsað- gerða stjórnvalda helstu iðnríkja en þær hafa stuðlað að jákvæðari við- horfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum (sjá nánari umfjöllun síðar í þessum kafla). Búist er við að alþjóðlegur hagvöxtur taki að glæðast nokkuð þegar líða tekur á þetta ár, þótt áfram sé reiknað með fremur hægfara efnahagsbata. Gert er ráð fyrir tæplega 1% hagvexti meðal helstu viðskiptalanda Íslands í ár en um 2-2½% á ári næstu tvö ár. Þótt horfur séu á lægra hrávöru- og olíuverði á næstunni en gert var ráð fyrir í febrúar hafa horfur um þróun viðskiptakjara haldið áfram að versna. Verð sjávarafurða hefur lækkað nokkuð og er nú gert ráð fyrir enn frekari lækkunum á næstu tveimur árum í takt við almenna þróun alþjóðlegs hrávöru- og matvælaverðs og hægan hagvöxt á helstu markaðssvæðum. Álverð hefur að sama skapi verið töluvert óhagstæðara en spáð var í febrúar. Á móti lakari viðskiptakjarahorfum vegur að nú er spáð heldur meiri vexti útflutnings meginhluta spá- tímans. Skýrist það af auknum þjónustuútflutningi en horfur um vöruútflutning hafa versnað. Spáð er að útflutningur vöru og þjónustu vaxi um tæplega 3% í ár og ríflega 2% á ári að meðaltali á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir rýrnun viðskiptakjara vaxa útflutningstekjur allt tímabilið. Hagstæðari útflutningshorfur og hægari vöxtur innflutn- ings í takt við hægari innlend efnahagsumsvif gera það að verkum að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verður nokkru hagstæðara í ár og á næstu tveimur árum en í febrúarspánni. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál, útflutning og ytri skilyrði í kafla II. Gert ráð fyrir minni afgangi af viðskiptum við útlönd en í febrúar- spánni Talið er að afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði verði tæplega 7% af vergri landsframleiðslu í ár, sem er lítillega minni afgangur en spáð var í febrúar. Vegast þar á fyrrgreind áhrif lakari viðskiptakjara og hagstæðara framlags utanríkisviðskipta til hagvaxtar. Horfur eru á að afgangurinn minnki á næstu tveimur árum einkum sakir versnandi viðskiptakjara. Gert er ráð fyrir afgangi er nemur 4½% af landsfram- leiðslu á næsta ári og tæplega 3½% árið 2015. Samkvæmt opinberu uppgjöri er áætlað að halli á viðskiptajöfn- uði nemi 1½% af landsframleiðslu í ár. Hins vegar er talið að ríflega 4% afgangur verði á undirliggjandi viðskiptajöfnuði (þ.e. jöfnuði þar sem leiðrétt hefur verið fyrir reiknuðum tekjum og gjöldum innláns- stofnana í slitameðferð og áhrifum uppgjörs búa þeirra og fyrir lyfja- fyrirtækinu Actavis). Spáð er að undirliggjandi afgangur á viðskipta- jöfnuði minnki heldur er líður á spátímann, sem endurspeglar að aukn- ing þjóðhagslegs sparnaðar nær ekki að halda í við vöxt innlendrar Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Hagvöxtur á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum Breyting frá fyrra ári (%) Ísland Helstu viðskiptalönd -8 -6 -4 -2 0 2 4 2015201420132012201120102009 -6,6 -3,8 -4,1 2,6 2,9 1,7 1,6 0,8 1,8 0,9 3,0 1,9 3,5 2,6 1. Viðskiptakjör eru hlutfallslegt verð út- og innflutnings vöru og þjónustu. Kaupmáttur útflutningstekna er skilgreindur sem útflutningur vöru og þjónustu staðvirtur með verðlagi innflutnings vöru og þjónustu. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Viðskiptakjör og kaupmáttur útflutningstekna1 Breyting frá fyrra ári (%) Viðskiptakjör Kaupmáttur útflutningstekna -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Mynd I-6 Viðskiptajöfnuður 2000-20151 % af VLF Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Fjárfesting Undirliggjandi þjóðhagslegur sparnaður2 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. 2. Leiðrétt fyrir reiknuðum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð og áhrifum uppgjörs búa þeirra og Actavis. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘14‘12‘10‘08’06‘04‘02‘00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.