Peningamál - 15.05.2013, Side 10

Peningamál - 15.05.2013, Side 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 10 hún verði á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er um 2½% undir því sem spáð var í febrúar. Frá því að landsframleiðslan náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010, hefur hún vaxið um 7½% samkvæmt árstíðarleið- réttum tölum Seðlabankans. Hún er þó enn um 5% minni en hún var þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008.4 Hagvaxtarhorfur hér á landi einna skástar meðal þróaðra ríkja Eins og sést á mynd I-12 var efnahagssamdrátturinn hér á landi í kjöl- far alþjóðlegu fjármálakreppunnar meiri en að jafnaði meðal annarra OECD-ríkja. Það þarf ekki að koma á óvart í ljósi mikils ójafnvægis sem byggðist upp í aðdraganda kreppunnar. Einnig þarf að hafa í huga að hér á landi skall bæði á kerfislæg bankakreppa og alvarleg gjaldeyriskreppa. Rannsóknir benda til þess að efnahagssamdráttur í kjölfar slíkra kreppa sé að jafnaði allt að þrefalt meiri en þegar um hefðbundna bankakreppu, án gjaldeyriskreppu, er að ræða og að slíkar kreppur vari að jafnaði helmingi lengur (sjá t.d. rammagrein I-2 í Peningamálum 2012/4 og umfjöllun í kafla IV). Mynd I-12 sýnir þó að frá því að botni samdráttarskeiðsins var náð á fyrri hluta árs 2010 hefur vöxtur landsframleiðslunnar verið nánast sá sami hér á landi og t.d. í Bandaríkjunum og einnig svipaður og hagvöxtur annarra OECD- ríkja í heild og töluvert meiri en í Bretlandi og á evrusvæðinu. Þetta sést á mynd I-13 sem sýnir hagvöxt á síðasta ári meðal fjölda þróaðra ríkja og horfur fyrir árin 2013-15. Þótt hagvöxtur í fyrra og í ár hafi verið minni hér en spáð var, var hann einna hæstur þegar horft er til þróaðra ríkja og horfur eru á að svo verði áfram á næstu árum. Eins og myndir I-4 og I-14 sýna hefur hægt á hagvexti meðal helstu við- skiptalanda Íslands og alþjóðlegar hagvaxtarhorfur ítrekað reynst verri en vænst hafði verið (sjá einnig umfjöllun í kafla II) og á það nokkurn þátt í lakari horfum hér á landi (sjá einnig mynd I-22 síðar í þessum kafla). Nánari umfjöllun um innlenda hagvaxtarþróun og -horfur er að finna í kafla IV. Áframhaldandi bati á vinnumarkaði Atvinnuleysi hélt áfram að minnka á fyrsta fjórðungi þessa árs. Árstíðarleiðrétt skráð atvinnuleysi mældist 4,6% en 5,3% samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur því minnkað um 1½ prósentu frá sama tíma fyrir ári. Frá því sem það mældist mest eftir kreppu hefur skráða atvinnuleysið minnkað um tæplega 4 prósentur en um 2½ prósentu sé miðað við atvinnuleysi samkvæmt vinnumarkaðskönnuninni. Eins og sjá má á mynd I-15 hafa umskiptin á innlendum vinnumarkaði verið kröftugri en að meðaltali meðal annarra OECD-ríkja, hvort sem horft er til hækkunar hlutfalls starfandi eða fækkunar atvinnulausra. Samkvæmt niðurstöðum nýbirtrar vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar fjölgaði starfandi fólki um 2,7% á milli ára á fyrsta fjórð- ungi ársins. Er það fimmti ársfjórðungurinn í röð sem fjölgun mælist 4. Landsframleiðslan verður þó minni en ef hún hefði aukist í takt við langtímaleitnivöxt fyrir kreppuna. Í þeim skilningi hefur hluti landsframleiðslunnar tapast varanlega í fjár- málakreppunni. Í þessu samhengi þarf þó að hafa í huga að framleiðslustigið í aðdraganda kreppunnar var komið töluvert fram úr því sem talist getur sjálfbært. Hluti framleiðslutaps- ins endurspeglar því óhjákvæmilega aðlögun þjóðarbúsins eftir ofþenslu áranna fram að kreppunni. Sjá umfjöllun í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2011/4. -8 -6 -4 -2 0 2 4 1. Grunnspá PM 2013/2 fyrir Ísland en spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hin ríkin. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-13 Hagvaxtarþróun meðal iðnríkja1 Ársbreyting (%) Hagvöxtur 2012 Meðalhagvöxtur 2013-2015 G rik kl an d Ít al ía Sp án n H ol la nd Br et la nd D an m ör k Ír la nd Fr ak kl an d Fi nn la nd Sv íþ jó ð Þý sk al an d N ýj a- Sj ál an d Ba nd ar ík in Ís la nd Po rt úg al Á st ra lía N or eg ur Ja pa n Sv is s Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Fjöldi Mynd I-14 Spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um meðal- hagvöxt 2012-14 meðal 30 þróaðra ríkja < -1% -1% til 0% 0% til 1% 0 5 10 15 20 25 30 Apríl 2013 Okt. 2012 Sept. 2011 Okt. 2010 1% til 2% 2% til 3% > 3% Meðal- tal 2,5% Meðal- tal 2,2% Meðal- tal 1,2% Meðal- tal 0,9% 1 10 13 6 61293 1 5 6 9 5 4 258843 Mynd I-15 Þróun á vinnumarkaði í kjölfar fjármálakreppunnar1 Prósentur Ísland OECD-ríki Evrusvæðið 1. Ársbreytingar milli fjórða ársfjórðungs hvers árs. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 15-64 ára (árstíðarleiðrétt). 3. Fjöldi atvinnu- lausra sem hlutfall af vinnuafli (alþjóðlega samræmdur mælikvarði, árstíðarleiðrétt). Heimild: OECD. -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 ‘12‘11‘10‘09‘08‘12‘11‘10‘09‘08 Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysishlutfall3

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.