Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 17

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 17 legum rannsóknum. Flestir seðlabankar nota hana einnig til viðmið- unar við ákvörðunartöku, þótt enginn fylgi henni í blindni.6 Samkvæmt reglu Taylors eru vextir seðlabanka ákvarðaðir út frá fráviki verðbólgu frá markmiði og fráviki framleiðslu frá fram- leiðslugetu, þ.e. framleiðsluspennunni í þjóðarbúskapnum (stundum er notað frávik atvinnuleysis frá jafnvægisatvinnuleysi í stað fram- leiðsluspennunnar) og gefur reglan í sinni einföldustu mynd jafnt vægi á hvort frávik: þar sem i eru seðlabankavextir, r* er það sem kallað er hlutlausir raunvextir,7 p er verðbólga, pT er verðbólgumarkmið seðlabankans og x mælir spennu eða slaka í þjóðarbúskapnum. Eins og Taylor- reglan ber með sér gildir í jafnvægi (þar sem verðbólga er við verð- bólgumarkmiðið og hvorki er slaki né spenna í þjóðarbúskapnum) að seðlabankavextirnir eru (r*+pT ) sem samsvara hlutlausum nafn- vöxtum bankans. Sé verðbólga hins vegar umfram markmið og nýt- ing framleiðsluþátta umfram framleiðslugetu, ættu vextir bankans að vera umfram hlutlausa vexti og öfugt ef verðbólga er undir mark- miði og slaki er í þjóðarbúinu. Við aðstæður þar sem verðbólga er umfram markmið þrátt fyrir slaka í þjóðarbúinu vandast málið en þá ræðst vaxtastigið af hlutfallslegri stærð hvors fráviks fyrir sig. Mynd 5 sýnir þróun vaxta á Íslandi og í öðrum iðnríkjum miðað við ofangreinda Taylor-reglu. Notast er við kjarnaverðbólgu og mat Seðlabankans á framleiðsluspennu á Íslandi en mat OECD á framleiðsluspennu annarra ríkja. Gert er ráð fyrir að hinir hlut- lausu raunvextir séu 2% í öllum ríkjunum, sem er algengt viðmið við útreikninga vaxtaferla út frá Taylor-reglum. Hins vegar er álitamál hverjir þessir vextir eru eftir fjármálakreppuna og má færa rök fyrir því að þeir hafi jafnvel lækkað. Þó benda rannsóknir Seðlabankans til þess að þessir vextir hafi verið nokkru hærri en 2% hér á landi fram að kreppunni í samræmi við reynslu annarra smárra skuldsettra ríkja með lágt sparnaðarstig og því gætu þeir verið hærri en 2% eftir kreppuna þótt líklegt sé að þeir hafi lækkað frá því sem þeir voru fyrir hana.8 Eins og sjá má hefðu vextir í samanburðarríkjunum að jafnaði átt að vera um 1½-2% frá árinu 2009 og um 1-3½% í flestum þeirra. Hér á landi hefðu þeir átt að vera hátt í 20% árið 2009 en síðan að lækka í um 4% árið 2011 en hækka á ný í ríflega 7% í fyrra. Taylor-reglan gefur því til kynna að vextir hefðu þurft að vera nokkru hærri hér á landi en meðal annarra iðnríkja þrátt fyrir að efnahagssamdrátturinn hafi verið meiri hér á landi og endurspeglar það að verðbólga hefur reynst mun þrálátari hér á landi í kjölfar fjár- málakreppunnar. Þegar peningastefnan er talin veita verðbólguvæntingum trausta kjölfestu er jafnan talið óhætt að horfa fram hjá tíma- bundnum sveiflum í verðbólgu við mótun peningastefnunnar. Áhrifa vaxtaákvarðana gætir jafnframt með nokkrum tímatöfum og því þarf peningastefnan að vera framsýn. Því getur einnig verið áhuga- vert að skoða vaxtaferla út frá Taylor-reglum þar sem notast er við langtímaverðbólguvæntingar í stað núverandi verðbólgu (sjá mynd 6). Í þessu tilviki gefur Taylor-reglan vexti í samanburðarríkjunum á bilinu 2-3½% en á bilinu 3-7% hér á landi og gefur því til kynna að 6. Sjá ítarlega umfjöllun um Taylor-regluna og tölfræðilegt mat á henni á mismunandi tímabilum í kafla 3 í „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“, Seðlabanki Íslands, Sérrit 7, september 2012. Einnig er fjallað um Taylor-regluna í rammagreinum í Peningamálum 2002/2 og 2007/3. 7. Þessir vextir endurspegla innra jafnvægi þjóðarbúsins og ráðast af efnahagsþáttum sem eru utan áhrifasviðs peningastefnunnar, eins og framleiðni fjármagns, sparnaðarhneigð og langtímavexti framleiðslugetu. 8. Sjá kafla 3 í „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“, Seðlabanki Íslands, Sérrit 7, september 2012. i = (r*+pT) + 0,5 (p-pT ) + 0,5x 1. Taylor-regla út frá fráviki kjarnaverðbólgu frá markmiði og framleiðslu- spennu (metinni af OECD fyrir önnur lönd en Ísland), með vægið 0,5 á hvorn lið. Miðað er við að hlutlausir raunvextir séu 2% í öllum löndunum og á öllu tímabilinu. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. % Mynd 5 Seðlabankavextir á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum samkvæmt Taylor-reglu1 Ísland Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs -5 0 5 10 15 20 2009 2010 2011 2012 1. Taylor-regla út frá fráviki langtímaverðbólguvæntinga frá markmiði og framleiðsluspennu (metinni af OECD fyrir önnur lönd en Ísland), með vægið 0,5 á hvorn lið. Miðað er við að hlutlausir raunvextir séu 2% í öllum löndunum og á öllu tímabilinu. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands.. % Mynd 6 Seðlabankavextir á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum samkvæmt Taylor-reglu1 Ísland Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2009 2010 2011 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.