Peningamál - 15.05.2013, Síða 19

Peningamál - 15.05.2013, Síða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 19 vikið nokkuð frá markmiði. Það hefur einnig gert þeim kleift að nota peningastefnuna af mun meiri áræðni við að styðja við efnahagslífið í kjölfar fjármálakreppunnar en unnt hefur verið hér á landi þar sem verðbólguvæntingar skortir trausta kjölfestu. Ef eitthvað er hefur vandi fjölda iðnríkja fremur verið hættan á langvarandi verðhjöðnun með tilheyrandi skaða fyrir efnahagsumsvif, eins og reynsla Japana er glöggt dæmi um. Til þess að sporna við þessari hættu hafa seðla- bankar þessara ríkja lækkað vexti eins og unnt er og til viðbótar grip- ið til ýmissa óhefðbundinna aðgerða til að örva þjóðarbúskapinn, eins og t.d. stórfelldra skuldabréfakaupa (e. quantitative easing). Í flestum tilvikum hefur tekist vel að komast hjá verðhjöðnun en erfiðara hefur reynst að flýta efnahagsbata og tryggja hagstæðari fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja. Sá vandi sem innlend peningastefna á við að glíma er þó fjarri því að vera einstakur í hagsögunni. Önnur iðnríki glímdu við sama vanda fyrir um þrjátíu árum og enn skemmra er síðan fjölda nýmark- aðsríkja tókst loks að losna úr viðjum sama vanda. Í báðum tilvikum tókst að lokum að ná tökum á verðbólgunni og tryggja verðbólgu- væntingum trausta kjölfestu. Þótt það hafi kostað skammtímafórnir kom ábatinn berlega í ljós í fjármálakreppunni þar sem hægt var að slaka verulega á taumhaldi peningastefnunnar til að vinna á móti efnahagssamdrættinum. Engin ástæða er til þess að ætla að ekki sé hægt að tryggja slíka kjölfestu hér á landi en það tekur tíma og kostar þrautseigju. 1. Ríkin eru Argentína, Armenía, Brasilía, Indland, Indónesía, Kasakstan, Mexíkó, Rúmenía, Rússland, Serbía, Suður-Afríka, Tyrkland, Ungverja- land, Úkraína og Úrúgvæ. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Macrobond. % Mynd 10 Seðlabankavextir á Íslandi og í 15 öðrum ríkjum 2009-20121 Ísland Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs 0 2 4 6 8 10 12 14 2009 2010 2011 2012

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.