Peningamál - 15.05.2013, Page 23

Peningamál - 15.05.2013, Page 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 23 Lakari horfur um þróun útflutningsverðs ... Verð sjávarafurða hefur lækkað undanfarna mánuði eftir að hafa náð hámarki um mitt síðastliðið ár. Lækkunin hefur þó verið mismikil eftir tegundum. Verðlækkunina má rekja til erfiðs efnahagsástands og minnkandi kaupmáttar í ýmsum Evrópuríkjum, sérstaklega við Miðjarðarhaf, en einnig til aukins framboðs þorsks úr Barentshafi. Þetta hefur einkum haft áhrif á dýrari tegundir sjávarafurða, enda höfðu ýmsar tegundir í hærri gæðaflokki hækkað mikið og langt umfram önnur sambærileg matvæli. Einn flokkur sjávarafurða, afurðir upp- sjávarfiska (frystur makríll, loðna, lýsi o.s.frv.), hefur þó haldið áfram að hækka í verði enda er þar um tiltölulega ódýra matvöru að ræða og er Ísland með stóra markaðshlutdeild í Austur-Evrópu, Afríku og Asíulöndum á þessu sviði. Þá er markaðsstaða á íslensku mjöli og lýsi mjög sterk vegna mikilla gæða, nálægðar við helstu kaupendur og lítils framboðs frá öðrum söluaðilum. Í byrjun árs var meðalverð sjávaraf- urða tæplega 6% lægra í erlendum gjaldmiðli en á sama tíma fyrir ári. Flestir markaðsaðilar telja að verðlækkunarhrinunni í botnfiskafurðum sé að linna, en skýr merki þess eru þó ekki í augsýn. Í spánni nú er gert ráð fyrir að meðalverð sjávarafurða lækki um rúm 2% í ár, þrátt fyrir að verð á afurðum uppsjávarfiska haldi áfram að hækka. Þetta er lítillega meiri lækkun en reiknað var með í febrúar. Á næsta ári er gert ráð fyrir að verð sjávarafurða lækki eitthvað áfram í takt við almenna þróun alþjóðlegs hrávöru- og matvælaverðs og hægan hagvöxt á helstu markaðssvæðum og að meðalverð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðli lækki um rúm 2% og um 1% til viðbótar árið 2015. Álverð hefur lækkað í ár í takt við annað hrávöruverð eftir lítils háttar styrkingu undir lok síðasta árs. Lækkun milli mánaða í mars var tæp 7% og hefur mánaðarlækkun ekki verið jafn mikil í tæp þrjú ár. Á fyrsta fjórðungi ársins hefur álverð því lækkað um 8% frá sama tímabili ári áður. Meðalverð áls var tæplega 2.020 Bandaríkjadalir á tonnið, en var 2.400 Bandaríkjadalir árið á undan. Nú í apríl hafði tonnið af áli lækkað enn frekar í rúmlega 1.850 Bandaríkjadali að meðaltali. Áætlað er að verð á áli haldist lágt út árið sem er í samræmi við þróun framvirks verðs og spár helstu markaðsaðila. Gert er ráð fyrir að meðalálverð á þessu ári verði því svipað og það var í fyrra í stað tæplega 5% hækkunar í síðustu Peningamálum. Þá er útlit fyrir að álverð hækki um rúmlega 3% á ári á næstu tveimur árum sem er heldur meiri hækkun en í febrúarspánni. ... leiða til þess að viðskiptakjör rýrna meira en áður var spáð Nokkur breyting hefur orðið á alþjóðlegri verðlagsþróun og -horfum frá því í byrjun árs eins og nefnt hefur verið hér að framan. Á það einkum við um verð á áli og sjávarafurðum. Á sama tíma er gert ráð fyrir svipaðri lækkun olíuverðs og í fyrri spá, en að hrávöruverð lækki aðeins meira, sem vegur nokkuð á móti lækkun útflutningsverðs. Svipaða sögu má segja um verð aðfanga til álframleiðslu, einkum súráls, sem lækkar í takt við þróun álverðs. Engu að síður er útlit fyrir að viðskiptakjör verði nokkru lakari í ár en spáð var í febrúar og versni um rúm 2% í stað þess að haldast nánast óbreytt. Á næsta ári er einnig gert ráð fyrir lakari þróun en í febrúar, en þá er talið að við- skiptakjör rýrni um u.þ.b. ½% í stað þess að batna um tæplega 1% eins og gert var ráð fyrir í febrúarspánni. Horfurnar fyrir árið 2015 eru 1. Verð á sjávarafurðum í erlendum gjaldmiðli er reiknað með því að deila í verð sjávarafurða í íslenskum krónum með vöruskiptavog m.v. útflutning. Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Seðlabanki Íslands. Vísitala, janúar 1999 = 100 Mynd II-9 Verð á sjávarafurðum og áli Í erlendum gjaldmiðli Verð sjávarafurða (v. ás)1 Álverð (h. ás) $/tonn ‘13‘11‘05 ‘07 ‘09‘03‘01‘99 ‘15 90 100 110 120 130 140 150 1.000 1.400 1.800 2.200 2.600 3.000 3.400 PM 2013/1 PM 2013/2 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Framlag helstu undirliða til ársbreytingar viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega breytingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi vöru og þjónustu. Liðurinn "annað" er afgangsliður. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-10 Viðskiptakjör og framlag undirliða 2010-20151 Sjávarafurðaverð Hreint framlag álverðs Framlag viðskiptakjara þjónustu Hrávöruverð Olíuverð Annað Viðskiptakjör vöru og þjónustu -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 201520142013201220112010

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.