Peningamál - 15.05.2013, Síða 33
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
33
IV Innlend eftirspurn og framleiðsla
Frá haustmánuðum hafa hagvísar gefið til kynna að dregið hafi úr
þrótti efnahagsbatans og hefur það birst í lakari horfum um innlend
efnahagsumsvif í spám Seðlabankans. Áþekkrar þróunar hefur gætt
víða erlendis þar sem veikburða efnahagsbati hefur jafnvel vikið fyrir
samdrætti landsframleiðslu. Nýjar tölur Hagstofu Íslands benda til þess
að hægt hafi nokkuð örar á batanum í fyrra en áætlað var í febrúarspá
bankans. Þróttur eftirspurnar heimila og fyrirtækja virðist hafa verið á
hraðara undanhaldi en vænst var og óvíst er hversu langvarandi þetta
bakslag verður. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að horfur vænkist og
að vöxtur einkaneyslu sæki í sig veðrið er líða tekur á árið og að fjár-
munamyndun vaxi ört árin 2014-15, einkum fyrir tilstilli aukinnar stór-
iðjufjárfestingar. Samkvæmt spánni heldur því efnahagsbatinn áfram
þótt róðurinn verði þyngri en vænst var í síðustu spá. Þrátt fyrir að nú
sé spáð minni hagvexti á spátímanum verður hann svipaður meðal-
hagvexti síðustu þrjátíu ára og nægir til þess að framleiðsluslakinn
hverfi undir lok spátímans.
Hagvöxtur var minni í fyrra en gert var ráð fyrir í febrúarspánni
Hagvöxtur var 1,6% í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar
sem er liðlega ½ prósentu minni vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar-
spánni. Árstíðarleiðréttur vöxtur landsframleiðslunnar á milli árs-
helminga á fyrri helmingi ársins var svipaður og í síðustu spá en vöxtur
á síðari helmingi ársins var minni eða 0,9% í stað u.þ.b. 1½% vaxtar
samkvæmt febrúarspánni.1 Vegur þungt að innflutt þjónusta jókst
meira en áður var spáð. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var
því minna. Hins vegar jókst innlend eftirspurn um tæplega 2% eða
svipað og spáð var í febrúar.
Þegar þjóðhagsreikningar síðasta árs eru skoðaðir ber að hafa
í huga að um bráðabirgðatölur er að ræða. Þetta á ekki síst við um
tölur um atvinnuvegafjárfestingu. Sé tekið mið af endurskoðunum
síðustu ára er ekki ólíklegt að hagvöxtur síðasta árs muni að endingu
mælast meiri en 1,6%. Í því samhengi má nefna að hagvöxtur ársins
2011 var nýverið endurskoðaður upp á við um 0,3 prósentur í 2,9%,
einkum vegna þess að betri fyrirtækjagögn sýndu meiri vöxt fjár-
festingar. Niðurstöður könnunar Seðlabankans á fjárfestingaráformum
fyrirtækja gætu einnig gefið til kynna að vænta megi nokkurrar endur-
skoðunar á almennri atvinnuvegafjárfestingu eins og hún var mæld á
síðasta ári.
Þjóðartekjur jukust meira en landsframleiðslan
Vergar þjóðartekjur árið 2011 jukust um 6% frá fyrra ári og í fyrra um
tæplega 4%. Þær hafa því vaxið nokkru meira en landsframleiðslan
síðastliðin tvö ár. Það stafar af því að jákvæð áhrif vegna hreinna
launa- og vaxtatekna innlendra aðila erlendis hafa vegið þyngra en
rýrnun viðskiptakjara.
1. Hér er vísað í árstíðarleiðréttar tölur sem byggjast á mati Seðlabankans. Eins og rakið er í
rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4 virðast aðferðir Hagstofunnar við árstíðarleiðrétt-
ingu ekki henta við túlkun efnahagsþróunar innan árs og kýs Seðlabankinn því að nota aðrar
aðferðir við árstíðarleiðréttingu.
Mynd IV-1
Þjóðhagsreikningar 2012
og mat Seðlabankans
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
PM 2013/1
Hagstofa Íslands
-2 -1 0 1 2 3 4 5 6
Verg landsfr.
Innflutningur
Útflutningur
Þjóðarútgjöld
Fjárfesting
Samneysla
Einkaneysla
Mynd IV-3
Framlag undirliða landsframleiðslu
til efnahagsbata1
1. Frá 2. ársfj. 2010 til 4. ársfj. 2012.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
-6 -4 -2 0 2 4 6
Inn-
flutningur
Önnur
fjárfesting
Samneysla
Birgða-
breytingar
Einkaneysla
Atvinnu-
vega-
fjárfesting
Útflutningur
Prósentur
Mynd IV-2
Landsframleiðsla og þjóðartekjur1
1. Vergar þjóðartekjur eru skilgreindar sem verg landsframleiðsla leiðrétt
fyrir áhrifum viðskiptakjara og hreinna launa- og vaxtatekna frá útlöndum.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Verg landsframleiðsla
Vergar þjóðartekjur
-20
-15
-10
-5
0
5
10
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00