Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 33

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 33 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Frá haustmánuðum hafa hagvísar gefið til kynna að dregið hafi úr þrótti efnahagsbatans og hefur það birst í lakari horfum um innlend efnahagsumsvif í spám Seðlabankans. Áþekkrar þróunar hefur gætt víða erlendis þar sem veikburða efnahagsbati hefur jafnvel vikið fyrir samdrætti landsframleiðslu. Nýjar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að hægt hafi nokkuð örar á batanum í fyrra en áætlað var í febrúarspá bankans. Þróttur eftirspurnar heimila og fyrirtækja virðist hafa verið á hraðara undanhaldi en vænst var og óvíst er hversu langvarandi þetta bakslag verður. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að horfur vænkist og að vöxtur einkaneyslu sæki í sig veðrið er líða tekur á árið og að fjár- munamyndun vaxi ört árin 2014-15, einkum fyrir tilstilli aukinnar stór- iðjufjárfestingar. Samkvæmt spánni heldur því efnahagsbatinn áfram þótt róðurinn verði þyngri en vænst var í síðustu spá. Þrátt fyrir að nú sé spáð minni hagvexti á spátímanum verður hann svipaður meðal- hagvexti síðustu þrjátíu ára og nægir til þess að framleiðsluslakinn hverfi undir lok spátímans. Hagvöxtur var minni í fyrra en gert var ráð fyrir í febrúarspánni Hagvöxtur var 1,6% í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem er liðlega ½ prósentu minni vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar- spánni. Árstíðarleiðréttur vöxtur landsframleiðslunnar á milli árs- helminga á fyrri helmingi ársins var svipaður og í síðustu spá en vöxtur á síðari helmingi ársins var minni eða 0,9% í stað u.þ.b. 1½% vaxtar samkvæmt febrúarspánni.1 Vegur þungt að innflutt þjónusta jókst meira en áður var spáð. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var því minna. Hins vegar jókst innlend eftirspurn um tæplega 2% eða svipað og spáð var í febrúar. Þegar þjóðhagsreikningar síðasta árs eru skoðaðir ber að hafa í huga að um bráðabirgðatölur er að ræða. Þetta á ekki síst við um tölur um atvinnuvegafjárfestingu. Sé tekið mið af endurskoðunum síðustu ára er ekki ólíklegt að hagvöxtur síðasta árs muni að endingu mælast meiri en 1,6%. Í því samhengi má nefna að hagvöxtur ársins 2011 var nýverið endurskoðaður upp á við um 0,3 prósentur í 2,9%, einkum vegna þess að betri fyrirtækjagögn sýndu meiri vöxt fjár- festingar. Niðurstöður könnunar Seðlabankans á fjárfestingaráformum fyrirtækja gætu einnig gefið til kynna að vænta megi nokkurrar endur- skoðunar á almennri atvinnuvegafjárfestingu eins og hún var mæld á síðasta ári. Þjóðartekjur jukust meira en landsframleiðslan Vergar þjóðartekjur árið 2011 jukust um 6% frá fyrra ári og í fyrra um tæplega 4%. Þær hafa því vaxið nokkru meira en landsframleiðslan síðastliðin tvö ár. Það stafar af því að jákvæð áhrif vegna hreinna launa- og vaxtatekna innlendra aðila erlendis hafa vegið þyngra en rýrnun viðskiptakjara. 1. Hér er vísað í árstíðarleiðréttar tölur sem byggjast á mati Seðlabankans. Eins og rakið er í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4 virðast aðferðir Hagstofunnar við árstíðarleiðrétt- ingu ekki henta við túlkun efnahagsþróunar innan árs og kýs Seðlabankinn því að nota aðrar aðferðir við árstíðarleiðréttingu. Mynd IV-1 Þjóðhagsreikningar 2012 og mat Seðlabankans Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) PM 2013/1 Hagstofa Íslands -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 Verg landsfr. Innflutningur Útflutningur Þjóðarútgjöld Fjárfesting Samneysla Einkaneysla Mynd IV-3 Framlag undirliða landsframleiðslu til efnahagsbata1 1. Frá 2. ársfj. 2010 til 4. ársfj. 2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -6 -4 -2 0 2 4 6 Inn- flutningur Önnur fjárfesting Samneysla Birgða- breytingar Einkaneysla Atvinnu- vega- fjárfesting Útflutningur Prósentur Mynd IV-2 Landsframleiðsla og þjóðartekjur1 1. Vergar þjóðartekjur eru skilgreindar sem verg landsframleiðsla leiðrétt fyrir áhrifum viðskiptakjara og hreinna launa- og vaxtatekna frá útlöndum. Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Verg landsframleiðsla Vergar þjóðartekjur -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.