Peningamál - 15.05.2013, Page 38

Peningamál - 15.05.2013, Page 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 38 Umtalsvert verri horfur um almenna atvinnuvegafjárfestingu í ár … Horfur eru á minni almennri atvinnuvegafjárfestingu en Seðlabankinn spáði síðast. Í febrúar var búist við fimmtungs aukningu í ár en nú er gert ráð fyrir liðlega 5% samdrætti. Matið byggist einkum á nýrri könnun Seðlabankans á áætlunum fyrirtækja um fjárfestingu í ár (sjá töflu IV-1). Niðurstöður hennar gefa til kynna að fjárfesting verði minni í ár en í fyrra í flestum atvinnugreinum. Rétt er að hafa í huga að samanburður við síðustu könnun bendir til þess að í flestum atvinnu- greinum og á heildina litið hafi fjárfesting í fyrra verið meiri í reynd en ráða mátti af sams konar könnun sem gerð var í fyrra. Á móti minni almennri atvinnuvegafjárfestingu og fjárfestingu í stóriðju vegur að nú er gert ráð fyrir að meira verði fjárfest í skipum og flugvélum á þessu ári en áætlað var í febrúar. Heilt á litið er því spáð 23% samdrætti atvinnuvegafjárfestingar í ár í stað 11½% samdráttar í febrúar. Næstu tvö árin er hins vegar spáð rúmlega 20% vexti hvort árið fyrir sig, sem að miklu leyti má rekja til aukinna stóriðjutengdra framkvæmda. … og vísbendingar eru um að einungis fimmtungur hennar sé fjármagnaður með lánsfé Í fyrrgreindri könnun Seðlabankans voru fyrirtæki einnig spurð um fjármögnun fjárfestingarinnar. Niðurstöðurnar benda til þess að einungis u.þ.b. fimmtungur áætlaðrar fjárfestingar verði fjármagn- aður með lánsfé. Meginhluti almennrar atvinnuvegafjárfestingar er því fjármagnaður með eigin fé og virðist hið sama hafa verið uppi á teningnum í fyrra. Þetta gæti verið vísbending um að verulegur hluti fjárfestingarinnar sé borinn uppi af öflugum fyrirtækjum sem hafa byggt upp trausta eiginfjárstöðu fyrir tilstilli góðrar arðsemi undan- farin misseri. Þetta birtist t.d. í því að fjárfestingarumsvifin eru mest á sviðum þar sem rekstrarskilyrði eru hagstæðust. Þetta er þó ekki ein- hlítt og gefa niðurstöður könnunarinnar því miður ekki færi á að álykta hvort lágt hlutfall lánsfjármagnaðrar fjárfestingar stafi af takmarkaðri eftirspurn fyrirtækja eftir lánsfé, t.d. vegna áherslu þeirra á lækkun skulda fremur en aukna framleiðslugetu, eða takmörkuðu lánsfjár- framboði, t.d. vegna hertra lánaskilyrða fjármálastofnana. Eins og mynd IV-12 sýnir er ágætt samband á milli fjárfestingar fyrirtækja og væntinga þeirra um arðsemi eigin rekstrar. Því má ætla að fjárfesting muni glæðast þegar bjartsýni þeirra eykst. Breyting Breyting Stærstu 134 fyrirtækin (fjöldi) milli 2011- milli 2012- Upphæðir í ma.kr. 2011 2012 2013 2012 (%)1 2013 (%)1 Sjávarútvegur (20) 4,0 9,0 6,9 122 -23 Iðnaður (22) 5,2 7,6 4,8 47 -37 Verslun (35) 4,4 7,2 3,8 42 -31 Flutningar og ferðaþjónusta (12) 12,5 12,6 15,2 -17 2 Fjármál/tryggingar (11) 2,7 3,4 3,8 22 12 Fjölmiðlar og upplýsingatækni (12) 5,3 5,7 6,5 7 14 Þjónusta og annað (22) 6,2 10,4 9,7 68 -7 Alls (134) 40,3 55,9 50,7 31 -11 1. Paraður samanburður. Tafla IV-1 Könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja Mynd IV-10 Fjárfesting í stóriðju, skipum og flugvélum 2008-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. á verðlagi ársins 2000 Stóriðja PM 2013/2 Stóriðja PM 2013/1 Skip og flugvélar PM 2013/2 Skip og flugvélar PM 2013/1 -10 0 10 20 30 40 50 60 20152014201320122011201020092008 Mynd IV-11 Fjárfesting í hlutfalli af VLF 2008-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Atvinnuvegafjárfesting PM 2013/2 Atvinnuvegafjárfesting PM 2013/1 Heildarfjárfesting PM 2013/2 Heildarfjárfesting PM 2013/1 0 5 10 15 20 25 20152014201320122011201020092008 Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-9 Tegundaskipting atvinnuvegafjárfestingar 2004-2012 Alls Fólksbifreiðar Skip og skipsbúnaður, flugvélar o.fl. Verksmiðju-, iðnaðar- vélar og tæki Vélar og tæki til jarð- vinnslu og mannvirkja- gerðar Byggingar Annað -60 -40 -20 0 20 40 60 80 201220112010200920082007200620052004

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.