Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 38

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 38 Umtalsvert verri horfur um almenna atvinnuvegafjárfestingu í ár … Horfur eru á minni almennri atvinnuvegafjárfestingu en Seðlabankinn spáði síðast. Í febrúar var búist við fimmtungs aukningu í ár en nú er gert ráð fyrir liðlega 5% samdrætti. Matið byggist einkum á nýrri könnun Seðlabankans á áætlunum fyrirtækja um fjárfestingu í ár (sjá töflu IV-1). Niðurstöður hennar gefa til kynna að fjárfesting verði minni í ár en í fyrra í flestum atvinnugreinum. Rétt er að hafa í huga að samanburður við síðustu könnun bendir til þess að í flestum atvinnu- greinum og á heildina litið hafi fjárfesting í fyrra verið meiri í reynd en ráða mátti af sams konar könnun sem gerð var í fyrra. Á móti minni almennri atvinnuvegafjárfestingu og fjárfestingu í stóriðju vegur að nú er gert ráð fyrir að meira verði fjárfest í skipum og flugvélum á þessu ári en áætlað var í febrúar. Heilt á litið er því spáð 23% samdrætti atvinnuvegafjárfestingar í ár í stað 11½% samdráttar í febrúar. Næstu tvö árin er hins vegar spáð rúmlega 20% vexti hvort árið fyrir sig, sem að miklu leyti má rekja til aukinna stóriðjutengdra framkvæmda. … og vísbendingar eru um að einungis fimmtungur hennar sé fjármagnaður með lánsfé Í fyrrgreindri könnun Seðlabankans voru fyrirtæki einnig spurð um fjármögnun fjárfestingarinnar. Niðurstöðurnar benda til þess að einungis u.þ.b. fimmtungur áætlaðrar fjárfestingar verði fjármagn- aður með lánsfé. Meginhluti almennrar atvinnuvegafjárfestingar er því fjármagnaður með eigin fé og virðist hið sama hafa verið uppi á teningnum í fyrra. Þetta gæti verið vísbending um að verulegur hluti fjárfestingarinnar sé borinn uppi af öflugum fyrirtækjum sem hafa byggt upp trausta eiginfjárstöðu fyrir tilstilli góðrar arðsemi undan- farin misseri. Þetta birtist t.d. í því að fjárfestingarumsvifin eru mest á sviðum þar sem rekstrarskilyrði eru hagstæðust. Þetta er þó ekki ein- hlítt og gefa niðurstöður könnunarinnar því miður ekki færi á að álykta hvort lágt hlutfall lánsfjármagnaðrar fjárfestingar stafi af takmarkaðri eftirspurn fyrirtækja eftir lánsfé, t.d. vegna áherslu þeirra á lækkun skulda fremur en aukna framleiðslugetu, eða takmörkuðu lánsfjár- framboði, t.d. vegna hertra lánaskilyrða fjármálastofnana. Eins og mynd IV-12 sýnir er ágætt samband á milli fjárfestingar fyrirtækja og væntinga þeirra um arðsemi eigin rekstrar. Því má ætla að fjárfesting muni glæðast þegar bjartsýni þeirra eykst. Breyting Breyting Stærstu 134 fyrirtækin (fjöldi) milli 2011- milli 2012- Upphæðir í ma.kr. 2011 2012 2013 2012 (%)1 2013 (%)1 Sjávarútvegur (20) 4,0 9,0 6,9 122 -23 Iðnaður (22) 5,2 7,6 4,8 47 -37 Verslun (35) 4,4 7,2 3,8 42 -31 Flutningar og ferðaþjónusta (12) 12,5 12,6 15,2 -17 2 Fjármál/tryggingar (11) 2,7 3,4 3,8 22 12 Fjölmiðlar og upplýsingatækni (12) 5,3 5,7 6,5 7 14 Þjónusta og annað (22) 6,2 10,4 9,7 68 -7 Alls (134) 40,3 55,9 50,7 31 -11 1. Paraður samanburður. Tafla IV-1 Könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja Mynd IV-10 Fjárfesting í stóriðju, skipum og flugvélum 2008-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. á verðlagi ársins 2000 Stóriðja PM 2013/2 Stóriðja PM 2013/1 Skip og flugvélar PM 2013/2 Skip og flugvélar PM 2013/1 -10 0 10 20 30 40 50 60 20152014201320122011201020092008 Mynd IV-11 Fjárfesting í hlutfalli af VLF 2008-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Atvinnuvegafjárfesting PM 2013/2 Atvinnuvegafjárfesting PM 2013/1 Heildarfjárfesting PM 2013/2 Heildarfjárfesting PM 2013/1 0 5 10 15 20 25 20152014201320122011201020092008 Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-9 Tegundaskipting atvinnuvegafjárfestingar 2004-2012 Alls Fólksbifreiðar Skip og skipsbúnaður, flugvélar o.fl. Verksmiðju-, iðnaðar- vélar og tæki Vélar og tæki til jarð- vinnslu og mannvirkja- gerðar Byggingar Annað -60 -40 -20 0 20 40 60 80 201220112010200920082007200620052004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.